Morgunblaðið - 23.12.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.2008, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 www.skalholtsutgafan.is FÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is STJÓRNENDUR og starfsmenn St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eru áhyggjufullir vegna hugmynda heil- brigðisyfirvalda um að flytja starf- semi frá sjúkrahúsinu til annarra sjúkrahúsa. Heimildarmenn Morg- unblaðsins segjast hafa heyrt að rætt sé um að breyta St. Jósefsspít- ala í öldrunarstofnun. „Það skilur enginn hversu mikil leynd hvílir yfir þessu. Fólk er sárt og hrætt um að missa störf sín sam- tímis því sem það óttast að áralöng uppbygging sérfræðiþekkingar fari í hundana. Menn skilja heldur ekki í hverju sparnaðurinn liggur,“ segir einn heimildarmanna Morgunblaðs- ins. Samkvæmt heimildum blaðsins á að færa meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala yfir á Landspítal- ann ásamt almennum skurðlækn- ingum. Til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eigi að flytja kvensjúk- dómalækningar, bæklunarlækning- ar og lýtalækningar sem fram- kvæmdar hafa verið á St. Jósefsspítala. Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, kveðst ekki geta staðfest þetta en segir þó eftirfarandi: „Sumt af því sem þú nefnir stenst ekki. Ég hef heyrt margar aðrar útgáfur af þessu. Auð- vitað er skiljanlegt að margar út- gáfur komi þegar ekki er hægt að staðfesta þetta,“ segir Björn sem samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur tekið þátt í fyrirhug- uðum breytingum. „Það er nú þannig að ef einhverjar breytingar verða á þessu Stór- Reykjavíkursvæði, eins og hægt er að lesa úr fjárlögunum, hafa þær breytingar auðvitað verið undirbún- ar og unnar hjá heilbrigðisráðuneyt- inu í samkrulli við þær einingar sem þetta hefur áhrif á. Það þýðir að ég í minni stjórnunarstöðu tek þátt í því. En ég get því miður ekki sagt meira um þetta fyrr en lokapunkturinn er kominn á þetta hjá ráðuneytinu.“ Þar er nú verið að skoða sameiningu stofnana, að sögn heilbrigðisráð- herra. Flutt frá St. Jósefs?  Hugmyndir um flutning starfsemi frá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði  Stjórnendur og starfsmenn áhyggjufullir Í HNOTSKURN »Í nefndaráliti um frumvarptil fjárlaga bendir meiri- hlutinn á að ný lög um heil- brigðisþjónustu, sem sam- þykkt voru í fyrra, feli í sér breytta verkaskiptingu innan heilbrigðisþjónustunnar og sameiningu heilbrigðisstofn- ana í heilbrigðisumdæmum. »Bent er á að þær skipu-lagsbreytingar sem mælt er fyrir í lögunum hafi ekki að fullu gengið eftir. Þar felist ákveðin tækifæri sem þegar upp er staðið geti leitt til bættrar þjónustu með minni kostnaði. ÞEIR BROSA sínu blíðasta kokkarnir í Múlakaffi, Jóhannes Stefánsson og Þorlákur Helgason, um leið og þeir anda að sér skötuilminum. Þeir hafa í nógu að snúast því búast má við að fjöldi fólks geri sér ferð í Múlakaffi í dag, Þorláksmessu, til að bragða á skötunni. Að sögn Jóhannesar koma flestir ár eftir ár í skötuna. „Þetta er árleg þjóðhátíð,“ segir hann og kveð- ur skötuna vera gríðarlega góða þetta árið. „Hún er bæði kæst og góð.“ Kæst skal hún vera Morgunblaðið/RAX AÐ SÖGN lögreglunnar á Húsavík eru vegirnir í Suður-Þingeyjar- sýslu, allt frá Akureyri til Húsa- víkur, einn svellbunki. „Það er sama hvort um er að ræða Ljósavatnsskarð, Reykjadal eða Mývatnssveit, vegirnir eru eitt klakastykki,“ segir Hreiðar Hreið- arsson, lögregluvarðstjóri á Húsa- vík. „Vegirnir voru þannig að yfir þeim var svona tveggja til þriggja sentimetra samanpressaður harð- ur snjór. Svo gerir þessa asahláku og þeir breytast í rennblautt svell.