Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 29
ur í daglegu lífi og ekki bætti úr skák handleggsbrot sem ekki greri. Ekki hafði hann þó sem fyrr mörg orð um líðan sína. Kvaðst jafnan hafa það skítsæmilegt er hann var spurður. Guðmundur dvaldi tímabundið á elli- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðardal í vetur, og síðustu þrjár vik- urnar á deild 11E á Landspítalanum þar sem hann lést að kvöldi hins 20. des. Starfsfólki 11E vil ég þakka ein- staka umhyggjusemi og hlýju og starfsfólki Silfurtúns vil ég einnig þakka vinsemd og umhyggju. Megi tengdafaðir minn fara í Guðs friði og hafa þökk fyrir samfylgdina. Sigursteinn Hjartarson. Ef ég rifja upp minningar um hann afa eru þær allar góðar og skemmti- legar. Hann hugsaði alltaf vel um okkur barnabörnin og fannst ekkert skemmtilegra en að hanga með okkur og gera eitthvað skemmtilegt. Við vorum alltaf einhvað að stússast með honum í hinu og þessu og fannst okk- ur það mjög ævintýralegt og skemmtilegt. Ég man eftir því að við fórum í marga bíltúrana, ýmist út í sjoppu að kaupa bland í poka, eða þá bara á rúntinn um bæinn eða sveitina, og alltaf var það svo gaman. Hann náði alltaf að gera ómerkilega hluti svo rosalega spennandi. Heima við var alltaf einhvað skemmtilegt í gangi og þá sérstaklega sögurnar. Hann sagði okkur endalausar sögur og ég man svo vel eftir Kalla og Kidda sem alltaf voru að gera einhver skamm- arstrik. Við krakkarnir höldum því ennþá fram í dag að Kalli og Kiddi voru afi og Siggi bróðir hans þegar þeir voru litlir, en afi vildi aldrei við- urkenna það. Ég vil þakka afa fyrir allt sem hann er búinn að gera fyrir mig og okkur systkinin. Ég vil þakka honum fyrir að standa alltaf með mér þegar ég var í stríði við fjölskyldumeðlimi, þótt ég hefði rangt fyrir mér, og bara þakka honum fyrir að gera allt svo miklu skemmtilegra. Megir þú hvíla í friði, elsku afi minn. Telma Valey. Elsku afi minn er látinn. Í mínum augum var hann alltaf svakalega merkilegur kall sem kunni allt, vissi allt og gat allt. Við systkinin vorum svo heppin að búa inni á heimilinu hans í mörg ár og því má segja að hann hafi að miklu leyti alið okkur upp. Hann fór oft með okkur í bíltúra út og suður, og alltaf vissi hann hvað hvert fjall, hóll eða steinn hét. Kvöld- sögunar sem hann sagði okkur fyrir háttinn voru þær skemmtilegustu og allar voru þær eftir hann sjálfan. Og alltaf var nú notalegt að vera með afa úti í bílskúr. Þar hlustaði hann á rás 1 og var eitthvað að dunda í hinu og þessu. Þá var hægt að spjalla um heima og geima … eða bara sitja þög- ul og hugsa. Og ekki minnkaði aðdáun mín þegar ég eltist. Engar stórar ákvarðanir voru teknar án þess að tala við afa fyrst. Ég vildi ekki kaupa mér bíl nema afi hefði reynsluekið honum fyrst. Eða hús fyrr en afi hefði skoðað það. Ég hef alltaf ráðfært mig við afa áður en ég skráði mig í skóla. Meira að segja var afi sá fyrsti sem fékk að vita um kærastann þegar hann kom til sögunar. Það er hægt að tala endalaust um hann afa, hvað hann var skemmtilegur, stríðinn, góð- ur, greiðasamur, hjálpfús, uppfinn- ingasamur og svona gæti maður hald- ið áfram. Nú þegar afi minn er fallinn frá er stórt skarð í lífi mínu sem verð- ur seint fyllt. Afi var mikið skáld og samdi mörg falleg ljóð. Ég vil kveðja hann með lokaorðum úr einu af mín- um eigin, þótt ekki hafi ég tærnar þar sem hann hafði hælana: Senn rennur upp sú stund er ég held á þinn fund. Þá læðist lítill lófi á ný í höndina þína svo hlýja. Ég vil að lokum þakka starfsfólki á 11E fyrir hjúkrunina og hversu dásamlegt það var við afa og