Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍSRAELAR hertu enn loftárásir sínar á Gaza-spilduna í gær og ein- beittu sér að mikilvægum stjórn- stöðvum Hamas-manna sem ráða á svæðinu. Ráðist var á hús við hliðina á húsakynnum Ismail Haniyeh, for- sætisráðherra stjórnarinnar á Gaza, einnig var fimm hæða bygging há- skóla sem tengist mjög Hamas jöfn- uð við jörðu. Árásirnar hafa ekki dugað til að stöðva flugskeytaárásir Hamas-manna en mjög hefur samt dregið úr þeim, að sögn AP- fréttastofunnar. Auk þess að beita flugvélum var skotið af herskipum á Gaza. Talið er að alls 315 manns, nær eingöngu Palestínumenn, hafi þegar fallið í átökunum, meðal þeirra eru átta börn undir 17 ára aldri. Flestir hinna föllnu eru þó liðsmenn lög- reglusveita Hamas, að sögn tals- manns samtakanna, eða um 180 manns. Fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna telja að 51 óbreyttur borgari hafi týnt lífi. Leiðtogar Hamas eru sagðir vera í felum en þeir hafa hvatt til sjálfs- vígsárása gegn Ísraelum og einnig sagt að myrða ætti leiðtoga Ísraels. Fréttaskýrendur í Ísrael hrósa stjórn Ehuds Olmerts forsætisráð- herra fyrir að svara loks árásum Ha- mas og segja að nú hafi frumkvæð- inu verið ræmt af Hamas. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, varði í gær árásirnar á Gaza og sagði Ísraela ekki hafa átt annarra kosta völ eftir að Hamas-samtökin lýstu því yfir að sex mánaða vopnahlé Pal- estínumanna og Ísraela væri runnið úr gildi. Flugskeytum fór þá að rigna yfir syðstu byggðir Ísraels. Ísraelar myndu ekki sætta sig við að búa við stöðugar árásir Hamas. „Rétt til að lifa í friði“ „Ísraelsk yfirvöld hafa það að markmiði að bjóða þegnum landsins mannsæmandi líf, rétt til að lifa í friði og ró eins og allir aðrir borg- arar heimsins,“ sagði Livni í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. Mannfall hefur ekki orðið í flugskeytaárásum Palestínumanna fyrr en í gærmorgun er einn maður dó í borginni Ashkelon. Var um að ræða byggingaverkamann úr röðum arabíska minnihlutans í Ísrael. Herða árásir á stjórnstöðvar  Sameinuðu þjóðirnar telja að 51 óbreyttur borgari hafi þegar fallið á Gaza  Livni segir að Ísraelar hafi ekki átt annars úrkosta en að gera árás eftir að Hamas neitaði að framlengja vopnahlé Reuters Reiði Líbanskir vinstrisinnar hrópa slagorð og veifa brúðumyndum af arab- ískum leiðtogum sem eru sakaðir um að gera ekkert til að stöðva árásirnar. Í HNOTSKURN »Mikill skortur er á lyfj-um og öðrum sjúkra- gögnum á Gaza. Um 150 sjúklingar eru sagðir í lífs- hættu í Gaza-borg einni en ástandið var þegar slæmt áður en árásir Ísraela hófust á laugardag. »Fluttar voru tilkynningarí útvarpsstöðvum Hamas og liðsmönnum öryggissveita sagt að fara í borgaraleg klæði, halda sig fjarri stöðv- um sínum og forðast að safn- ast saman í hópa. Þeir væru auðveldari skotmörk í hóp. SVIPBRIGÐIN sem lýsa ann- aðhvort tilfinningum okkar eða hafa það hlutverk að leyna þeim eru forrituð í heilann á okkur en ekki lærð viðbrögð, segir í grein á vefsíðu BBC um nýja rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum. Þeir David Matsumoto og sam- verkamenn hans við ríkisháskól- ann í San Franscisco báru saman um 4.800 ljósmyndir af andlitum. Voru meðal annars notaðar myndir af verðlaunafhendingu hjá júdóköppum sem kepptu á sumarólympíuleikunum árið 2004 og Ólympíuleikum fatlaðra en þar voru blindir meðal þátttak- enda. Í ljós kom að keppendur, jafnt blindir sem sjáandi, sýndu sams konar svipbrigði á verðlaunapall- inum, einlæg bros