Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSLENDINGAR verða í fyrsta sinn meðal keppenda í lengstu og erf- iðustu vélsleðakeppni í heimi, The Tesoro Iron Dog Race, sem hefst í Alaska 8. febrúar næstkomandi. Hjónin Þóra Hrönn Njálsdóttir ráð- gjafi og Sigurjón Pétursson fram- kvæmdastjóri ætla þá að aka 3.172 km á vélsleðum um óbyggðir Alaska á aðeins níu dögum. Með þeim í liði verða bræðurnir Will og Wally Smith sem báðir eru búsettir í Alaska. Keppnin hefst í Wasilla, heimabæ Söru Palin, ríkisstjóra Alaska. Frá Wasilla er ekið til Nome við Barentshaf og þaðan til Fair- banks. Sigurjón og Þóra Hrönn hafa langa reynslu af vélsleðaakstri og hafa átt vélsleða frá 1981. Enn lengra er síðan Sigurjón ók fyrst vél- sleða. Hann var um tíma formaður Landssambands íslenskra vélsleða- manna. Hjónin hafa farið í margar vélsleðaferðir í útlöndum, m.a. um Klettafjöllin. Þau tóku þátt í árlegri vélsleðaferð frá Tok í Alaska til Dawson City í Kanada 2006 og 2008. Eknir voru um 1.000 km og lá leiðin m.a. um slóðir gullgrafara í Klondike og könnuða norðurslóða á borð við Vilhjálm Stefánsson og Jack Lond- on. Þegar þau voru á leiðinni til Tok 2006 sprakk á bílnum hjá þeim. „Þar sem við vorum að bisa við dekkið komu tveir bílar inn á bíla- stæðið og var sprungið á vél- sleðakerru hjá öðrum þeirra. Við enduðum með að hjálpast að við að skipta um dekkin. Þarna kynntumst við bræðrunum Will og Wally Smith. Þetta byrjaði því með tveim- ur sprungnum dekkjum,“ sagði Sig- urjón. Bræðurnir voru einnig í Tok- Dawson-ferðinni og tókust svo góð kynni með þeim og hjónunum að þau ákváðu að mynda lið fyrir Iron Dog-keppnina. Iron Dog er haldin þremur vikum á undan mikilli hundasleðakeppni sem haldin er árlega í Alaska, Idit- arod. Þá keppast menn um að fara sem hraðast frá Anchorage til Nome. Iditarod er haldin til að minnast þess þegar barnaveiki- faraldur braust út í Nome veturinn 1925 og farið var á hundasleða frá Fairbanks með lyf gegn veikinni. Iron Dog-keppendur fara sömu leið og Iditarod-keppendur og legginn frá Wasilla til Nome að auki. Lið þeirra Sigurjóns og Þóru Hrannar keppir í Trail Class-flokki. Markmiðið er að ljúka öllum dag- leiðum, en eknir eru 300-400 km á dag. Í Pro Class keppa liðin um verða fyrst á leiðarenda. Þau aka sömu leið og Trail Class en að auki til Fairbanks. Þóra Hrönn og Sig- urjón ætla sömu leið og Pro Class. „Þetta verður langt og kalt ferða- lag. Mikið líkamlegt og ekki síður andlegt álag – þolakstur. Það er ekki margt ungt fólk í keppninni, mest á fertugs- og fimmtugsaldri,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að hver dagleið jafngilti því að aka frá Hafn- arfirði á Þingvöll, þaðan norður yfir Langjökul, inn á Hveravelli, austur með Hofsjökli norðanverðum að Mývatni og þaðan í Möðrudal. „Svona er keyrt dag eftir dag. Fyrst í fimm daga samfleytt, svo er eins dags hvíld og síðan er keyrt í þrjá daga. Þetta tekur á.“ Leiðin liggur á milli lítilla þorpa frumbyggja og veiðimanna. Þar verður hægt að fá eldsneyti og gistingu. Þau hafa með sér tjöld og svefnpoka ef þau skyldu neyðast til að gista í óbyggðum. Sigurjón sagði að undirbúning- urinn hefði verið tímafrekur. Þau hefðu verið duglegt í líkamsrækt til að byggja sig upp en væru lítið farin að fara á vélsleðum það sem af væri vetri. En hvað um kuldann? „Maður verður bara að búa sig vel,“ sagði Sigurjón. „Þarna er frostið 30-40°C alla daga.