okkur fjölskylduna síðustu dagana hans. Þórunn Björk Einarsdóttir. Elsku afi, það er svo vont að þú ert ekki lengur hjá okkur. Jólin voru ekki þau sömu án þín og ekki eins og við vildum hafa þau. Gjafir og skraut skiptu engu máli en þakklát er ég fyr- ir að hafa fengið að vera hjá þér og styðja þig á lokastundinni. Þú varst ekki einn. Við vorum hjá þér, fjöl- skyldan þín. Þú varst besti afi í heiminum og varst afi svo margra, ekki bara barna- barnanna. Þú varst alltaf svo hraust- ur og hress. Ég veit að nú líður þér vel og að þú vakir yfir okkur. Takk fyrir allar góð- ar stundir og allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Við hittumst í draumi afi minn. Kær kveðja. Elísabet  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Líndal Benediktsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. nýjar, tengdaforeldra minna, enda hjónin samstiga í góðmennsku sinni og náungakærleik. Missir tengdamóður minnar er mikill og votta ég henni samúð mína alla. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér (Kristján frá Djúpalæk.) Erla Sigríður Ragnarsdóttir Daginn sem Teitur dó vorum við búnir að ræða saman um pólitíkina og það sem var efst á baugi. Það var ein- kennandi fyrir hann hvað hann fylgd- ist alltaf vel með öllu sem var að ger- ast í þjóðlífinu og hann var ekki alltaf sáttur við það hvernig landinu væri stjórnað. Þá var kvótakerfið oft nefnt til sögunnar. Það var heldur betur hressandi að heyra í honum og taka þátt í umræðunni um kerfið sem hann var svo ósáttur við. Þá var eins og þessi dagfarsprúði og rólegi maður skipti um ham og setti í fluggírinn. Teitur vildi hafa hlutina í lagi og sérstaklega hugsaði hann alltaf vel um bílinn sinn. Fór með hann á rétt- um tíma í skoðun og smurningu og var ekkert að hafa nagladekkin allt of lengi undir bílnum. Tengdasonurinn sem þetta skrifar átti það hins vegar til að draga þessa hluti en fékk þá vin- samlegar ábendingar um að það væri nú kannski ekki vitlaust að bæta um betur. Ef hann varð t.d. var við ískur í hurð var hann fljótlega mættur með þar til gerðar græjur og þar með var hurðin hætt að pirra fjölskyldumeð- limi. Teitur var alltaf boðinn og búinn til þess að hjálpa og það var gott að spyrja hann um aðstoð. Á tímabili var hann í fullu starfi að skutla börnunum út um allan bæ. Hann sparaði ekki hrósið við barnabörnin og fylgdist ávallt vel með því sem þau gerðu af miklum áhuga og stolti. Stundum mátti halda að prinsessurnar mínar væru englar af himnum sem væru bestar í öllu sem þær gerðu og ekki mátti gera upp á milli þeirra. Hann gerði aldrei mikið úr veikindum sín- um heldur sagði hann frá þeim á raunsæjan hátt. Guðný stóð þétt við bakið á honum og með hennar stuðn- ingi gat Teitur verið heima eins lengi og raun bar vitni. Það er heiður að fá að tilheyra fjöl- skyldu hans og fá að eiga góðar minn- ingar um einstakan tengdaföður. Ari Freyr Steinþórsson. Langafi Teitur var góður og merki- legur maður. Hann var alltaf svo góð- ur við okkur þegar við komum í heim- sókn til hans og ömmu Guðnýjar. Hann var oft að lesa bækur. Okkur hefur alltaf þótt mjög merkilegt að hann var skipstjóri á stóru skipi. Hann bjargaði líka mannslífum og bjargaði skipi frá ísjaka. Við vitum að afi Teitur fór að sofa og vaknaði ekki aftur. Við vitum líka að honum líður vel núna. