Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „OKKUR telst til að við höfum spilað um 38 helg- ar á þessu ári. En það er miklu flottara að segja að við höfum spilað tæplega 40 helgar,“ segir Hannes Heimir Friðbjarnarson, trommuleikari Buffsins, sem hlýtur að teljast einhver allra dug- legasta hljómsveit landsins. „Já við erum allavega ein af duglegustu sveit- um landsins, við erum fjandi duglegir. En ég veit til dæmis að vinir okkar í Á móti sól eru alveg svakalega duglegir líka. Annars er þetta búið að vera svona síðustu þrjú ár, við höfum verið að spila svona mikið – einhverjar 40 helgar á hverju ári,“ útskýrir Hannes. En verða þeir félagar aldrei leiðir hver á öðr- um, að spila svona mikið saman? „Nei, sem betur fer. Þetta er skemmtilegasti saumaklúbbur sem ég hef verið í. En þetta kem- ur bara til af því að við erum að anna eftirspurn, af því að það er stöðugt hringt. Og það lítur út fyrir að næsta ár verði ekkert öðruvísi.“ – Stefnið þið þá að því að taka 52 helgar af 52 árið 2009?„Nei að vísu ekki, við ætlum að taka hálfan mánuð í frí í byrjun janúar.“ Hvað fjárhaginn varðar segir Hannes þá ekki vera orðna vellauðuga af öllu spileríinu. „Ég held að tónlistarmenn verði seint vellauðugir af spilamennsku. Auðvitað kemur alltaf eitthvað í vasann, en það er náttúrlega mismikið. En þetta er fínn aukapeningur,“ segir trommarinn. Spiluðu tæplega 40 helgar á árinu sem er að líða  Norræna húsið hefur staðið fyrir skemmtilegum uppákomum nú í desember; svokölluðu jóladagatali sem fram hefur farið á hverjum degi. Dagatalið hefur verið þannig að alla daga kl. 12.34 hafa ýmsir listamenn verið með uppákomu í 15 til 20 mínútur. Eins og vera ber í jóladagatali er ekki gefið upp fyrir fram hvað er bak við hvern glugga, en hinir ýmsu listamenn hafa komið fram hingað til, þar á meðal Motion boys, Sjón, Hallgrímur Helgason, Jón Ólafsson, Egill Ólafsson og Val- geir Guðjónsson, Sprengjuhöllin, Högni úr Hjaltalín, Reykjavík! og í gær var Jón Gnarr svo með stutta uppákomu. Það kemur svo í hlut sjálfrar Bjarkar Guðmundsdóttur að koma fram í hádeginu í dag, en þetta verður síðasta uppákoman í röðinni. Ekki er vitað hvað Björk ætlar að gera, hvort hún ætlar að syngja, spila, tala, dansa eða eitt- hvað allt annað. Forvitnir ættu að leggja leið sína í Norræna húsið kl. 12.34. Hvað gerir Björk í Nor- ræna húsinu í dag?  Fyrsta upplag af fyrstu plötu hljómsveitarinnar Retro Stefson, Montaña, er uppselt hjá útgefanda. Annað upplag af plötunni kom í búðir í gær en þó með örlítið breyttu sniði. Þannig er nefnilega mál með vexti að umslag plötunnar (sjá að ofan) er annað en það sem prýddi fyrra upplagið. Ástæðan mun hafa verið megn óánægja hljómsveitarmeðlima með fyrra umslagið sem er tæpast með því flottasta sem hér hefur sést en þar er þó ekki um auðugan garða að gresja. Retro Stefson leika á tvenn- um tónleikum milli jóla og nýárs. Annan í jólum treður sveitin upp með Sprengjuhöllinni, Hjaltalín og FM Belfast og svo kemur sveitin fram í Íslensku óperunni með For a Minor Reflection, Rottweilerhund- um, Ólafi Arnalds og Ultra Mega Technóbandinu Stefáni hinn 28. desember. Nýtt umslag sett á korteri fyrir jól Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINN af þeim sem troða upp á tón- leikum á NASA næsta laugardag er myndlistarmaðurinn og tónlistarmað- urinn Egill Sæbjörnsson. Haustið 2000 kom út plata hans, Tonk of the Lawn sem kom mörgum í opna skjöldu. Því hér var eitthvað meira á ferðinni en hliðardútl myndlistar- manns; hugdirfskan og tilraunagleðin sem bundin er í þá plötu fær mann enn þann dag í dag til að gapa. Skemmst frá að segja hafa því margir beðið óþreyjufullir æ síðan eftir næstu plötu. Margar atrennur Það er því gaman að segja frá því að það styttist óðum í að þær væningar verði uppfylltar. Egill tók upp plötu í sumar í Hljóðrita ásamt þeim Memfis- mafíuliðum, Sigurði Guðmundssyni og Gumma P og Flís-liðunum Valda Kolla og Helga Svavari. Egill er nú úti í Berlín og situr sveittur við að hljóð- blanda. „Ég er búinn að gera margar at- rennur að plötu, ætli ég hafi ekki tekið upp tvær eða þrjár,“ segir Egill í sím- anum frá Berlín og útskýrir að skort- ur á lögum hafi ekki verið ástæða þessara tafa. „Ég skráði 160 lög inn til STEF núna um daginn. Ég kann ekki al- mennilega að útskýra af hverju ég hef ekki enn komið út annarri plötu. Það upphófst einhver vandræðagangur eftir Tonk …, eitthvað sem má skrifa á reynsluleysi. Þess má geta að til þétta rammann þá ákvað ég að nota bara lög sem voru samin árið 2002 á þessa plötu. Við vorum nokkra daga að taka þetta upp en svo hef ég tekið upp söngrödd sér, bæði á Íslandi og hérna úti í Berlín.