Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is NORÐURÁL mun greiða Orkuveitu Reykja- víkur um 2,1 krónu á hverja selda kílóvatt- stund af rafmagni samkvæmt arðsem- isáætlun sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gert, og er forsenda samnings sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls hafa gert með sér. Orkuverðið er háð heimsmark- aðsverði á áli og gengi dollars, en sé miðað við forsendur sem gefnar eru í arðsemisáætl- unum er verðið um 2,1 króna á kílóvattstund samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Það þýðir um 40 milljarðar sem Norðurál þarf að greiða Orkuveitunni á 25 árum miðað við kaup á 100 megavöttum af rafmagni. Vildi opinbera orkuverðið Með samningnum hefur Orkuveitan tryggt sölu á allri raforku fullbyggðrar Hellisheið- arvirkjunar en ráðgert er að ljúka við síðustu áfanga hennar á næsta ári. „Við erum að staðfesta vilja okkar til þess að efla íslenskt efnahagslíf,“ sagði Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafði samþykkt samninginn. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórninni, lagði fram tillögu á fundinum um að orkuverðið verði gert op- inbert en meirihluti stjórnarmanna vísaði henni frá. Hún vék af fundi meðan umfjöllun um orkuverðið fór fram. Í tilkynningu segir Svandís að almenningur ætti „lögvarða kröfu“ á því að fá verðið uppgefið þar sem í þeim upplýsingum lægju miklir hagsmunir almennings. Hún íhugar nú að fá úr því skor- ið fyrir dómstólum hvort það standist lög og stjórnarskrá að halda verðinu leyndu með samningsákvæðum. 100 megavött til Helguvíkur Samningurinn byggist á fyrri samningi sem Orkuveitan og Norðurál hafa unnið eftir við undirbúning fyrirhugaðra virkj- unarframkvæmda og sölu á raforku vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Samkvæmt samningum skuldbindur Orku- veitan sig til þess að selja Norðuráli 100 megavött af raforku til álvers í Helguvík. Þá mun Orkuveitan selja Norðuráli 75 megavött til viðbótar en hugsanleg atvinnuuppbygging í Ölfusi hefur þó forgang til þeirrar orku fram á mitt næsta ár. Enn fremur er nú í komin í gildi viljayfirlýsing um sölu á 75 megavöttum til viðbótar vegna hugsanlegra síðari áfanga álversins í Helguvík. Mikil óvissa er þó um þessi áform þar sem Orkuveitan hefur enn ekki tryggt fjár- mögnun erlendis fyrir virkjunarframkvæmd- unum auk þess sem ekki hefur enn verið gengið frá fjármögnun vegna uppbyggingar álvers í Helguvík. Hún var áður frágengin í samstarfi við íslensku bankanna þrjá sem nú eru fallnir, Glitni, Kaupþing og Landsbank- ann. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur fjárfestingarsamningur milli iðn- aðarráðuneytisins og Norðuráls verið kynnt- ur í ríkisstjórn en með honum standa vonir til þess að fjármögnun Helguvíkurverkefnis gangi hraðar fyrir sig. Tilkynna þarf um samninginn til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) áður en hann er lagður fyrir Alþingi til samþykktar. 40 milljarðar kr á 25 árum  Með samningi við Norðurál hefur OR tryggt sölu á allri raforku fullbyggðrar Hellisheiðarvirkjunar  Mikil óvissa enn um fjármögnun framkvæmda Orkuveitunnar á Hellisheiði og Norðuráls í Helguvík Í HNOTSKURN »Fulltrúar Norðuráls og Íslenskra að-alverktaka undirrituðu 7. júní á þessu ári samninga um byggingu ker- skála fyrir álver í Helguvík. Þá var fyrsta skóflustungan að kerskála tekin. »Starfsleyfi fyrir Norðurál Helguvíkvar formlega gefið út af Umhverfs- stofnun 10. september. Þar verður heimilt að framleiða allt að 250 þúsund tonn af áli árlega. Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is EDDA Halldórsdóttir, meist- aranemi í arkitektúr við háskólann í Brighton í Bretlandi, er í þeirri óskemmtilegu aðstöðu að geta ekki borgað skólagjöldin. Þau áttu að greiðast í nóvember en hún fékk að fresta greiðslunni fram yfir áramót vegna ástands mála hérlendis. „Nú ríður á að sýna að stjórnvöld geti brugðist hratt við, því síst af öllu viljum við að nemendur okkar flosni frá námi,“ var haft eftir Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í Morg- unblaðinu hinn 1. nóvember sl. Orð hennar féllu þegar kynntar voru ráðstafanir stjórnvalda gagnvart námsmönnum, m.a. neyðarlán Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Edda sótti um neyðarlán en var synjað og hún kveðst ekki hafa hugmynd um hvað sé framundan. „Ég á miða út og fer. Svo verður hitt bara að koma í ljós,“ segir Edda. Lánið greitt út en ekki hægt að millifæra Hún lýsir aðstæðum sínum þann- ig að LÍN hafi greitt út lánið í nóv- ember þegar að greiðslu skólagjald- anna kom. Hins vegar var ekki hægt að millifæra og peningarnir brunnu upp í gengisfalli krónunnar. „LÍN neitaði að reikna lánið upp aftur en benti mér á að sækja um neyðarlánið. Núna þegar ég er búin að fá neitunina er ljóst að ég get ekki borgað skólagjöldin.“ Edda segir sennilegt að hún muni þurfa að hætta námi af þeim sökum en tekur þó fram að kennarar tali nú máli hennar við skólayfirvöld. „Það kemur í ljós hvernig það fer.“ Hún segir jafnframt erfitt að framfleyta sér og eiginmanni sínum úti. Hann er breskur, hefur lokið námi og er í atvinnuleit. Horfur á atvinnu fyrir hann eru þó ekki góð- ar því ástand mála er ekki ósvipað þar og hér. Maðurinn hennar fær heldur ekki atvinnuleysisbætur þar sem hann hefur svo lengi búið á Ís- landi. Fer út og sér svo til Edda lauk BA-prófi í arkitektúr fyrir rúmum tveimur árum og er þegar byrjuð að greiða af náms- lánum sínum eftir það nám. „Ég þurfti þess vegna að borga af náms- lánunum með námslánum þannig að þetta dugir engan veginn. Tekju- tengingin er líka fáránleg þannig að ég fæ ekki nokkurn skapaðan hlut frá LÍN,“ segir Edda og bætir við að tilhliðrun vegna tekjutengingar taki til þeirra sem hefja nám 1. jan- úar, en ekki þeirra sem hófu nám sl. haust. „Ég fer út og sé hvað gerist,“ segir Edda. „Ef allt fer í hönk neyð- ist ég til að koma heim aftur með skottið á milli lappanna.“ Synjað um neyðarlán og getur ekki greitt gjöldin Óvissa Edda er heima í jólafríi og ætlar út aftur þrátt fyrir að hún viti ekki hvað er framundan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhyggjur Námsmenn erlendis sem eru heima í fríi yfir hátíðarnar komu saman á fund í gær og ræddu við þingmenn. VERT er að rifja upp að af 115 nemum sem sóttu um neyðarlán LÍN fengu sjö fyrirgreiðslu. 