Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ÞAÐ er ekki ólögmætt en í fyllsta máta óvenjulegt að taka gjald fyr- ir að skipta bókum, að mati Sig- urjóns Heiðarssonar, lögfræðings hjá Neytendastofu. „Það er í raun og veru engin skylda fyrirtækja að taka við vörum aftur sem búið er að kaupa,“ segir Sigurjón, „en það hafa ekki verið sett lög um skilarétt,“ bætir hann svo við. Í Pennanum Eymundsson er tekið 250 króna gjald ef skipt er bókum sem ekki eru keyptar þar. Ef skiptimiði frá Eymundsson er á bókinni er ekkert gjald tekið. Sigurjón segir verslanir jafnvel geta neitað að taka við keyptri vöru og ekkert sem bannar að gjaldið sé tekið. „Þetta hefur þó ekki viðgengist og kannski má segja að óskráðar reglur hafi verið um að fólk geti skilað bókum milli jóla og nýárs,“ segir hann. Tekið við öllu Spurð um ástæðu gjaldtökunnar hjá Pennanum Eymundsson sagði Eygló Birgisdóttir, aðstoðarversl- unarstjóri Eymundsson í Kringl- unni, hana m.a. vera kostnað við endursendingu. „Þetta á við um bækur dýrari en 2.500 krónur,“ sagði Eygló, „það er ekki tekið gjald fyrir ódýrari bækur.“ Hún sagði þó að bækur sem skilað væri og væru ekki keyptar hjá þeim yrðu að vera í sölu hjá Eymunds- son. Office 1 tekur við öllum bókum, eina skilyrðið er að bókin sé á sölulista verslunarinnar, að sögn Hannesar Jónssonar fram- kvæmdastjóra. Þar eru menn þó frekar tregir til að taka við bók- um sem eru með skiptimiða frá öðrum verslunum, þar sem nokk- ur vinna felst í því að hreinsa skiptimiðann af. „Það er skipti- miði á öllum bókum hjá okkur,“ sagði Hannes, „en við tökum auð- vitað við bókum sem komið er með til okkar þó að enginn skipti- miði sé á þeim.“ Ekkert gjald er tekið fyrir að skipta bókum í Of- fice 1. „Þetta kostar okkur ekkert og er bara þjónusta sem við ákváðum að veita,“ segir Arndís Björg Sig- urgeirsdóttir, verslunarstjóri Iðu í Lækjargötu. Þar er tekið við öll- um bókum svo fremi að þær séu á sölulista verslunarinnar. Hún tek- ur fram að þetta kosti vissulega vinnu starfsfólks en að öðru leyti sé kostnaðurinn enginn. „Við þurf- um að rífa allt [skiptimiða] af áður en við skilum þessu en við lítum svo á að þetta sé sjálfsögð þjón- usta við viðskiptavini okkar,“ ítrekar Arndís en bendir á að skil- in sem slík kosti Iðu ekki neitt. Ekki ólögmætt en í fyllsta máta óvenjulegt  250 króna gjald er tekið í Eymundsson ef skilað er bókum sem ekki eru keyptar þar  Þjónustan þykir sjálfsögð í Iðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Skilað og skipt Eftir jól fara margir í bókabúðir til að skila og skipta bókum. ÝMSAR bætur hækka um 9,6% frá og með 1. janúar nk. skv. reglugerð sem Jóhanna Sigurð- ardóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, hefur gefið út. Um er að ræða lífeyr- isgreiðslur til elli- og örorkulífeyr- isþega, heimilisuppbót, frekari upp- bót á lífeyri, barnalífeyri, vasapeninga sjúkratryggðra og aðr- ar bætur skv. lögum um almanna- tryggingar, auk meðlags. Þá hækka frítekjumörk lífeyrisþega og vist- manna á dvalarheimilum. Mæðra- og feðralaun hækka einnig, sem og umönnunar- greiðslur, dánarbætur, maka- og umönnunarbætur, endurhæfing- arlífeyrir og fleiri bætur sam- kvæmt lögum um félagslega aðstoð. Þá hækka greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og fjárhæð ættleiðingar- styrkja einnig um 9,6%. Í haust setti ráðherra reglugerð sem tryggði lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu og var sett á grundvelli laga um félagslega að- stoð en með reglugerðarbreyting- unni nú hækkar lágmarks- framfærslutryggingin um 20% hinn 1. janúar, skv. tilkynningu frá ráðu- neytinu. Lágmarks framfærslu- trygging einstaklinga sem fá greidda heimilisuppbót verður 180.000 kr. á mánuði en 153.500 kr. hjá einstaklingum sem njóta