“ Togstreita Egill hefur í gegnum tíðina rætt um vissa togstreitu sem hann upplifi vegna tónlistarinnar. Líkt og hann sé að sóa tíma sínum í einhverja vitleysu, sé að taka tíma frá því sem er hans að- al, myndlistin. „Já, ég hef sveiflast mikið til og frá með þetta,“ segir hann. „Ég er ekki fullstarfandi tónlistarmaður, deginum ver ég í það að búa til myndlist. Tón- listin verður öll til í aukatíma. Ég væri líkast til búinn að gefa út fimm plötur ef ég hefði tónlistina sem aðalstarfa. Þannig að … já … mér hefur oft liðið eins og ég sé á rangri hillu með þetta tónlistarstúss mitt. En svo er þetta bara svo skemmtilegt! Og ég er farinn að róast aðeins niður í þessari angist minni. Ég hef notið þess að gera þessa plötu, hanga í hljóðveri allan daginn og syngja. Það er bara meiriháttar.“ Egill ætlar þó enn um sinn að halda hinum trúföstu í spennitreyju „Ég er að mixa plötuna en ég veit ekkert hvernig ég ætla að gefa hana út. Eða hvenær.“ Nei, Egill! Kommon! Skemmtilega röng hilla  Egill Sæbjörnsson leikur efni af væntanlegri plötu á NASA hinn 27. desember  Tók hana upp með Kidda Hjálmi og co í Hljóðrita, Hafnarfirði Morgunblaðið/Valdís Thor Lengi var von … Egill tekur á rás ólmur af gleði. Nú hillir loks undir nýja plötu en allt of langt er frá því að meistarastykkið Tonk of the Lawn kom út. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is AÐDÁENDUR bresku sjónvarps- þáttanna Sugar Rush er sýndir eru á Skjá 1 og fjalla um táningslesbíur í Brighton hafa líklegast einhverjir tekið eftir því að eitt helsta þemalag þáttanna er íslenskt. Það er lagið „Youth“ með Ampop er var að finna á hinni geysivinsælu skífu My Delu- sions. Lagið hljómar ósungið í þátt- unum og er spilað í nánast hverjum þætti, eða í hvert skipti er lesbían unga lendir í tilfinningablús, sem hún gerir ítrekað, enda ekki alltaf auðvelt mál að vera hinsegin. Það er greinilegt að liðsmenn Am- pop horfa ekki á þættina, og ekki heldur neinn í kringum þá, því þegar Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari var spurður um tilvist lagsins í þætt- inum kom hann algjörlega af fjöll- um. „Já, er það … eru þetta vinsælir þættir? Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þú ert að segja mér fréttir,“ sagði Kjartan hissa. „Þeir hafa örugglega verið svona grófir sem sjá um höfundarréttinn á laginu. Þeir eru djöfulsins ruddar. Höfund- arréttarfyrirtækið Outcast gerði samning við okkur vegna smáskíf- unnar „My Delusions“ þar sem þetta lag fylgdi með.“ Þannig er það hægt í tónlistar- bransanum í dag að sá er kaupir réttinn að höfundarrétti listamanna getur selt lög áfram, í öðrum út- gáfum, án þess að listamaðurinn hreinlega viti af því. Fyrirtækið sér um viðskiptin en listamaðurinn hlýt- ur fyrirframgreiðslu og svo höfund- arréttarlaun, ef fyrirtækið hefur fengið upp í fyrirframgreiðsluna. Vissu ekki af notkun lagsins í lesbíu-sjónvarpsþætti Morgunblaðið/ÞÖK Ampop Greinilega ekki áhugasamir um unglingalesbíur í Brighton. Íslenska hljómsveitin Ampop á þemalag Sugar Rush Það er Gogoyoko.com, nýtt alþjóðlegt tónlistarsamfélag, sem stendur að tónleikunum Jólagrautur 2008 sem fram fara á NASA hinn 27. desember næstkomandi. Ásamt Agli koma fram Mugison, Hjálmar og Timbuktu, Motion Boys og Borko. Mugison er sjóðandi heitur, nýkominn af Icesave- túrnum svokallaða um Evrópu og langt er um liðið síðan hin elskaða sveit Hjálmar lét að sér kveða á tónleikasviðinu. Miðasala fer fram á midi.is og í Skífunni. Jólagrautur 2008 Buffið Spilaði á hátt á 100 tónleikum á árinu. Hið sama verður líklega uppi á teningnum á því næsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.