Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 ✝ Halldóra KristínIngólfsdóttir Eld- járn fæddist á Ísafirði 24. nóvember 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni 21. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigríður Jón- asdóttir, matráðskona og húsmóðir, f. á Fossá á Barðaströnd 9. maí 1890, d. 9. nóv- ember 1980, og Ing- ólfur Árnason, versl- unarmaður og framkvæmdastjóri Norðurtangans á Ísafirði, f. í Bol- ungarvík 6. nóvember 1892, d. 15. nóvember 1980. Systkini Halldóru: Inga Sigríður Ingólfsdóttir, f. 24. október 1925, d. 15. ágúst 2005, Helga Ingólfsdóttir, f. 19. apríl 1928, og Árni Ingólfsson, f. 31. júlí 1929. Halldóra giftist 6. febrúar 1947 Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði og síðar forseta Íslands, f. á Tjörn í Svarfaðardal 6. desember 1916, d. 14. september 1982. Foreldrar Kristjáns voru hjónin Sigrún Sig- urhjartardóttir, f. 2. ágúst 1888, d. 5. febrúar 1959, og Þórarinn Kr. Eldjárn, f. 26. maí 1886, d. 4. ágúst 1968. Börn Halldóru og Kristjáns eru: 1) Ólöf, f. 3. júlí 1947, m. Stefán Örn Stefánsson, f. 14. janúar 1947. Synir þeirra: a) Kristján Andri, f. 23. júní 1967, sambýlismaður Davíð Samúelsson, f. 7. febrúar 1966. b) Stefán Hallur, f. 4. október 1977, ur Una, f. 29. júlí 2002, 5) Ellisif Helga, f. 30. apríl 2007, 6) Hjörleif- ur, f. 10. ágúst 2008. b) Hildur, f. 10. mars 1972, d. 26. nóvember 1991. 4) Ingólfur Árni, f. 13. ágúst 1960, m. Guðrún Björg Erlings- dóttir, f. 20. desember 1960. Börn þeirra: a) Halldóra Kristín, f. 5. jan- úar 1989. b) Árni, f. 5. maí 1990. c) Oddur, f. 2. janúar 1992. Dóttir Guðrúnar Bjargar: Margrét Guðnadóttir, f. 6. júlí 1976, m. Hall- grímur Arnarson, f. 28. apríl 1976, börn þeirra: 1) Þórður, f. 15. júní 1999, 2) Grímur Smári, f. 10. ágúst 2002, 3) Þóranna Guðrún, f. 23. nóvember 2007. Halldóra lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði vorið 1939 og settist í ann- an bekk Verslunarskóla Íslands þá um haustið. Hún var afburðanáms- maður og lauk verslunarprófi með frábærum vitnisburði vorið 1942. Að loknu námi starfaði hún við skrifstofustörf hjá Heildverslun Magnúsar Kjaran í Reykjavík um nokkurra ára skeið uns hún giftist. Heimili þeirra Halldóru og Krist- jáns var lengst af í Þjóðminjasafns- húsinu en 1968 fluttist fjölskyldan til Bessastaða. Frá miðju ári 1980 var heimili þeirra hjóna á Sól- eyjargötu 1 í Reykjavík. Halldóra fluttist þaðan 1985 á Tómasarhaga 13 þar sem hún bjó til haustsins 2005 en á hjúkrunarheimilinu Sól- túni síðustu árin. Eftir að Halldóra varð ekkja sótti hún tölvunámskeið og starfaði síðan um tíu ára skeið við textainn- slátt hjá Orðabók Háskóla Íslands. Halldóra verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. sonur hans og Elmu Jóhönnu Backman, f. 17. mars 1978: Ágúst Breki Eldjárn, f. 25. maí 2004. 2) Þórarinn, f. 22. ágúst 1949, m. Unnur Ólafsdóttir, f. 1. maí 1952. Synir þeirra: a) Kristján Eldjárn, f. 16. júní 1972, d. 22. apríl 2002, m. Eyrún María Rúnarsdóttir, f. 29. maí 1972, dóttir þeirra Unnur Sara, f. 13. desember 1992. b) Ólafur, f. 1. júlí 1975, d. 13. nóv- ember 1998. c) Úlfur, f. 3. sept- ember 1976, sambýliskona Sara María Skúladóttir, f. 8. júní 1973, dóttir þeirra: Dýrleif, f. 6. sept- ember 2005. Sonur Söru Maríu og fóstursonur Úlfs: Bjartur Örn Bach- mann, f. 26. desember 1997. d) Ari, f. 5. september 1981, sambýliskona Linda Guðrún Karlsdóttir, f. 19. mars 1981. e) Halldór, f. 15. maí 1991. 