Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 ✝ Ragnhildur HuldaÓlafsdóttir fædd- ist á Látrum í Að- alvík 3. október 1918. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Hlév- angi í Keflavík mánu- daginn 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ólafur Helgi Hjálmarsson útvegs- bóndi þar, síðar vél- smiður í Reykjavík, f. 1895, d. 1974, og Sig- ríður Jóna Þorbergs- dóttir húsfreyja, f. 1899, d. 20. mars 1983. Systkini Ragnhildar Huldu: Oddný fv. kjólameistari, f. 1921, d. 2004, gift Birni Jóhannessyni kaup- manni, f. 1919, d. 2004, Ásta fv. skólasafnvörður og kennari í Reykjavík, f. 1922, gift Gunnari Sölva Jónssyni, fv. matreiðslum., f. 1918, d. 1991, Kjartan fv. vélfræð- ingur hjá Landsvirkjun, f. 1924, kvæntur Bjarneyju Ágústu Skúla- dóttir húsfreyju, f. 1926, d. 2008, Friðrik Steinþór vélstjóri og fv. at- vinnurekandi, f. 1930, kvæntur Kristínu Lúðvíksdóttur, fv. kaup- konu, f. 1928, Sveinn rennismiður, 1936, d. 1967, kvæntur Dagnýju Sigurgeirsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 1935, og Helga, lífeindafræð- ingur í Reykjavík, f. 1940, gift Ás- geiri Leifssyni verkfræðingi, f. 1941. Eiginmaður Huldu, 1940, var Árni Ólafsson, fv. skrifstofustj., f. á Ísafirði 4.11. 1919, d. 4.7. 2002, son- Schaefer, kvæntur Rhondu, eiga tvo syni. b) Hilda Kay Noll, gift Dennis Noll, eiga tvö börn. c) Eric Árni Schefer, lést í frumbernsku. d) Steven R. Schaefer, kvæntur Lisu. 4) Ragnhildur bókasafnsfr., f. 13. ág. 1944, búsett í Keflavík, gift Herði Falssyni. Börn þeirra: a) Helga, gift Jóni Viðari Matthías- syni, eiga fjögur börn og eitt barnabarn. b) Hulda, gift Ólafi Baldurssyni, eiga þrjú börn. c) Fal- ur Jóhann, kvæntur Margréti Stur- laugsdóttur, eiga þrjár dætur. Hulda ólst upp í Aðalvík til níu ára aldurs þegar fjölskyldan flutt- ist til Washington-fylkis í Banda- ríkjunum, þar sem hún gekk í skóla. Fjölskyldan fluttist aftur heim til Íslands og til Aðalvíkur, en Hulda litlu síðar til Ísafjarðar þar sem hún stundaði ýmsa at- vinnu að hætti ungra stúlkna þeirra tíma, í vistum, þar sem hún hlaut góða húsmæðramenntun og við fatasaum sem hún stundaði meðfram heimilisstörfum um margra ára skeið. Á Ísafirði kynntist hún mannsefni sínu. Þau Árni hófu búskap á Ísafirði en fluttust til Keflavíkur árið 1956 og bjuggu þar alla tíð síðan. Hulda vann þar ýmis störf meðfram heimilsstörfum en lengst af eða síðustu 30 ár starfsævinnar við af- greiðslustörf hjá Happdrætti Há- skólans. Hulda og Árni voru vin- mörg og nutu saman félagsskapar Hjónaklúbbs Keflavíkur, Karlakórs Keflavíkur og kvennadeildar hans. Hulda var mikil fjölskyldukona og voru börnin, barnabörn og barna- barnabörn líf hennar og yndi. Hún ræktaði stóran frændgarð af ein- stakri natni og dyggð. Ragnhildur Hulda verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur hjónanna Ólafs Pálssonar fram- kv.stjóra á Ísafirði, f. 1884, d. 1971, og Ást- hildar Sigurðardóttur f, 1888, d. 1919. Börn Árna og Huldu eru: 1) Ásthildur skrifststj., f. 2. sept. 1938, búsett í Kefla- vík, gift Margeiri Ás- geirssyni frá Hnífs- dal, d. 20. okt. 1993. Börn þeirra: a) Árni, látinn, kvæntur Önnu Ingólfsdóttur, eiga þrjár dætur. b) Ragnhildur, gift Hafsteini Hafsteinssyni, hún átti einn son er lést í bernsku, þau eiga þrjú börn. c) Ásgeir, kvæntur Sveinbjörgu Einarsdóttur, eiga þrjá syni. d) Veigar, hljómlistarm. í Los Angeles, kvæntur Sigríði Rögnu Jónasdóttur, eiga eina dóttur og son, önnur dóttir lést í frum- bernsku. Sambýlismaður Ásthildar er Óli Jón Bogason, fv. skipstjóri. 