“ Sett verða há hlífðargler á sleðana til að draga sem mest úr vindkælingu. Eins þarf að stilla ökuhraðanum í hóf því ef farið er of hratt myndast fljótt kalblettir í andlitinu. Skór og vettlingar eru með hitunarbúnaði. Sigurjón sagði að mikilvægt væri að borða vel og drekka mikið. Ráðlagð- ur dagskammtur af vatni væri um fjórir lítrar á dag. Lið þeirra Sigurjóns og Þóru er skráð hjá Arctic Cat Racing og leggja þeir til sleða á góðum kjörum. Arctic Cat-vélsleðar hafa unnið flestar Iron Dog-keppnirnar und- anfarin ár. Einnig hefur stoðtækja- fyrirtækið Össur útvegað þeim allar spelkur, Garmin á Íslandi lætur þau fá leiðsögutæki og 66°N dúnúlpur svo nokkuð sé nefnt. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Ævintýrafélagar Hjónin Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson í Alaska. Þau ætla að ferðast yfir 3.000 km í fimbulkulda á vélsleðum. Langt og kalt ferðalag  Íslensk hjón ætla að taka þátt í vélsleðakeppni um óbyggðir Alaska í vetur  Leiðin er 3.172 km löng og kuldinn á þessum slóðum um -30°C til -40°C TODD Palin „First Dude“, eiginmaður Söru Palin, ríkisstjóra Alaska, er líklega frægasti þátttakandinn í Iron Dog-keppninni. Hann hefur tekið þátt fimmtán sinnum og sigrað í fjögur skipti. Todd sigraði 2007 og lenti í 4. sæti 2008 ásamt liðsfélaga sínum Scott Davis. Davis hefur verið einn helsti ráðgjafi þeirra Þóru Hrannar og Sigurjóns við undirbúninginn. Iron Dog-vélsleðakeppnin var fyrst haldin 1984. Keppt er um peningaverðlaun en ekki síður að ljúka keppninni sem reynir mikið bæði á keppendur og bún- að. Í fyrra skráðu 40 lið sig til keppninnar og tókst 27 liðum að ljúka henni. Keppendum er skipt í tvo flokka, Pro-Class og Trail-Class. Í flokki atvinnumanna (Pro-Class) eru 70 kepp- endur skráðir nú. Í Trail-Class eru 13 keppendur skráðir og eru þeir all- ir byrjendur. Í þeim hópi eru þrjár konur, þær einu í keppninni. Lang- flestir keppenda eru búsettir í Alaska og eru örfáir frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau Þóra Hrönn og Sigurjón eru einu útlendingarnir sem keppa nú. Á þessum árstíma má búast við að hitastigið verði á bilinu -30°C til -45°C á þeim slóðum sem keppnin er haldin. Frægasti vélsleðakappinn Todd Palin vélsleðakappi. ATVINNULEYSI á landinu verður líklega nálægt 5% um áramótin, að mati Karls Sigurðssonar, forstöðu- manns vinnumálasviðs Vinnu- málastofnunar. Atvinnuleysið er nú mest á Suðurnesjum og er áætlað að það sé 9-10%. Hægt hefur á fjölgun atvinnuleys- isskráninga síðari hluta desem- bermánaðar eftir mikla fjölgun fyrst í mánuðinum. Nú hafa innan við hundrað manns bæst við á degi hverjum en þeir voru á þriðja hundr- að á dag fyrstu 2-3 daga mánaðarins. Atvinnulausum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu síðustu mán- uði. Undanfarna daga hefur þeim einnig verið að fjölga á Norður-, Austur- og Suðurlandi en fjölgunin er eitthvað hægari á Vesturlandi og Vestfjörðum. Eftir að fólk hefur skráð sig á at- vinnuleysisskrá þarf það að stað- festa atvinnuleit fyrir 25. dag mán- aðarins. Í gær hófst