3) Sigrún, f. 3. maí 1954, m. Hjörleifur Stefánsson, f. 12. desem- ber 1947. Börn þeirra: a) Eyrún Edda, f. 31. október 1975. b) Grím- ur, f. 9. maí 1982, sambýliskona Guðrún Björnsdóttir, f. 13. desem- ber 1983. c) Kristján Eldjárn, f. 18. ágúst 1989. Börn Hjörleifs af fyrra hjónabandi: a) Stefán, f. 1. nóv- ember 1968, m. Kjersti Lea, f. 23. mars 1967. Börn þeirra: 1) Ívar, f. 4. maí 1992, 2) Einar, f. 3. apríl 1995, 3) Hálfdán, f. 3. mars 1999, 4) Hild- Okkur Halldóru tengdamóður minni þótti held ég vænt hvoru um annað frá fyrstu tíð og svo æ síðan í rúma fjóra áratugi og er nú bara svo- lítið afrek í væntumþykju út af fyrir sig. Það var ekki verið að hafa hátt um það eða mörg orð, það var bara þann- ig og vináttan var til staðar ef á þurfti að halda. Þetta átti ekki bara við um mig einan og ekkert frekar mig en aðra sem bættust við fjölskylduna eða tengdust henni nýjum böndum. Öll nutum við góðs af og fundum fyrir þessum góða hug og þótti vænt um hana og bárum jafnframt virðingu fyrir þeirri hógværð og hreinskilni, heiðarleika og réttsýni sem stýrði framkomu hennar og viðmóti. Halldóra mótaði umgjörðina þegar fjölskyldan kom saman og var jafn- framt vinur hvers og eins þegar þörf var á bæði í gleði og sorgum. Fráfall Kristjáns var henni reiðarslag en með viljafestunni tókst henni að skapa líf- inu nýjan farveg og hún varð áfram sú sem hélt böndunum saman, mater fa- milias, til hennar var safnast saman formlega og óformlega, það var bara þannig. Hæfileikar hennar og áhuga- mál voru ekki bundin við fjölskylduna og hennar hag, þau voru um margt víðfeðmari og fjölbreytilegri, hvort sem um var að ræða tónlistina, ferða- lögin, tungumálin eða annað sem víkkaði lífssýnina og auðgaði hvers- dagsleikann. Hæfileikar til náms og mennta voru líka ótvíræðir, fremst meðal jafningja á námsárunum, þótt vettvangur ævistarfsins hafi orðið annar. Síðustu árin voru erfið, erfitt að missa tökin á eigin tilveru, þó að hlý- leg umönnun hafi linað þrautina var erfitt að finna kraftana þverra og óvissuna aukast. En vináttan var söm og fyrr og ekkert fær henni grandað. Stefán Örn Stefánsson. Að eignast góða tengdamóður er mikil gæfa fyrir unga stúlku. Mín kynni af Halldóru hófust vorið 1971 þegar við Þórarinn urðum óaðskiljan- leg. Halldóra var mjög skemmtilega samansett úr mjög ólíkum foreldrum, faðirinn Ingólfur, fremur alvarlegur maður sem mátti ekki vamm sitt vita, vandvirkur og samviskusamur á allan hátt. Móðirin Ólöf, flink matráðskona, létt og skemmtileg og sífellt með gamanmál á vörum. Halldóra erfði alla bestu kosti foreldra sinna. Þótt hún hafi virkað hlédræg út á við hafði hún mjög næmt skopskyn og kunni lagið á að ýta undir glens á heimili þeirra hjóna, ekkert síður en Krist- ján. Halldóra var frábær námsmaður og eftir Verslunarskólann var henni strax boðin vinna af einum kennara skólans. Vann hún við skrifstofustörf þar til hún giftist Kristjáni og fór að eignast börn. En að stofna heimili var heldur ekki gert með hangandi hendi, allt var undirbúið vel og vandlega. Fór hún í vikutíma til móður sinnar vestur á Ísafjörð til að læra réttu handtökin við matargerð. Frá þessari ferð er til lítil uppskriftablokk, sem mikið hefur verið notuð og inniheldur margar uppskriftir sem ganga út á að nýta allt hráefni sem best og ekki síst matarafganga. Halldóra var bæði listræn í sér og flink í höndunum. Kom þetta m.a. fram í öllu því sem hún saumaði og prjónaði. Sem fyrsta tengdadóttirin og lengi framan af sú eina fór ég ekki varhluta af gæsku og eljusemi Hall- dóru. Þannig voru þrjár eins peysur prjónaðar á dæturnar tvær og mig, þrír eins kjólar saumaðir en allt í mis- munandi litum til aðgreiningar, fyrir utan ótal aðrar flíkur. Fern jólaföt á syni okkar hjálpaði hún mér að sauma ein jólin og þegar barnabörnunum fjölgaði mikið á stuttum