Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 8
ENGIR fjármunir hafa verið færðir með óeðlilegum eða ólögmætum hætti úr sjóðum Kaupþings, hvorki til eigenda hans né annarra. Enginn hagnaður hefur orðið til vegna sér- stakra samninga við valinn hóp við- skiptavina bankans eða eigenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fyrr- verandi stjórnenda bankans, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar og Sig- urðar Einarssonar. Tilhæfulausar sögusagnir „Vegna fréttaflutnings að und- anförnu um óeðlilegar millifærslur úr Kaupþingi banka til einstaklinga og félaga í eigendahópi Kaupþings óskast eftirgreindu komið á fram- færi: Engir fjármunir hafa verið færðir með óeðlilegum eða ólögmætum hætti úr sjóðum bankans, hvorki til eigenda hans né annarra. Enginn hagnaður hefur orðið til vegna sér- stakra samninga við valinn hóp við- skiptavina bankans eða eigenda. Fyrrverandi stjórnendur eru þess fullvissir að starfsemi bankans hafi alla tíð verið innan þess ramma sem lög og reglur um rekstur hans hafa kveðið á um. Þeim rannsóknum sem nú standa yfir á starfsemi bankans er því fagnað og vonandi er að til þeirra verði vandað í hvívetna til þess að hið sanna um starfsemi bankans leysi til- hæfulausar sögusagnir sem allra fyrst af hólmi,“ segir í yfirlýsingunni en undir hana rita þeir Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi formaður stjórn- ar Kaupþings banka, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka. Engar ólög- mætar færslur fjármuna Fyrrum stjórnendur Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már Sigurðsson. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÍSLENSKUKENNSLA fyrir útlendinga hefur tekið miklum framförum eftir að menntamála- ráðuneytið fór að hafa meiri afskipti af náminu. Enn er þó töluvert í að námsúrval sé jafngott og í nágrannalöndum okkar. Grunnnámið á þó engu að síður að geta veitt fólki tilhlýðilega færni til að standast íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt, en lagaákvæði þess efnis tekur gildi 1. janúar nk. Það þýðir þó ekki að öllum dugi 240 stunda grunnnámið sem nám- skrá menntamálaráðuneytisins í íslensku fyrir útlendinga gerir ráð fyrir, né heldur er þar með sagt að námið sé alls staðar aðgengilegt. „Íslenskukennsla hefur lagast mikið eftir að menntamálaráðuneytið fór að taka meiri þátt í námsferlinu og tók að styrkja námskeiðin kröft- uglega,“ segir Ingibjörg Hafstað, kennslustjóri hjá Alþjóðahúsinu. Fyrirtæki hafi tekið vel við sér varðandi starfstengt íslenskunám og eins hafi íslenskunámskeiðum hjá símenntunarmið- stöðvum fjölgað. Þannig hlutu á milli 60 og 65 fræðsluaðilar og fyrirtæki styrk fyrir íslensku- kennslu útlendinga árið 2007. Grunnnámið víða í boði Tvö fyrstu grunnstig íslenskunámsins, sem svarar til um 100 kennslustunda, virðist líka víð- ast hvar auðvelt að nálgast, en eftir það fækkar möguleikunum. Ákveðinn fjölda nemenda þarf á hvert námskeið til að standa undir kennslunni þar sem greitt er með hverjum einstaklingi. Hjá Þekkingarneti Austurlands fengust þær upplýsingar að fyrstu tvö námskeið í íslensku fyrir útlendinga væru kennd í velflestum bæjar- félögum, jafnvel þótt ekki næðist alltaf tilskilinn fjöldi nemenda. Þriðja námskeiðið væri hins veg- ar ekki alltaf kennt og það fjórða stæði sjaldnast til boða