hag- ræðis af sambúð með öðrum. Við þessa hækkun fjölgar þeim sem nýtist lágmarksframfærslutrygg- ingin úr um 4.000 í um 12.000. skapti@mbl.is Bætur hækka frá áramótum Jóhanna Sigurðardóttir VEÐURSPÁ fyrir gamlárskvöld er nokkuð góð um allt land en þó gæti orðið hvasst á Suðurlandi og í Vest- mannaeyjum. Hitamælar munu víð- ast hvar sýna tölur ofan við núllið en á Austurlandi gæti orðið örlítið frost. Búast má við stöku éljum sunnan- og vestanlands. Veður til skotæfinga verður líklega prýðilegt um landið allt í dag, hægviðri víðast hvar en úrkoma gæti þó orðið í flest- um landshlutum nema fyrir austan. Útlit fyrir gott áramótaveður HÉRAÐSDÝRALÆKNIR Gullbringu- og Kjós- arsýsluumdæmis tók í gær sýni úr tjörnum við rætur Esju, í gamla Kjalarneshreppi, til rann- sóknar vegna salmonellusýkingar í hrossum sem þar gengu. Talið er að hrossin hafi drepist vegna skæðrar salmonellusýkingar. Sýni hafa verið tekin þarna áður og kom salm- onellusýkingin þá fram. Gunnar Örn Guðmunds- son héraðsdýralæknir segir að engar efasemdir séu um að rétt hafi verið staðið að málum í fyrra skiptið en óskað hafi verið eftir opinberri sýna- töku. Leysingar hafa verið síðan sýkingin kom upp og segir Gunnar hugsanlegt að tjarnirnar hafi hreinsað sig. Það tekur um fimm daga að fá niðurstöður úr rannsóknum sýna. Í fyrrinótt var eitt hross til viðbótar aflífað vegna þess hversu illa það var haldið. Hafa þá drepist eða verið aflífuð 23 hross í því 40 hrossa stóði sem þarna gekk. Gunnar Örn segir að enn séu fjórir hestar illa haldnir og óvíst um afdrif þeirra. helgi@mbl.is Héraðsdýralæknirinn tekur sýni Morgunblaðið/RAX SÍLDARTORFA gekk inn í smá- bátahöfnina í Grófinni í Kefla- vík í gær. Þá hafa sjómenn orðið varir við talsvert af síld í innsiglingunni í Vestmannaeyja- höfn. Vís- indamenn hafa ekki skýringar á þessum síldar- göngum. Fram kom á fréttavef Víkur- frétta í gær að höfnin væri eins og kraumandi suðupottur yfir að líta. Síldveiðiflotinn er í höfn en í Kefla- vík mátti sjá gamlar aflaklær með veiðistangir á bryggjunni, meðal annars menn með langa reynslu af síldveiðum við nokkuð aðrar að- stæður. Starfsmenn Hafró í Eyjum hafa hug á að kanna betur síldina sem þar er í innsiglingunni, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Síld gengur inn í hafnir KARLMAÐUR var í gær dæmdur í 8 ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð, gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á þriggja ára tíma- bili, á meðan hún var á aldrinum 11- 14 ára. Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi og er sá þyngsti sem um getur hér á landi í kynferðisbrotamáli. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að maðurinn hefði gróflega brugðist trausti stúlkunnar. Talið er sannað að hann hafi haft samræði við stúlkuna á nefndu tímabili. Hún hafði búið á sama heimili og mað- urinn frá því hún var lítil telpa en maðurinn var giftur móður stúlk- unnar. Maðurinn var einnig ákærður fyr- ir meint blygðunarbrot gagnvart stúlkunni á meðan hún var enn yngri en hann var sýknaður af þeim. Fram kom að stúlkunni hefði liðið mjög illa andlega og talið að hún verði jafnvel lengi að ná sér. Brotin framdi maðurinn að hluta til eftir að ný lög um kynferðisbrot tóku gildi hérlendis. Samkvæmt þeim er lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi eitt ár en hámarksrefs- ing var í hinum nýju lögum þyngd í 16 ára fangelsi. Maðurinn var dæmdur til að greiða stúlkunni, sem enn er á ung- lingsaldri, þrjár milljónir króna í bætur og til þess að greiða ¾ hluta málskostnaðar, tæpar 1.200 þúsund krónur. Réttarhaldið var lokað og upp- kvaðning einnig. skapti@mbl.is Þyngsti dómur til þessa 8 ár fyrir kynferðis- brot gegn stjúpdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.