tíma kepptist hún við að prjóna peysur með mynd- um, þar sem hún valdi litina eftir útliti barnanna. Skærblátt í peysurnar á syni mína eins og henni þótti mest í samræmi við augnlit þeirra. Á Bessa- stöðum tók hún sjálf þátt í að und- irbúa veislur og aðrar samkomur sem fylgdu starfinu, ásamt því oft og ein- att að sauma á sig kjóla sem skyldan kallaði að hún klæddist. Þegar Kristján og Halldóra fluttust frá Bessastöðum settust þau að á Sól- eyjargötu 1, þá í fyrsta skipti í eigin húsnæði. Því miður urðu samvistir þeirra þar ekki langar því Kristján lést tveimur árum síðar. Það þarf ekki að taka fram hversu mikinn harm setti að Halldóru við þann missi, en þá var hún aðeins 59 ára gömul. En vest- firska seiglan lét ekki að sér hæða og brátt var hún sest á skólabekk og lærði á tölvur. Síðan var sest yfir at- vinnuauglýsingar og fékk hún svo vinnu hjá Orðabók Háskólans. Eitt af mörgu sem Halldóra kenndi mér var að njóta ljóðasöngs. Áttum við marg- ar ánægjustundir á tónleikum og við plötuspilarann og hlustuðum á Schu- bert eða Schumann. Þannig nutum við líka oft samverunnar á Sóltúni þar sem hún dvaldist síðustu þrjú árin. Aðdáunarvert var hvernig hún hélt reisn sinni og aldrei brást henni hin almenna skynsemi og elskusemi, þótt minnið væri farið að dvína. Ég kveð elsku tengdamóður mína með miklum söknuði og trega. Unnur Ólafsdóttir. Heilsteypt og traust eru þau lýs- ingarorð sem mér koma fyrst í hug þegar ég minnist Halldóru Eldjárn tengdamóður minnar. Vandaðri verða fáir menn. Nú, þegar samfélag okkar leikur á reiðiskjálfi og er að falli komið vegna aðgerða hömlulausra manna með græðgina að leiðarljósi og augljóst er að leiðtoga okkar hefur brostið siðvit til að stjórna því sem þeim var ætlað, verða mannkostir Halldóru baðaðir enn skarpara ljósi en ella. Halldóra var frábær námsmaður og hafði ótví- ræða hæfileika og greind til að verða í fararbroddi hvar sem hún hefði valið sér starfssvið. En eins og svo margar konur af hennar kynslóð kaus hún sér heimilisstörfin sem starfsvettvang og jafnframt að styðja við bak eigin- manns síns og gera starf hans og frama að viðfangsefni lífs síns. Ná- kvæmni, hófsemd, vandvirkni, sam- viskusemi og alúð lagði hún í öll sín verk hvort sem um var að ræða upp- eldi barna og barnabarna, matseld, saumaskap, ritvinnslu eða hlutverk sitt sem miðpunktur stórrar fjöl- skyldu eftir að Kristján Eldjárn lést. Halldóra ólst upp á Ísafirði og ekki fór milli mála að hún hefur búið við gott atlæti því í endurminningu henn- ar var þar alltaf logn. Á sumrin dvald- ist fjölskyldan á Kleifum í Seyðisfirði þar sem þau tóku þátt í búskapnum og nutu þeirrar sælu sem sveitavistin býður þegar best lætur. Í starfi mínu hef ég mjög oft átt erindi vestur á firði og hef smám saman kynnst því um- hverfi sem Halldóru var kærast. Áhugi Halldóru á æskuslóð hennar varð þess valdandi að eftir hverja vinnuferð mína vestur á firði hlaut ég að segja henni helstu fréttir þaðan næst þegar við hittumst. Árið 1994 réðumst við Sigrún og börnin okkar í ferð með Halldóru á æskuslóðir hennar. Við heimsóttum þá staði sem henni voru efstir í huga, Aðalstræti 16 á Ísafirði, Kleifar og Eyri í Seyðisfirði, Vigur og alls staðar rifjaði hún upp endurminningar sínar og sagði okkur frá því fólki sem hún hafði kynnst í æsku og hvernig um- horfs hafði verið þá. Hún bætti þann- ig sögulegri vídd við skilning okkar. Fyrir nokkrum árum tók Alzheim- ersjúkdómur að sækja á Halldóru og gaf engin grið. Grimmur sem Alz- heimer er öllum sem hann herjar á ímynda ég mér þó að hann kvelji mest þá sem hafa nákvæmni og samvisku- semi að leiðarljósi og leitast við að hafa stjórn