utan Egilsstaða, en miðað er við að a.m.k. átta nemendur sitji hvert námskeið. Menn geta því þurft að ferðast langar leiðir til að sækja íslenskukennsluna, sem er e.t.v. ekki allt- af fýsilegur kostur að loknum löngum vinnudegi. Svo ekki sé talað um dyntótt veðurfar sem getur jafnvel útilokað skólaferðina með öllu. Áður var ein af kröfunum að baki búsetuleyfis hér á landi sú að hafa setið 150 tíma í íslensku- kennslu. Hæfniskröfur voru engar og gátu nem- endur því sótt sama námskeið aftur og aftur stæði ekki annað til boða. Nú gerir námskrá menntamálaráðuneytis hins vegar ráð fyrir 240 tíma grunnnámi og er námsmatið byggt á viðmiðunarramma Evrópuráðsins. Þetta sama grunnnám liggur að baki íslenskuprófinu fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt, að und- anskildu markmiði um undirstöðuþekkingu á helstu siðum og venjum í íslensku samfélagi. „Námskeiðin eiga að veita fólki lágmarksfærni til að geta tekið þátt í þjóðfélaginu,“ segir Sig- rún Jóhannsdóttir, kennslufræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. En Fræðslu- miðstöðin sá um gerð námskrárinnar og hefur þegar gert samninga við menntamálaráðuneytið um gerð framhaldsnámskrár sem fullbúin á að vera nú í vor. En með aðstoð grunn- og fram- haldsnámskrárinnar á að vera hægt að öðlast meira en lágmarksfærni í íslensku. „Það er að byggjast upp kerfi sem ég held að hljóti að eiga að geta svarað þörfum þeirra sem hingað flytja.“ Áhugi kennara á náminu virðist líka vera mik- ill því þegar hafa 40 manns sótt námskeið í full- orðinsfræðslu og til stendur að halda námskeið á bæði Akureyri og Austfjörðum nú í janúar. Gerð námskrár þýðir hins vegar ekki endilega að kennslan standi alls staðar til boða líkt og Ingibjörg bendir á. Né heldur að það sama henti öllum og eins og staðan er nú þarf ákveðin fjölda nemenda til að námskeiðið standi yfirhöfuð til boða. Þá þykir líka óljóst nákvæmlega hvaða færniskröfur verði gerðar til þeirra próftaka sem öðlast vilja ríkisborgararétt. „Fólk hefur mjög mismunandi forsendur til að læra íslensku,“ segir Ingibjörg og bendir á að fólk frá fjarlægum málsvæðum, t.d. í Asíu, eigi mun erfiðara með að ná valdi á íslenskunni en Norðurlandabúar. Eigi að gæta jafnræðis við ís- lenskuprófið hljóti færnikrafan að vera verulega lág – að öðrum kosti sé verið mismuna mannrétt- indum fólks. „Annars er þetta allt alveg ofboðs- lega óljóst og raunar alveg í höndum prófagerð- armanna hvernig prófið er. Lögin segja nefnilega ekkert um innihald prófsins bara um íslenskukennsluna.“ Öðlist lágmarksfærni  Íslenskunámið tekið framförum  Mikill áhugi meðal kennara Morgunblaðið/Eyþór Íslenskunám fyrir útlendinga Ekki eru námsmöguleikar jafn fjölbreytilegir alls staðar á landinu og geta sumir því þurft að ferðast langa leið ætli þeir sér að stunda íslenskunámið. Fyrirtæki hafa mörg hver verið dugleg við að bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á starfs- tengt íslenskunám undanfarin ár. Má nefna sem dæmi að sótt var um styrki til menntamálaráðuneytisins til íslenskunáms fyrir 5.100 útlendinga á fyrri hluta þessa árs. Við þær aðstæður sem nú ríkja í efnahags- lífinu, segir Ingibjörg Hafstað kennslustjóri hjá Alþjóðahúsinu, námsframboðið hins vegar hafa verið að dragast saman. Slíkt megi vissulega að hluta til rekja til þess að erlend- um starfsmönnum fari fækkandi, en líka til aukins aðhalds hjá fyrirtækjum. „Við vitum ekki enn hvernig næsta önn verður. Þó að námskeiðin séu niðurgreidd af menntamála- ráðuneyti eru þau engu að síður kostn- aðarsöm því fyrirtækin gefa dýran vinnu- tíma.