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.), Sunna Margrét, Jón Ásgeir og Jóhann Birkir Eyjólfsbörn. Mig langar að þakka afa Teiti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, farsælu lífshlaupi hans er nú lokið og hann hefur fengið hvíld. Afi var einstakur maður og góður félagi, hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og fór ekki leynt með þær allt fram á síðustu stundu. Lífsspeki hans var skýr og snerist um heiðar- leika, jöfnuð og skilvísi. Alla sína tíð fylgdist hann vel með fréttum og þjóðfélagsumræðunni og lá ekki á skoðunum sínum í þeim efnum. Ég átti margar skemmtilegar stundir með ömmu og afa. Í húsinu í Vík lærði ég ungur að keyra undir dyggri handleiðslu afa, og ekki mun- aði hann um að skutla mér reglulega á sumrin úr Reykjavík til þess að spila fótboltaleiki með strákunum úr Vík. Sem barn var ég mikið hjá þeim á Lindarflötinni og alla tíð héldum við góðu sambandi. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með afa og það veganesti sem ég hef fengið út í lífið frá honum og ömmu. Þau kenndu mér að meta það sem skiptir mestu máli. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna þegar afi hefur kvatt þennan heim. Minningin um sannan heiðursmann og góðan vin lifir. Eyjólfur Örn Jónsson. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Afi Teitur var 88 ára gamall og hann var góður maður. Afi Teitur er búinn að vera veikur undanfarin ár. Mér þótti alveg ofboðslega vænt um hann afa Teit. Hann sýndi mér oft bækur sem voru skemmtilegar. Honum þótti gaman að veiða, mér finnst líka gaman að veiða. Takk, afi minn, fyrir allt, Teitur HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Teit Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR HULDA SIGURÞÓRSDÓTTIR, Mururima 4, Reykjavík, lést föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. Guðrún Karlsdóttir, Áslaug Sigurþórsdóttir, Hannibal Kjartansson, Gunnar Sigurþórsson, Ragnheiður Sigurþórsdóttir og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KR. JÓHANNSSONAR viðskiptafræðings, Háagerði 2, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima- hjúkrunar, starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíðar, Karlakórnum Geysi-Akureyri, Oddfellowreglunni og Lionsfélögum. Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Erla Valsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Haraldur Tómasson, Kristján Guðmundsson, Erna Viggósdóttir, Eydís Ýr Guðmundsdóttir, Friðrik Rafnsson, Fjölnir Freyr Guðmundsson, Jónína Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Rauðuskriðu, Byggðavegi 137, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 27. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Gestur Hjaltason. ✝ Ástkær faðir okkar, PÁLL ÞÓRÐARSON bifvélavirki, Sléttuvegi 11, lést laugardaginn 27. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður Kristján Pálsson, Birna Svala Pálsdóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, BERGHILDUR BERNHARÐSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, lést fimmtudaginn 18. desember. Útförin fór fram í kyrrþey 29. desember. Eiður Guðmundsson, Emilía Jóhannsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, BIRGIR ANDRÉSSON vélstjóri, Meistaravöllum 21, lést á heimili sínu laugardaginn 13. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjarta- og nýrnadeild Landspítalans. Matthildur Dröfn Birgisdóttir, Eyjólfur Einar Birgisson, Andrés Kristinsson, Sigrún Eyjólfsdóttir, Kristín Andrésdóttir, Ólafur Brynjólfsson, Elín Andrésdóttir, Pétur Jónsson. ✝ Ástkær móðir okkar, GUÐLAUG BRYNJA GUÐJÓNSDÓTTIR íþróttakennari, áður til heimilis á Laugarásvegi 20, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt aðfangadags jóla. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd systkina, Brynja Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.