Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Vilji er til þess á meðal fulltrúa Geysis Green Energy (GGE) og Reykjanesbæjar í stjórn HS-Orku að afnema forkaupsrétt eigenda í fé- laginu, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Til stóð að halda hlut- hafafund í HS-Orku, sem er eigandi orkuvera Hitaveitu Suðurnesja (HS), í dag. Fundinum var þó frest- að þar sem hann var ekki boðaður með réttum hætti. Meðal þess sem til stóð að ræða á fundinum var af- nám forkaupsréttar eigenda og til- boð Reykjanesbæjar í allar auðlindir sem eru í félaginu. Reykjanesbær vill borga fyrir auðlindirnar, jarð- hitaréttindin og löndin sem þau eru á með hlutabréfum í HS-Veitum, en auðlindirnar eru sem stendur inni í HS-Orku. Vilja skipta HS á milli sín Verði forkaupsrétturinn felldur niður geta Reykjanesbær og GGE skipt á hlutabréfum sínum í HS- Veitu og HS-Orku. Eftir það yrði Reykjanesbær meirihlutaeigandi í HS-Veitum en GGE meirihlutaeig- andi í HS-Orku. Fulltrúar Hafn- arfjarðar og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í stjórn HS reyndu að leggja fram hluthafasamkomulag sem að þeirra sögn var til þess gert að tryggja hagsmuni minnihlutans. Því samkomulagi var hafnað. Í kjölfarið samþykkti OR að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Grindavík og Vogar hafa bæði óskað eftir því að fá að kaupa auðlindir innan sinnar lög- sögu. Þau þurfa þó að greiða fyrir með fjármagni en Reykjanesbær getur greitt fyrir með hlut sínum í HS-Orku. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að uppi hafi verið tvö sjónarmið um forkaupsrétt og því sé verið að taka málið fyrir á hluthafafundi. „Það hafa verið upp sjónarmið um hvort afnema ætti for- kaupsréttinn. Þá ættu menn auð- veldari viðskipti beint á milli þeirra sem hafa áhuga á að kaupa. Þau hafa bæði kosti og galla.“ Hann staðfestir að Reykjanesbær hafi gert tilboð í allar auðlindirnar. „Við myndum þá greiða HS-Orku með hlutabréfum í HS-Veitu og með því eignast HS-Orka í HS-Veitum. Síðan er undirtillaga um að bjóða viðkomandi sveitarfélögum sem eiga skipulagsrétt á hverju svæði tæki- færi til að kaupa út sinn hluta. Það gengur ágætlega og mér finnst lík- legt að við eignumst allavega það land sem er innan okkar lögsögu. Við höfum hins vegar lagt fram til- boð í allt land til að tryggja það að ef einhver hefur ekki áhuga þá séum við tilbúnir að taka það að okkur.“ Vilja réttinn burt  Fulltrúar stærstu eigenda í Hitaveitu Suðurnesja vilja af- nema forkaupsrétt  Reykjanesbær vill eignast auðlindirnar STÆRSTU eigendur Geysis Green Energy (GGE) eru Atorka Group með 41 prósent hlut og Glacier Renewable Energy Fund (GREF) með 40 pró- sent. GREF er fjárfestingasjóður undir stjórn Glitnis-sjóða. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja-Glitni er ekki gefið upp hver eign- arhlutur Nýja-Glitnis er í sjóðnum né hverjir aðrir eigendur í honum eru. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti Landsbankinn einnig hlut í sjóðnum og því er íslenska ríkið orðið stór hluthafi í GGE í gegnum þessa tvo ríkisbanka. GREF á tvo fulltrúa í stjórn GGE. GGE í Hitaveitu Suður- nesja. Hitaveitunni var skipt í tvennt þan 1. desember. HS-Veita sér um orkudreifingu en HS-Orka um framleiðslu og sölu. Ríkisbankar eiga hlut í Geysi Morgunblaðið/G.Rúnar Svartsengi Hitaveitunni var skipt upp í byrjun mánaðarins og nú stendur yfir valdabarátta milli eigenda hennar. Árni Sigfússon segir að Reykjanes- bær hafi gert tilboð í allt land HS. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FRUMVARP að fjárhagsáætlun Reykjavíkurbogar fyrir árið 2009 var lagt fram í borgarstjórn í gær. Það gerir ráð fyrir að álagningar- hlutföll útsvars haldist óbreytt, 13,03%, að fasteignaskattar, lóðar- leiga og holræsagjald verði ekki hækkuð. Gjalddögum fasteigna- gjalda verði fjölgað úr sex í níu í því skyni að dreifa greiðslubyrði al- mennings og fyrirtækja. Í stefnuræðu Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur borgarstjóra um frum- varpið kom fram að samtals er reikn- að með að skatttekjur ársins 2009 verði 48,8 milljarðar króna, sem er lækkun um tvo milljarða frá útkomu- spá 2008 og um tæpa níu milljarða að raunvirði. Til að mæta versnandi tekjuhorfum sé nauðsynlegt að hag- ræða sem nemur 2,37 milljörðum kr. eða 4,1% af útgjöldum A-hluta borg- arsjóðs. Samkvæmt frumvarpinu er ráðgert að A-hluti borgarsjóðs verði rekinn hallalaus. Útgjöld til velferðarsviðs hækka um 1,5 milljarða króna Að sögn borgarstjóra er ráðgert að fyrrgreindri hagræðingu verði náð með lækkun almenns rekstrar- kostnaðar um ríflega einn milljarð og