sjálfvirk afskráning á þeim sem höfðu ekki staðfest atvinnuleit. Reikna má með að margir þeirra skili sér aftur fyrir mánaðamótin. Vefur Vinnumálstofn- unar lá niðri í gær og því var ekki hægt að lesa þar tölur um sjálfvirka skráningu á atvinnuleysisskrá. Mannvirkjagerð hefur skorið sig úr með mikla fjölgun atvinnulausra frá upphafi bankahrunsins. Einnig eru hlutfallslega margir atvinnu- lausir í iðnaði og ýmsum þjón- ustugreinum. Nokkur dæmi eru um að uppsagnir hafi gengið til baka. Þá hefur færst í aukana að starfshlutfall sé minnkað í 75% til 50% á móti at- vinnuleysisbótum. gudni@mbl.is Færri skrá sig án atvinnu Atvinnuleysi á Suð- urnesjum er 9-10% ÚTIFUNDUR til að mótmæla blóðs- úthellingunum á Gaza verður hald- inn á Lækjartorgi í dag kl. 16. Kröfur dagsins eru: Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers á Gaza. Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Ræðumenn verða: María S. Gunnarsdóttir, formaður Menning- ar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Ögmundur Jónasson al- þingismaður og sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur. Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ. Fundurinn er undirbúinn af Fé- laginu Ísland-Palestína með stuðn- ingi fjölmargra félagasamtaka. Blóðsúthell- ingum mótmælt EINAR Stefánsson augnlæknir hlýtur heiðursverðlaun verðlauna- sjóðs Ásu Guðmundsson Wright fyrir árið 2008. Tilkynnt var um út- hlutunina við athöfn í gær. Sturla Friðriksson, formaður stjórnar, sagði að blinda meðal Ís- lendinga hefði farið mjög minnk- andi á síðustu árum og það gerðist varla lengur að Íslendingar yrðu blindir vegna gláku eða sykursýk- iskemmda í sjónu. Það væri frá- bæru starfi íslenskra augnlækna að þakka og ætti Einar Stefánsson mikinn þátt í því. Einar er meðhöfundur að meira en 130 ritgerðum í ritrýndum vís- indatímaritum og höfundur um 400 ritverka og útdrátta um augnlækn- isfræði. Hann er því vel kunnur á alþjóðavettvangi fyrir störf sín. Einar veitir augnlækningadeild Landspítalans forstöðu og er pró- fessor í augnlækningum við Há- skóla Íslands. Breytingar verða hjá sjóðnum á komandi ári. Sturla Friðriksson sem hefur verið formaður sjóð- stjórnar frá upphafi hyggst hætta í sumar og mun Vísindafélagið þá kjósa nýja stjórn Ásusjóðs. Háskóli Íslands hefur heitið sjóðnum stuðn- ingi við umsýslu fjármála og stefnt er að afhendingu verðlaunanna í hátíðarsal Háskóla Íslands að ári. helgi@mbl.is Einar Stefánsson hlýtur verðlaun Ásusjóðs Sturla Friðriksson lætur af formennsku í sjóðstjórn eftir fjörutíu ára starf Morgunblaðið/Valdís Thor Heiður Sturla Friðriksson afhendir Einari Stefánssyni heiðursverðlaun. Úthlutað var úr verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright í fertugasta sinn í gær. Ása stofnaði hann til minningar um eiginmann sinn, ættingja og aðra venslamenn. Ása fæddist árið 1892. Hún giftist enskum lögmanni, Henry Newcomb Wright. Þau fluttu til Trinidad í Vestur-Indíum og ráku þar plantekru. Þegar Ása seldi búgarðinn lét hún hluta af and- virði hans renna til stofnunar þessa sjóðs. Alcoa Fjarðaál og HB Grandi mynda nú stuðningssjóð Ásu- sjóðs og eru bakhjarlar hans. Fertugasta úthlutun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.