“ Engin óhöpp höfðu orðið er Morgunblaðið ræddi við Hreiðar í gærkvöldi og sagði hann umferð- ina sem betur fer mjög litla. Nokkrir þeirra sem voru á vegum úti höfðu þó samband við lögregl- una og sögðust aldrei hafa séð aðra eins hálku. annaei@mbl.is S-Þingeyjar- sýsla einn svellbunki HALLDÓRA Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, lést í gær, 85 ára að aldri. Halldóra fæddist 24. nóvember 1923 á Ísa- firði og ólst þar upp, elst fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigríður Jónasdóttir húsmóðir og Ingólfur Árnason, verslunarmaður og framkvæmdastjóri. Að loknu gagnfræðanámi á Ísafirði hóf Halldóra nám við Verslunarskóla Íslands. Hún lauk þaðan verslunarprófi 1942 og fékkst síðan við skrifstofustörf í Reykjavík uns hún giftist Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði árið 1947. Þau hófu búskap í Reykjavík og urðu börn þeirra fjögur. Kristján Eldjárn var kjörinn for- seti Íslands 1968 og gegndi því emb- ætti í þrjú kjörtímabil eða til 1980. Kristján lést 14. september 1982. Eftir það starfaði Halldóra Eldjárn í nokkur ár hjá Orða- bók Háskólans. „Halldóra Eldjárn naut ætíð mikillar virðingar meðal þjóð- arinnar og Íslendingar sameinast um að heiðra minningu henn- ar. Hún stóð við hlið eiginmanns síns, Kristjáns Eldjárn for- seta Íslands, af ábyrgð og skyldu- rækni, mótaði heim- ilisbrag á Bessastöðum, heimsótti byggðir landsins og var ásamt Kristjáni virtur fulltrúi þjóðarinnar. Með hógværð sinni og alúð markaði hún djúp spor í sögu hins unga lýð- veldis. Fólkið í landinu hugsaði ætíð til hennar með hlýju og þakklæti. Við andlát hennar vottum við Dor- rit fjölskyldunni einlæga samúð okkar,“ segir í samúðarkveðju frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands. Andlát Halldóra Eldjárn FÆKKA mætti fastanefndum Alþingis úr tólf í sjö í sparnaðar- skyni og til hag- ræðis. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvars- sonar, forseta Alþingis, við lok síðasta þingfund- ar ársins í gær. Sturla sagði að með þessu móti sæti hver þingmaður aðeins í einni nefnd og gæti því sinnt nefndar- störfum betur, auk þess að eiga ekki á hættu að þurfa að vera á tveimur fundum samtímis. Jafn- framt myndi breytingin, að sögn Sturlu, skapa aukið svigrúm til funda en nefndirnar eru oft að- þrengdar við val á fundartíma. Hver þingnefnd yrði sterkari bæði innan þings og utan og möguleikar á opnum nefndarfundum væru meiri. halla@mbl.is Þingnefnd- um fækkað úr 12 í 7? Sturla Böðvarsson LÖGREGLUNÁM, fangavarðar- nám og gæslunám kunna í framtíð- inni að verða þrjár brautir innan Lögregluskóla ríkisins. Munu þeir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem það þurfa starfa sinna vegna, þá fá menntun og þjálfun í lögreglu- fræðum í skólanum. Eru þetta tillögur nefndar sem Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra skipaði í ágúst í fyrra til að gera tillögur um uppbyggingu alhliða löggæslu- og öryggismála- skóla og greint er frá í fréttatilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Námskeið fyrir aðrar stéttir Nefndin tekur undir sjónarmið ráðherra um að Lögregluskóli rík- isins verði áfram sjálfstætt lögreglu- embætti sem heyri undir ráðuneytið. Lagt er til að námið verði launa- laust í framtíðinni. Enda verði það lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, líkt og gildir um lög- reglunema nú. Skólinn eigi þá að geta haldið námskeið, í samstarfi við hlutaðeigandi aðila, fyrir aðrar stétt- ir sem sinna afmörkuðum þáttum tengdum löggæslu, öryggisþjónustu og öryggismálum. annaei@mbl.is Gæslunám innan Lögregluskólans Námið verði lánshæft hjá LÍN Landhelgisgæslan Lögregluskól- inn kann að fá sérstaka gæslubraut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.