launakostnaðar um 1,3 milljarða. Þetta á að gera með því að endur- skoða öll rekstrarútgjöld, gæta að- halds í innkaupum, endurskoða samninga og draga úr styrkveiting- um. Jafnframt er ráðgert að laun borgarfulltrúa, nefndalaun, laun embættismanna og annarra stjórn- enda sem ákvarðast af kjaranefnd lækki um 10%. Einnig er stefnt að því að endurskoða reglur og viðmið um yfirvinnu og aksturssamninga í byrjun nýs árs þannig að því mark- miði verði náð að hagræðing í launa- útgjöldum nemi um 4% af heildar- launakostnaði á árinu. Af einstökum sviðum er það að nefna að ráðgert er að hækka út- gjöld til velferðarsviðs um 1,5 millj- arða milli áranna 2008-2009, þ.e. úr 7,6 í 9,1 milljarð. Er þetta m.a. gert í ljósi þess að borgarhagfræðingur telur að atvinnuleysi verði um 7% á næsta ári og því ljóst að aukin þörf verður fyrir fjárhagsaðstoð og önnur velferðarúrræði. Borgarfulltrúar Vinstri grænna bókuðu á borgarstjórnarfundinum í gær að furðu veki að meirihlutinn skuli ekki fullnýta heimild sveitarfé- lagsins til hækkunar útsvars upp í 13,28%. „Þessi niðurstaða felur í sér að meirihlutinn virðist algjörlega ótengdur veruleikanum að því er varðar tekjumöguleika sveitarfé- lagsins á erfiðum tímum,“ segir m.a. í bókuninni. Í stefnuræðu sinni sagð- ist Hanna Birna telja mjög mikil- vægt við núverandi aðstæður að hækka ekki álögur á borgarbúa til að hlífa þeim, auk þess sem hún væri sannfærð um að hægt væri að hag- ræða og sýna meiri ráðdeild og lækka þannig kostnað. Borgarsjóður verði rekinn hallalaus Útsvar helst óbreytt, 13,03%, árið 2009 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Borgarstjóri Sannfærð um að hægt sé að hagræða og sýna ráðdeild. Í HNOTSKURN »Frumvarp er lagt fram eft-ir samvinnu aðgerðarhóps borgarráðs sem skipaður er fulltrúum meiri- og minni- hluta á grundvelli aðgerð- aráætlunar borginnar, sem samþykkt var einróma í borg- arstjórn í byrjun október. »Ráðgert er að endurskoðafjárhagsætlun borg- arinnar í mars nk. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FYRRVERANDI framkvæmda- stjóri Landsvaka, dótturfyrirtækis Landsbankans gamla, Stefán H. Stefánsson, segir að með neyðarlög- unum 6. október hafi stjórnvöld fyr- irvaralaust gert venjulega inni- stæðureikninga rétthærri en útgefin skuldabréf bankanna. Þetta hafi menn ekki getað séð fyrir. Fyrir neyðarlögin hafi áhættan samkvæmt lögum alls ekki verið meiri í sjóðnum en bankabókum. „Okkur gafst eng- inn kostur á að bregðast við þessum lögum,“ segir Stefán. – En var ekki beitt ábyrgðarlausu skrumi, talað um áhættulausa fjár- festingu? Landsvaki var dótturfyr- irtæki söluaðilans, Landsbankans og algerlega í eigu hans. Vissuð þið ekki hvernig markaðssetningin var? „Samkvæmt samningi sáu nokkr- ar deildir um söluna. Ég held að það hafi verið alger undantekning að sagt hafi verið að um áhættulausa fjárfestingu væri að ræða. Ég er ekki með neitt í höndunum sem sýn- ir að einhver hafi sagt það. Ekkert kynningarefni var notað þar sem sagt var að þetta væri áhættulaust. Sögulega séð voru sveiflurnar svo litlar að í þá 4735 daga sem sjóð- urinn var rekinn gaf hann aldrei nei- kvæða ávöxtun milli daga. Hann var kynntur og markaðssettur í sam- keppni við bankabækur. Við áttum meira af skuldabréfum en innlánum. Skuldabréf eru framseljanleg og við áttum þau til að geta losað þau ef við þyrftum, innlán eru ekki framselj- anleg.“ – Menn fengu meiri ávöxtun af peningamarkaðssjóðnum en banka- bók. Var það ekki vegna þess að áhættan var meiri? „Flest tímabilin var umtalsvert hærri ávöxtun af sjóðnum, menn mæltu því með sjóðnum. En sjóð- irnir eru sjálfstæðir og það eru ekki endilega hagsmunir bankans að pen- ingarnir renni inn í sjóðina.“ – Þið fjárfestuð einkum í hinum bönkunum. En hvaða öðrum fyr- irtækjum fjárfestuð þið í, voru þetta ekki gífurlega skuldsett fyrirtæki? „Fyrirtækin voru Baugur, Stoðir, Samson, Marel og fleiri. Við vorum með veð sem við töldum góð, mestu töpuðum við á skuldabréfum í bönk- unum sem hrundu.“ Töldu sig hafa góð veð fyrir útlánum peningamarkaðssjóðs Stefán H. Stefánsson segir neyðarlögin hafa fellt sjóðinn VERÐ skólamáltíða í grunnskólum Kópavogs hækkar úr 235 kr. í 280 kr. frá og með 1. janúar nk. Var ákvörðun þessa efnis tekin við af- greiðslu fjárhagsáætlunar Kópa- vogsbæjar á bæjarstjórnarfundi föstudaginn 19. desember sl. og er hækkunin til komin vegna verð- hækkunar á aðföngum. Fæðisgjald í leikskólum hækkar þá á sama tíma um 500 krónur á mánuði eða sem nemur 8,9% fyrir fullt fæði, fulla viðveru og án af- sláttar. Dýrari skólamáltíðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.