þegar þeir höfðu unnið en dálítið þvinguð bros þegar þeir höfðu ekki sigr- að. „Þeir sem höfðu tapað settu neðri vörina upp eins og til að hafa stjórn á kenndum sem birt- ust í andlitinu og margir brostu kurteislega – fólk sem hefur ver- ið blint frá fæðingu gæti ekki hafa notað sjónina og lært af öðr- um að stýra þannig kenndum sín- um, þess vegna hlýtur annars konar kerfi að ráða þessu,“ segir Matsumotu. Telur hann að um geti verið að ræða stýrikerfi sem hafi orðið til við þróun tegund- arinnar manns. Ef til vill hafi forfeður manna smám saman lært að fela nei- kvæðar kenndir, sem annars voru látnar í ljós með því að öskra, bíta eða æpa móðganir að and- stæðingunum. Þeir hafi þróað með sér kerfi til að loka munn- inum við slík tækifæri og hafa þannig stundum hemil á sér. kjon@mbl.is Reuters Kátur og kátastur Bronshafi t.v. en t. h. er sá sem hlaut gullið. Að brosa eða öskra SVIL, þ.e. sæðiskirtlar hænga, voru áður nýtt til manneldis í Evrópu ekki síður en hrognin enda einnig mjög næringarrík. Námumenn í Bretlandi neyttu fram á 20. öld mat- ar sem unninn var úr síldarsviljum, töldu svilin tryggja góða heilsu. Þorsksvil eru notuð við fram- leiðslu snyrtivara en síldarsviljum er fleygt. Að sögn Aftenposten er nú talið að hægt sé að nota síld- arsvil sem fæðubótarefni í korn sem neytt er í þróunarríkjum. Nofima- rannsóknastofnunin í Tromsø segir að Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannúðarsamtök séu líkleg til að vilja kaupa vöruna. Síldarsölu- samtök Noregs fjármagna nú til- raunaverkefni á þessu sviði í Gana. kjon@mbl.is Síldarsvil efla heilsuna MAÐUR í Dhaka í Bangladess ber ömmu sína, Jamilu Khatun, á kjörstað í gær. Fyrstu þing- kosningar sem haldnar hafa verið í landinu í sjö ár fóru fram í gær og var öryggisgæsla geysi- mikil. Um 150 milljónir manna byggja Bangla- dess, langflestir eru múslímar og landið er eitt af þeim fátækustu í heimi. Neyðarlög hafa verið í gildi eftir að herinn tók völdin 2007 en þá end- uðu kosningar með ofbeldi og stjórnleysi. Tvær fylkingar berjast um völdin, báðar undir forystu tveggja kvenna úr miklum valdafjölskyldum, Begum Khaledu Zia og Shiekh Hasina. Reuters Amma verður að fá að kjósa ÁKVEÐIÐ var í gær að víkja Gíneu úr Afríkusambandinu en stjórnar- herinn rændi þar völdunum er for- setinn, Lansana Conte, lést í síð- ustu viku. Í yfirlýsingu frá Afríkusamband- inu sagði að brottreksturinn stæði þar til teknir hefðu verið upp lýð- ræðislegir stjórnarhættir en aftur á móti yrði ríkið ekki beitt sérstökum refsiaðgerðum. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja tók hins vegar ekki jafnharða afstöðu til valdaráns- ins. Forseti þess, Mohammed Ibn Chambas, sagði að hann hefði átt viðræður við herforingjana í Co- nakry, höfuðborg Gíneu, og kynnst af eigin raun þeim almenna stuðn- ingi sem væri við valdatöku hersins. Ætti það við um alla stjórnmála- flokka, verkalýðsfélög og almenna borgara. Væri ástæðan sú að lands- menn væru fegnir því að vera loks- ins lausir við Conte, sem rændi völdunum á sínum tíma, og hefði síðan stjórnað landinu eins og ein- ræðisherra í 24 ár. svs@mbl.is Gíneu vísað burt úr Afríkusambandinu Landsmenn virðast þó almennt styðja valdatöku hersins Í HNOTSKURN » Gínea er í V-Afríku og varáður frönsk nýlenda. Landið er 246.000 ferkm og íbúatala rúmlega 10 millj. » Landið er mjög auðugt afverðmætum jarðefnum. Þar er að finna um 25 millj- arða tonna af báxíti, hráefni í ál, og einnig gull og járn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.