13 umsóknir eru enn í skoðun, en 95 var hafnað. Námsmenn þurfa að sækja sérstaklega um aukalán en þau eru ætluð námsmönnum „í sárri neyð og verður hvert tilvik metið …“. Þá má geta þess að greiðendur námslána sem verða fyrir 20-30% tekjufalli milli áranna 2008 og 2009 eiga kost á lækkun tekjutengdrar afborgunar haustið 2009 og þeir sem verða fyrir tekjufalli umfram 30% geta fengið tekjutengda af- borgun fellda niður, að því er segir á vef menntamálaráðuneytisins. Hvert tilvik metið LEIGUVERÐ hefur lækkað tals- vert, eða um allt að 18,5% vegna leigu á stærri eignum á höfuðborgarsvæð- inu í ár. Þetta kemur fram í nýrri könnun Neytendasamtakanna. Að mati sérfræðinga Neytenda- samtakanna má þó má gera ráð fyrir að raunveruleg lækkun sé umtalsvert meiri, enda gera flestir leigusamn- ingar ráð fyrir því að leiguverð breyt- ist með tilliti til neysluvísitölu, en hún hefur hækkað um 18% á árinu 2008. Því má reikna með því að leiga vegna þeirra íbúða sem fóru í lang- tímaútleigu á uppsettu verði í apríl sl. sé allt að þriðjungi hærri en hægt er að leigja sams konar íbúð á í dag. Allt að 18% lækkun á húsaleigu Blönduós | SÖGU þurrmjólkurgerðar á Blönduósi lauk í gær þegar slökkt var á síðasta þurrmjólkur-valsa- þurrkara landsins. Kristófer Sverr- isson, mjólkurbússtjóri á Blönduósi, sagði að þessi þurrkari væri sá eini sinnar tegundar hér á landi og hefði framleiðslan að mestum hluta farið til sælgætisgerðar. Með því að slökkva á þurrkaranum er verið að leggja síðustu hönd á að loka mjólkurstöðinni á Blönduósi en því verki á að ljúka um áramótin og tapast þá um 9 störf á Blönduósi. Kristófer sagði að sælgæt- isframleiðendur á Íslandi vildu fyrst og fremst fá valsaþurrkað mjólk- urduft í framleiðslu sína en um 70% af 220 tonna þurrmjólkurframleiðslu á Blönduósi fara í sælgætisfram- leiðslu. Til eru mjólkurduftsbirgðir sem eiga að duga fram yfir páska, að hans sögn, og er stefnt að því að koma fyr- ir sambærilegum valsaþurrkara á Selfossi til að mæta þörfinni eftir það. Frá og með gærdeginum hætta Blönduósingar að sjá hvíta reykinn liðast upp í loftið frá mjólkurstöðinni og eiga fyrir vikið erfiðara með að átta sig á hvaðan á þá stendur veðrið. Hvíti reykurinn er horfinn Búið Reykurinn frá Mjólkurstöðinni hverfur frá og með deginum í dag. MENNTAMÁLANEFND Alþingis mun koma saman til fundar til að ræða um fyrirkomulag neyðarlána til íslenskra námsmanna erlendis. Kom þetta fram á fundi sem stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hélt með námsfólki sem nú er heima í jólaleyfi og þingmönnum. Á fundinn með námsmönnum mættu þrír fulltrúar úr menntamálanefnd Alþingis, þau Sigurður Kári Kristjánsson formaður, Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir, auk Birkis Jóns Jónssonar alþingismanns. Fulltrúi kom ekki frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE, segir að fundurinn hafi verið haldinn til að námsmenn erlendis gætu rætt sín mál og komið áhyggj- um sínum á framfæri vegna efnahagsástandsins sem hefði bitnað illilega á mörgum þeirra. Sérstaklega var rætt um neyðarlánin svokölluðu hjá LÍN. Námsmönnum finnst lítið hafa komið út úr þeim. Hjördís sagði að fram hefði komið hjá fulltrúum í menntamálanefnd að þeir hefðu staðið að þessum neyðarlánum í góðri trú um að þau myndu koma að notum. Hjördís sagði að ákvæðin hefðu reynst of loðin og óljós og þau fáu lán sem veitt hefðu verið kæmu allt of seint. Fólk væri komið í vandræði og búið að gera sínar ráðstafanir. Hjördís sagðist ánægð með viðbrögð þingmanna. Þeir hefðu hlustað á fundarmenn. Menntamálanefnd mundi koma saman til fundar til að fara yfir málið og ræða við LÍN í framhaldi af því. „Við munum fylgja þessu eft- ir við menntamálanefnd og vonumst jafnvel til að fá að koma á fund henn- ar,“ segir Hjördís. helgi@mbl.is Menntamálanefnd mun fara yfir neyðarlánin að nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.