á umhverfi sínu. Seinustu ár sín átti Halldóra heim- ili í Sóltúni þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar. Oft var augljóst að Halldóra leið sálarkvalir þegar hún vissi ekki hvar hún var stödd og þegar hún átti í erfiðleikum með að þekkja sína nánustu. Meðvitund hennar um nauðsyn þess að þekkja og skilja stað og stund var óbiluð en getunni til að gegna þessari skyldu eyddi sjúkdóm- urinn hægt og bítandi. En alveg undir það síðasta átti hún þessar góðu end- urminningar úr æsku sinni því í hvert sinn sem Ísafjörður eða Kleifar voru nefndar í návist hennar brá birtu yfir andlitið. Halldóra skilur eftir sig hlýjar og góðar minningar um afburðakonu og góðan dreng. Hjörleifur Stefánsson. Sorgin er undarleg tilfinning sem umlykur allt og kveikir á minninga- brotum sem hryggja og gleðja mann í senn. Vorið 1988 hitti ég Halldóru tengdamóður mína í fyrsta sinn á heimili hennar á Tómasarhaganum. Enn man ég hve kvíðin ég var fyrir því að hitta hana og einnig hve kvíða- hnúturinn leystist auðveldlega um leið og við heilsuðumst. Halldóra var ekki bara afburðagreind kona heldur einnig traust, hlýleg og einstaklega gjafmild. Heimili hennar var um tíma annað heimili fjölskyldunnar, þar átt- um við alltaf öruggt skjól á þeim tíma sem við stóðum í flutningum ýmist milli landshluta eða landa. Hún tók okkur opnum örmum og var alltaf með nóg pláss þótt börnunum fjölgaði með hverju árinu. Hana munaði held- ur ekki um að elda ofan í okkur fjöl- skylduna, lána bílinn sinn, passa barnabörnin, lesa fyrir þau og leika. Allt var þetta gert af heilum hug og ósíngirni. Hlýleg viðbrögð hennar við ósk barnabarnanna um aðstoð við hvaðeina voru þeim hvatning til frek- ari afreka. Athygli hennar og alúð, hæfileiki og hugvit í samskiptum við aðra var hvatning til samhygðar og samkenndar. Mér finnst ég mann- eskja að meiri að hafa kynnst henni og mun bera það með mér um ókomna tíð. Þótt Halldóra hafi kvatt södd lífdaga sitjum við sem eftir erum með söknuð í brjósti en huggum okk- ur við minningabrotin sem koma upp í hugann. Blessuð sé minning elskulegrar tengdamóður minnar og ömmu barna minna. Guðrún Björg Erlingsdóttir. Amma mín var einn af föstu punkt- unum í tilverunni allt frá því ég fyrst man eftir mér. Hjá henni hefur mið- stöð stórfjölskyldunnar lengst af ver- ið og margir fastir liðir tengdir heimili hennar. Lengi var t.d. sunnudagsmat- ur fyrir alla fjölskylduna í hádeginu á sunnudögum hápunktur vikunnar og jól og áramót voru vitaskuld óhugs- andi annars staðar en hjá ömmu. Þegar ég man fyrst eftir mér höfðu hún og afi minn búið sér og fjölskyldu sinni heimili á efri hæð forsetaseturs- ins á Bessastöðum og þar höfðum við foreldrar mínir að jafnaði sumardvöl meðan þau voru við nám í Kaup- mannahöfn í lítilli hjáleigu sem þá fylgdi bústaðnum. Þar ríkti ég sem kóngur í ríki mínu þessi sumur og naut óskiptrar athygli húsráðenda, enda var ég þeirrar sérstöðu aðnjót- andi að vera fyrstur í röð þrettán barnabarna. Ég var líka langelstur og sat einn að þeim þar til frændi minn heitinn og alnafni afa okkar bættist í hópinn fimm árum á eftir mér. Á þessum tíma hændist ég strax að ömmu minni og sóttist mikið eftir að fá að sækja hana heim eftir að for- eldrar mínir luku námi og við fjöl- skyldan fluttum aftur til landsins. Samgöngur við Bessastaði voru þá ekki eins greiðar og nú er, en ég man þó aldrei eftir að það hafi þótt tiltöku- mál að koma mér á milli staða. Sjálf- sagt hefur það þó léð öllum hlutaðeig- andi mikið frelsi eftir að ég öðlaðist aldur og hugrekki til að taka Hafn- arfjarðarstrætó einn míns liðs og biðja bílstjórann um að stoppa í Engi- dalnum. Þar