“ Dregur úr starfstengdu íslenskunámi Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ATVINNULEYSISBÆTUR hækka um 13.500 krónur og dráttarvextir lækka úr 11% í 7% frá og með 1. jan- úar nk. en þá taka nokkur ný lög gildi. Alþingi hefur samþykkt 49 frumvörp það sem af er þessum þingvetri. 21 stjórnarfrumvarp bíð- ur þó enn afgreiðslu og 56 þing- mannafrumvörp. Sjónvarpsleysingjar þurfa nú að búa sig undir aukin útgjöld þar sem útvarpsgjald að fjárhæð 17.200 krónur á ári mun leysa afnotagjöld- in af hólmi. Fólk sem er eitt í heimili fagnar þó eflaust enda sú fjárhæð ívið lægri en afnotagjöldin. Kostn- aður pars sem hefur notað sjónvarp stendur nokkurn veginn í stað. Bandormsfrumvarp ríkisstjórn- arinnar tekur gildi 1. janúar en orð- ið bandormur vísar til þess að frum- varpið felur í sér breytingar á mörgum ólíkum lögum. Hámarks- greiðslur vegna fæðingarorlofs lækka í 400 þúsund krónur, sjúk- lingar munu þurfa að greiða komu- gjöld á sjúkrahúsum, skattar hækka, héraðsdýralæknum í Þing- eyjarumdæmi fækkar úr tveimur í einn og greiðslur vegna búvöru- samninga munu ekki fylgja neyslu- vísitölu. Eitt tollumdæmi Alþingi samþykkti jafnframt breytingu á tollalögum þannig að landið verði eitt tollumdæmi og bú- ast má við að félagsmálaráðuneytið auglýsi embætti forstjóra nýrrar þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og dauf- blinda. Undir þá stofnun færist starfsemi Þjónustu- og endurhæf- ingarstöðvar sjónskertra sem og starfsemi Blindrabókasafnsins að hluta til. Þá mun Fjármálaeftirlitið hafa meira fé til ráðstöfunar í ár en í fyrra og álagningarhlutfall vá- tryggingafélaga, verðbéfafyr- irtækja, verðbréfamiðlana, lífeyr- issjóða og Íbúðalánasjóðs hækkar til að standa straum af þeim kostnaði. Ýmislegt breytist um áramót Morgunblaðið/Ómar Hugsi Að mörgu er að huga þegar setið er á þingi. 49 frumvörp hafa verið samþykkt á þinginu sem hófst 1. október og tekur hluti þeirra gildi 1. janúar Á NÝÁRSDAGSMORGUN má víða sjá tóma tertukassa, útbrunna flug- elda og fleira rusl eftir skotgleðina kvöldið áður. Umhverfis- og sam- göngusvið Reykjavíkurborgar mælist til þess að borgarbúar fari sjálfir með umbúðir sínar og aðrar skotleifar í endurvinnslustöðvar Sorpu sem verða opnaðar 2. janúar. Flugeldar eiga ekki að fara í sorp- tunnur heimila. Risatertur og skotkökur í endurvinnslu Ákveðið hefur verið að veita leyfi til rannsókna á olíu og gasi sem kynni að finnast í land- grunni Íslands og lög um skatt- lagningu slíkrar vinnslu taka gildi 1. janúar. Lagður verður sérstakur skattur á alla sem fá leyfi til leitar, rannsókna og/ eða vinnslu olíu og gass, sem einu nafni nefnast kolvetni. Skatturinn er lagður á þegar skattskyldur hagnaður viðkom- andi fyrirtækis nær 20%. Þeir sem eru undir því viðmiði greiða aðeins vinnslugjald sem tekur mið af því magni kolvetn- is sem unnið er. Fjármálaráð- herra mun skipa þriggja manna nefnd til fimm ára sem ákvarð- ar viðmiðunarverð á þessum auðlindum í upphafi hvers mán- aðar. Kolvetnisskattur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.