2) Árni Ragnar, alþm., f. 4. ágúst 1941, d. 16. ág. 2004, kvæntur Guð- laugu P. Eiríksdóttur gjaldkera. Börn þeirra: a) Guðrún, gift Brynj- ari Harðarsyni, hún á einn son, þau eiga tvö börn. b) Hildur, gift Ragn- ari Þ. Guðgeirssyni, eiga tvö börn. c) Björn, kvæntur Kristbjörgu Kari Sólmundardóttur, eiga einn son. d) Árni, kvæntur Kolbrúnu Hrönn Pétursdóttur, eiga tvo syni. 3) Sig- ríður Jóna deildarstj., f. 31. jan. 1943, búsett í Bandaríkjunum, gift John Myer. Börn hennar: a) Carl C. Amma okkar, Ragnhildur (Hulda) Ólafsdóttir, lést á jólaföstu. Á kveðjustund eru söknuður og þakk- læti okkur efst í huga. Hugurinn reikar til baka til Kefla- víkur þar sem við slitum barnsskón- um í samrýndum frændgarði. Amma og afi voru stór hluti af lífi okkar, þau voru okkur góðar fyrirmyndir og leiðarljós á lífsleiðinni. Þau lögðu mikla áherslu á gott fjölskyldulíf, ræktuðu hjónabandið og samband sitt við börn sín og barnabörn. Heim- ili þeirra var heimili okkar allra og þar lærðum við í æsku að skilja hug- tök eins og traust, stolt, virðingu og heiðarleika. Þau tvö voru ein heild í tæpa sjö áratugi þar til afi féll frá fyr- ir sex árum. Amma var glæsileg kona, fíngerð og smá en jafnframt svo stór og sterk. Hún var einstaklega viljasterk og réttsýn, hafði þægilega og góða nærveru og kom fram við hvern og einn sem hann væri einstakur og sá hinn sami var betri maður eftir sam- vistir við hana. Til ömmu og afa var gott að koma. Þau tóku okkur alltaf vel og gáfu okkur ávallt gott í gogginn. Hvers- dags var ristaða brauðið með heima- gerða marmelaðinu hvergi betra og á jóladag þegar öll fjölskyldan samein- aðist voru piparkökurnar, hérabróð- irinn og eplapæið í uppáhaldi. Kaffið hennar ömmu var betra en á besta kaffihúsi. Ekki spillti fyrir að yfir góðum kaffibolla var spjallað um heima og geima, hún lagði okkur lífs- reglurnar, hvatti okkur til mennta, gaf okkur góð ráð eða sagði okkur frá viðburðaríkri ævi. Við þreyttumst seint á að heyra sögur frá Aðalvík þar sem hún ólst upp, frá ferðinni til Ameríku þangað sem fjölskyldan flutti og bjó í nokkur ár á millistríðs- árunum og frá ferðinni aftur til Ís- lands og hvernig var að snúa aftur heim til Aðalvíkur. Nú á krepputím- um rifjum við upp frásagnir ömmu af kreppunni miklu þar vestra um 1930. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hend- ur og hafði sérstakan áhuga á stækk- andi afkomendahópi og var aðdáun- arvert að sjá hve góðu sambandi hún náði alltaf við börnin. Við þökkum fyrir hve lengi amma fylgdi okkur og hve mikil og góð áhrif hún hafði á okkur, jafnt í æsku sem á fullorðins- árum. Við viljum þakka Addý og Ragn- hildi fyrir hve einstaklega vel þær hugsuðu um ömmu svo og starfsfólki Hlévangs fyrir hlýju og góða umönn- un. Við varðveitum margar ljúfar minningar um ömmu og þökkum fyr- ir að hafa verið í hennar sterku og samheldnu fjölskyldu. Við kveðjum ömmu með virðingu og þökk. Barnabörnin úr Keflavík; Ragnhildur, Helga, Ásgeir, Guðrún, Hulda, Hildur, Falur, Björn, Veigar og Árni. Mig langar með fáum orðum að kveðja þig, elsku amma. Það er sárt að horfa á eftir þeim sem kveðja, en eftir sitja ljúfar minningar. Ég er þakklátur fyrir ótal símtöl og margar samverustundir á síðustu árum í tíð- um Íslandsferðum okkar, svo ekki sé minnst á óteljandi gleðistundir frá því ég var strákur í Keflavík. Sér- staklega þykir mér vænt um hvað börnin mín náðu að kynnast þér vel þrátt fyrir mikla fjarlægð milli heim- kynna okkar. Ég veit að afi tekur vel á móti þér þar sem þið eruð núna. Hvíl í friði, elsku amma mín. Veigar og fjölskylda, Kaliforníu. Látin er í hárri elli systir mín Hulda – Ragnhildur. Hún var elst okkar systkinanna, f. 3. okt. 1918. Ég veit ekki hversu létt er að vera elst af stórum systkinahópi. Við litum mikið upp til hennar, hún var svo falleg og greind og gerði allt svo vel í okkar augum. Þetta á nú kannski við mest okkur tvær systurnar sem næst henni stóðu, Nýju (Oddný), þremur árum yngri, og mig, fjórum árum yngri. Hún kynntist mannsefninu sínu á Ísafirði um átján ára aldur. Þessi bráðmyndarlegi