beið amma mín iðulega eftir mér og saman keyrðum við suður á Bessó þar sem ég dvaldi þá hjá henni dagpart þegar þannig stóð á og jafnvel oftar. Hún hafði reyndar ekki tekið bílpróf fyrr en þau afi minn fluttu þangað suðreftir en var vita- skuld með öruggustu bílstjórum eftir að hún ákvað að taka stjórn ökutækja í sína þjónustu, enda vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og með strategíuna á hreinu; búin að ákveða hvora akreinina hún tæki á Hringbraut áður en lagt var af stað sunnan úr. Eftir því sem ég eltist breyttist at- hyglin, sem ég alltaf naut hjá ömmu minni, úr eftirlátssemi við ungan dreng í einlægan áhuga á velferð minni og yfirleitt öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, sér í lagi þó skóla- göngunni og öðru því sem hún taldi fallið til að koma mér til manns. Alltaf áhugasöm án þess að vera nokkurn tíma ágeng eða stjórnsöm. Eftir á að hyggja var einmitt í þessu hárfína jafnvægi milli þess sem sagt var og ósagt fólgið besta aðhaldið með ung- um manni. Hún var boðin og búin ef eftir því var leitað, en frumkvæðið varð að jafnaði að koma frá manni sjálfum. Ég taldi mér löngum trú um að fimm ára forskot á næsta mann skap- aði mér ákveðna sérstöðu í huga ömmu minnar – og kannski var það svo. Á hinn bóginn lagði hún sjálf mik- ið upp úr að gera öllum sínum jafnt til. Hún var alltaf til staðar, allir höfðu að henni jafnan aðgang, vissu að hverju þeir gengu og fengu jafnt af því sem hún hafði að gefa. Á nútímamáli myndi það sjálfsagt heita að hún hafi rekið fjölskyldustefnu sem byggðist á jafnræði, gegnsæi og fyrirsjáanleika. Ég kveð ömmu mína með trega og söknuði. Hún hefur frá fyrstu tíð skip- að stóran sess í lífi mínu og verið órjúfanlegur partur af því. Minningin um hana mun fylgja mér áfram. Bæði um það sem sagt var og það sem ósagt var látið. Kristján Andri Stefánsson. Amma er dáin. Það er alltaf órétt- látt þegar fólk deyr og það er sárt að kveðja manneskju sem hefur alltaf verið hluti af lífi manns. Í einni af mínum allra fyrstu bernskuminningum stend ég á vask- borðinu inni á baðherbergi á Bessa- stöðum, amma er að klæða mig úr ull- arbol og segir: „Upp með hendur, litli Gvendur!“ Þetta var það fyndnasta sem ég hafði nokkurn tímann heyrt og ég ætlaði aldrei að geta hætt að hlæja. Skopskyn mitt hefur breyst með árunum en aldrei breyttist það að með ömmu leið mér vel. Mér fannst alltaf að við værum að mörgu leyti svo líkar og að við skildum hvor aðra án þess að þurfa endilega að hafa um það mörg orð. Hjá ömmu var alltaf öruggt afdrep fyrir barnabörnin. Þar var dönskum Andrésblöðum vandlega raðað í möppur og vídeóspólur með Tomma og Jenna þáttum sem hún hafði tekið upp úr sjónvarpinu af nákvæmni at- vinnuklippara. Þar var besti matur í heimi á borðum, hvort sem það var klemmt brauð eða lambalæri og rjómalöguð aspassúpa. Amma var mikill unnandi klassískr- ar tónlistar og stundum bauð hún mér með sér í óperuna. Óperurnar sjálfar féllu kannski misvel í kramið hjá mér en það var alltaf gott að eiga þessar stundir með ömmu. Amma hafði iðulega áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sem voru á ferð úti í hinum harða heimi og þótt hún hlægi að sjálfri sér þegar hún sagði „farðu varlega, passaðu þig á bílun- um“ í sjöþúsundasta sinn fundu allir að það var ást hennar og umhyggja sem bjó að baki. Ég held að ég hafi aldrei heyrt ömmu byrsta sig eða reiðast. Einu sinni þegar ég var á að giska fimm ára gömul braut ég keramikskál í ein- hverjum brussugangi heima hjá ömmu og reyndi að fela verksum- merkin. Þegar amma kom með brotin Halldóra Eldjárn Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.