Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Mikið var um að vera í Borgarnesi á þriðja degi jóla, en þá var fluttur gleðleikur um fæðingu Jesú Krists eftir Kjartan Ragnarsson og Unni Halldórsdóttur. Byrjað var á bæna- stund í Borgarneskirkju og gengið þaðan með blys að Tónlistarskólanum þar sem þrír tenórar sungu á svölum skólans. Þaðan var gengið að Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem Gleðileikurinn var fluttur í nýja menningarsalnum. Hann hófst á kór- söng, en hér í sveit höfum við kamm- erkór, Freyjukór og barnakór, sem allir skiluðu sínu hlutverki vel. Um 500 manns mættu í áhorfendasalinn, en alls léku 13 leikarar í sýningunni sem var öll í bundnu máli, en senni- lega hafa á annað hundrað manns komið að verkinu með einum eða öðr- um hætti og gáfu allir vinnuna sína. Þess má geta að vitringana þrjá léku tveir rektorar og einn skólameistari, þeir Ágúst Einarsson, Bifröst, Ágúst Sigurðsson á Hvanneyri og Ársæll Guðmundsson, Menntaskóla Borg- firðinga. Og ekki má gleyma frétta- manninum fallega, honum Gísla Ein- arssyni sem lék Heródes af snilld.    Sveitarstjóri Borgarbyggðar hvetur íbúa til „að grípa tækifærið“ í pistli sem hann ritar í Fréttabréfi sveitar- félagsins og var dreift á heimilin fyrir jól. Þar segir hann fjárveitingar til fé- lagsþjónustu munu aukast og að reynt verði að standa vörð um fræðslumálin. En inntakið er eftir sem áður að við íbúar treystum á samstöðuna og leitum nýrra tæki- færa. Þetta hefur fengið bygging- arverktaka til þess að vona að nú verði loksins farið að byggja við dval- arheimilið og í því liggi bæði tækifæri og störf fyrir atvinnuleitendur.    Ef ekki, þá geta íbúar Borgarbyggðar sótt sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu eða jafnvel alla leið austur á Selfoss, því strætó mun aka frá og með ára- mótum úr Borgarnesi. Þetta fyr- irkomulag mun auðvelda almennings- samgöngur, en reiknað er með 8 ferðum á virkum dögum. Stakur miði mun kosta 1120 kr., en hægt verður að kaupa ýmiss konar afsláttarkort og ná verði allt niður í 300 kr. fyrir ferðina. Fyrir þá sem munu nýta sér strætó að jafnaði er ljóst að þetta get- ur orðið þó nokkur kjarabót og verð- ur spennandi að sjá hvernig nýtingin verður á leiðinni Hyrnan – Hlemmur.    Veðurblíðan var með eindæmum góð um jólin og lítið varð úr jóladagshret- inu. Mátti sjá Borgnesinga í útivist víðsvegar um bæinn ýmist gangandi, skokkandi eða hjólandi. Flestum hef- ur víst ekki veitt af súrefni og hreyf- ingu eftir steikurnar og jólaísinn, eru rauð jól ljómandi góð fyrir þá sem vilja skella sér út án þess að þurfa að dúða sig fyrir frosti og kuldabola. Að venju kepptust húseigendur við að skreyta hús sín fyrir jólin með alls kyns ljósum og prjáli. Kveldúlfsgatan hefur löngum verið rómuð fyrir mikl- ar og fallegar skreytingar og svo er einnig í ár. Fréttaritari er ekki mikill jólasnúður og skeytir í lágmarki. Hann uppgötvaði ennfremur nú fyrir jólin hversu vel það getur komið sér að „gleyma“ að taka niður allt skraut- ið frá ári til árs, það er þá á vísum stað. Bestu nýárskveðjur úr Borg- arbyggð. BORGARNES Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hátíð Það hefur verið nóg að gera hjá Kjartani Ragnarssyni um jólin. Jólakortavísur eru gamalgróinhefð meðal hagyrðinga. Og vert að gera nokkrum skil hér í þættinum. Hreiðar Karlsson orti: Þó að tapi þjóðin fé, þó að margur blankur sé, bera jólin birtu og yl börnunum, sem hlakka til. Þá Jón Gissurarson: Þó að krenki þjóðarhag þá er best að taka slag, einnig gott að gera brag um gæfuríkan jóladag. Loks Hallmundur Kristinsson: Með hugann í tygjum við hækkandi sól og heiminn vonandi betri, sendi ég óskir um sælurík jól og sumar að liðnum vetri. Hreiðar Karlsson skrifar þætt- inum: „Agnes hefur lengi verið fremur ódæll blaðamaður og farið eigin leiðir. Nú jafnvel efast hún um fullkomnun manna, sem þó hafa til margra ára gengið með geislabaug upp á hvern dag. Enda er hún farin að leita til æðri mátt- arvalda. Agnes er fremur örðugt vitni, ósvífin færir hún margt í letur. Kallar nú bæði á Guð og Glitni, gaman að sjá, hvor dugar betur. Dálítið þversum virðist vera, vill ekki trúa frægðarsögum manna sem geislabauginn bera bæði á virkum og helgum dögum.“ Og hann klykkir út með: „Húrra fyrir Agnesi!“ VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af vísum í jólakortum Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞEGAR íbúar í Eirhömrum, íbúðum aldraðra í Mos- fellsbæ, sýndu handavinnu sína á aðventunni dáðust margir að prjónaskap hagleikskonunnar Sigurlínar Pétursdóttur, sem býr þar ásamt eiginmanni sínum, Eyvindi S. Péturssyni. Hún sýndi prjónaðar dúkkur sem hún hafði nýlokið við; sviðsetningu á fæðingu Jesú í fjárhúsinu. Dúkkurnar eru átta, María og Jósef með Jes- úbarnið, vitringarnir og fjárhirðar, auk vingjarn- legra kinda. Stærstu dúkkurnar eru um 30 cm háar. „Mig hefur lengi langað til að prjóna þetta og lét nú loks verða af því,“ segir Sigurlína sem sá fyrst mynd af dúkkunum í bresku prjónablaði. Hún hefur prjónað mikið af fígúrum og dúkkum, segir voðalega gaman að prjóna fólk. „Ég held að þetta sé ættgengt. Mamma var alltaf að gera dúkkur og dýr segir hún,“ og sýnir ljósmynd- aranum Öskubusku sem hún hefur prjónað og bendir á stóran trúð uppi á hillu. Hún segist hafa fundið garnið í fjárhúsdúkk- urnar hér og þar í verslunum, eitthvað átti hún í af- göngum og annað gáfu vinir henni. „Mér líður ekki vel ef ég er ekki að gera eitthvað í höndunum,“ segir Sigurlína, en þau hjónin fluttu frá Akureyri árið 1999 og hafa búið í Eirhömrum í tæpt ár. „Ég er ekki byrjuð á neinu nýju ennþá, en það kemur að því. Fyrir jólin heklaði ég fimm trefla – þeir eru svo vinsælir. Ég hef svo mikið að gera eftir að ég hætti að vinna að maður sér ekki út úr því,“ segir hún og hlær. Morgunblaðið/Einar Falur Fæðing Jesú „Mig hefur lengi langað að prjóna þetta,“ segir Sigurlína um dúkkurnar. Henni líður ekki vel nema hún sé að gera eitthvað í höndunum. Hannyrðakonan Sigurlína Pétursdóttir prjónaði senu frá fæðingu Jesú, með Jósef, Maríu, vitringum og fjárhirðum „Ég held að þetta sé ættgengt“ Prjónakonan Sigurlína er ekki byrjuð á nýjum dúkkum ennþá. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.