ungi maður, Árni Ólafsson, var okkur öllum góður og var það meðan aldur entist. Þau sett- ust að á Ísafirði og í fyllingu tímans eignuðust þau fyrsta barnið, Ásthildi, f. 2. sept. 1938. Tveimur árum síðar fór mamma til ungu hjónanna og átti á heimili þeirra sitt síðasta barn, Helgu systur okkar. Ári síðar, eða 4. ágúst 1941, eignuðust þau son sem skírður var Árni Ragnar. Sigríður Jóna fæddist 31. janúar 1943 og Ragnhildur 13. ágúst 1944. Þetta voru allt falleg og mannvænleg börn. Mikið var þægilegt að hafa þau þarna á Ísafirði. Þar var alltaf opið hús fyrir okkur þegar við áttum erindi í kaup- staðinn. Ég var svo heppin að vera henni til aðstoðar þegar hún átti Sig- ríði, það var mikill lærdómur að sjá barn fæðast. Það ættu allar konur að eiga kost á því áður en þær eiga barn sjálfar. Þau fluttu síðan til Keflavík- ur árið 1956 með barnahópinn. Það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna, þar var svo mikil kyrrð og samkennd. Dóttir þeirra Sigríður fór ung til Bandaríkjanna í ævintýraleit og hitti þar sitt mannsefni og settist þar að. Hulda og Árni áttu langt og giftu- samt hjónaband. Mágur minn Árni lést 4. júlí 2002. Ég sakna hans enn, hann var svo fróður um marga hluti og gott að spjalla við hann, og nú er ég byrjuð að sakna Huldu minnar strax. En hún varð fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn eftir langt sjúkrastríð en hann lést 16. ágúst 2004. Það var stutt þungra högga á milli. Hann var þeim mikill harm- dauði og allri fjölskyldunni líka. Ragnhildur Hulda Ólafsdóttir ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORBJARNARDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt Þorláksmessu, 23. desember, verður jarðsett frá Grensáskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á góðgerða- og líknarfélög. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Þórður Ingvi Guðmundsson, Guðrún Salome Jónsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HULDAR ÁGÚSTSSON, Þjóðbraut 1, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness. Helga Margrét Aðalsteinsdóttir, Erling Steinar Huldarsson, Áslaug Ólafína Harðardóttir, Aðalsteinn Huldarsson, Elísabet S. Kristjánsdóttir, Ingibjörg Guðný Huldarsdóttir, Ólafur Björn Gunnarsson og afabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 28. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Katrín Guðmundsdóttir, Hringur Hafsteinsson, Högna Hringsdóttir, Dagur Hringsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Gvendareyjum, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Reykjavík föstudaginn 26. desember. Brynja Bergsveinsdóttir, Theodór Aðalsteinn Guðmundsson, Sigurður Bergsveinsson, Helga Bárðardóttir, Lára Bergsveinsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Alma Bergsveinsdóttir, Guðni Magnússon, Freyja Bergsveinsdóttir, Guðlaugur Þór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KLEMENZSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Búðarflöt Álftanesi, lést að kvöldi sunnudagsins 28. desember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurrós Grímsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Jóna Guðlaugsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Sólveig Einarsdóttir, Bertha María Sigurðardóttir, Róbert Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐFINNUR KRISTJÁNSSON blómaskreytingamaður, Flókagötu 63, lést á Landspítalanum laugardaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 8. janúar kl. 13.00. Þórunn Ólafsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Jón Ólafur Magnússon, Anna Karen Friðfinnsdóttir, Atli Viðar Thorstensen, Fanney Sigríður Friðfinnsdóttir, Jóhann Örn Bjarnason, Jana Friðfinnsdóttir, Einar Þór Bogason, Birna Friðfinnsdóttir, Andri Már Ólafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.