Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 32
32 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Sudoku Frumstig 1 3 6 7 2 5 7 8 4 5 9 8 6 9 1 3 9 8 8 1 5 2 9 3 1 4 9 7 6 8 7 3 9 6 6 1 4 5 8 3 1 2 7 9 8 3 4 6 9 9 2 7 1 9 3 7 4 3 1 3 7 5 9 6 1 7 2 4 8 6 9 2 3 8 6 7 1 2 3 8 9 6 8 5 3 8 9 1 2 3 1 4 7 5 3 9 6 6 8 4 8 4 9 3 7 2 6 1 5 1 5 2 4 9 6 3 7 8 6 3 7 1 8 5 2 4 9 7 9 3 5 1 8 4 2 6 4 1 8 6 2 9 5 3 7 2 6 5 7 3 4 9 8 1 5 8 1 9 4 3 7 6 2 3 7 6 2 5 1 8 9 4 9 2 4 8 6 7 1 5 3 5 3 7 8 1 9 4 2 6 1 9 4 6 2 5 7 8 3 6 8 2 7 3 4 5 1 9 4 1 3 9 6 8 2 7 5 8 7 6 5 4 2 9 3 1 2 5 9 1 7 3 6 4 8 9 4 8 3 5 7 1 6 2 7 6 5 2 8 1 3 9 4 3 2 1 4 9 6 8 5 7 8 1 3 9 2 4 6 5 7 9 5 2 6 7 3 4 1 8 6 4 7 5 8 1 9 3 2 5 7 6 1 3 9 8 2 4 4 8 9 7 5 2 1 6 3 2 3 1 8 4 6 7 9 5 7 9 4 2 1 5 3 8 6 1 2 8 3 6 7 5 4 9 3 6 5 4 9 8 2 7 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 30. desember, 365. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Víkverji fékk margt gott og gagn-legt í pakkana þessi jólin, allt frá konfekti til nefháraklippis sem gengur fyrir rafmagni og titrar. At- hyglisvert tæki. Að sjálfsögðu kom ein og ein bók upp úr pökkunum og þær bíða nú á náttborðinu. Víkverji fékk einnig tvo hljómdiska með miklum snillingum, sem báðir eiga það sameiginlegt að hafa skemmt þjóðinni í hálfa öld með leik og söng. Annar er því miður ekki lengur með- al vor, Rúnar Júlíusson, sem féll frá um það leyti sem hann var að kynna útgáfuna. Og þvílík útganga og hreint með ólíkindum að hafa í hönd- unum þriggja diska útgáfu sem spannar glæstan feril Rúnars. Titill útgáfunnar er enn magnaðri í ljósi þess hvað gerðist, Söngur um lífið. Þeir kunna að kveðja, þessir snill- ingar. x x x Hinn tónlistarmaðurinn sem Vík-verji vísaði til er sveiflukóng- urinn Geirmundur Valtýsson, enn sprelllifandi í Skagafirðinum og fátt bendir til að hann sé á förum. Á fullu í hljómsveitarbransanum hverja helgi. Útgáfa hans og Gísla Sig- urgeirssonar er til mikillar fyr- irmyndar en með hljómdiski fylgir mynddiskur með heimildarmynd Gísla og upptöku frá tónleikum Geir- mundar í tilefni 50 ára söngferils. x x x Nú styttist í áramótin og víst erað Víkverji ætlar að kaupa sér flugelda og tertur af björgunarsveit- unum. Stjórnvöld eru að setja ýmis lög um þessar mundir og ættu m.a. að koma með lög sem banna öllum öðrum en björgunarsveitum og íþróttafélögum að selja flugelda. Hvor aðili um sig vinnur gott starf í þágu öryggis og heilbrigðis þjóð- arinnar og allt meira og minna í sjálfboðavinnu. Sé það rétt sem Vík- verji heyrði að þingmaðurinn Jón Magnússon hafi í útvarpsþætti hvatt landsmenn til að kaupa ekki flugelda þetta árið, þá ætti sami maður að skammast sín. Landsmenn geta al- veg aðeins sparað við sig í inn- kaupum en að hætta þeim alfarið væri glapræði. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 væna um, 4 él, 7 svipað, 8 trylltur, 9 skolla, 11 áflog, 13 kon- ur, 14 ofsakæti, 15 urg- ur, 17 yfirlæti, 20 hrygg- ur, 22 smástrákur, 23 sætta sig við, 24 skrika til, 25 stækja. Lóðrétt | 1 ófullkomið, 2 frumeindar, 3 temur, 4 hrörlegt hús, 5 á jakka, 6 dræsur, 10 unna, 12 hug- fólginn, 13 lipur, 15 málmur, 16 dauðyflið, 18 eldstæum, 19 fugl, 20 uppmjó fata, 21 hestur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 keldusvín, 8 folar, 9 larfa, 10 gól, 11 tíðka, 13 akkur, 15 hress, 18 strák, 21 vit, 22 reisa, 22 andar, 24 flatmagar. Lóðrétt: 2 eplið, 3 durga, 4 sylla, 5 ísrek, 6 eflt, 7 barr, 12 kös, 14 kút, 15 horf, 16 erill, 17 svart, 18 staka, 19 rudda, 20 kúra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 dxe4 4. fxe4 e5 5. Rf3 Bg4 6. Bc4 Rd7 7. O-O Rgf6 8. c3 Bd6 9. Db3 O-O 10. Rg5 Bh5 11. g4 Bg6 12. h4 b5 13. Be6 De7 14. h5 Bxe4 15. Rxf7 Bd5 16. Rh6+ Kh8 17. Bxd5 Rxd5 18. Rf5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Belgrad í Serbíu. Guðmundur Kjartansson (2284) hafði svart gegn heimamann- inum Gojko Vucinic (1920). 18… Hxf5! 19. gxf5 Dh4 20. Dc2 exd4 21. cxd4 Dxd4+ 22. Df2 Dg4+ 23. Dg2 Dxh5 24. Hf3 Bc5+ 25. Kf1 Re5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Bræðrabönd. Norður ♠KD865 ♥Á32 ♦K8 ♣KG6 Vestur Austur ♠932 ♠ÁG74 ♥K4 ♥G1096 ♦ÁG97643 ♦D2 ♣9 ♣1042 Suður ♠10 ♥D875 ♦105 ♣ÁD8753 Suður spilar 5♣. Á jöfnum hættum vekur vestur í fyrstu hendi á 3♦. Hvað á norður að segja – 3♠, dobl eða jafnvel 3G? Þrjú grönd væri spennandi samn- ingur, en í reynd lágu leiðir keppenda í aðrar áttir. Spilið er frá viðureign Eng- lendinga og Þjóðverja á heimsleik- unum í Kína í haust. Þjóðverjinn sagði 3♠, sat þar fastur og fór einn niður. Hinum megin melduðu Hackett- bræður af bróðurskilningi upp í besta samninginn. Justin valdi að dobla á norðurhöndina, Jason krafði með 4♦ til að halda hjartalitnum inni í myndinni, en breytti síðan 4♠ í 5♣. Allir pass. Út kom ♦Á og tígull. Jason fór heim á tromp og lét ♠10 rúlla framhjá hjón- unum, enda ♠Á merktur í austur. Síðar trompsvínaði Jason fyrir ♠Á og felldi um leið níu vesturs. Þar með fékk hann þrjá spaðaslagi og gaf engan á hjarta. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Lífið verðist áskorun þegar þú kemur heim úr einum af þínum stóru æv- intýrum. Hefðbundin rómantík virðist hversdagsleg. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nautið er sannfært um að það hafi rétt fyrir sér varðandi eitthvað sem teng- ist vinnunni. Sýndu ákveðni en vertu var- kár um leið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert fullur af orku og veist ekki alveg hvernig þú átt að þér að vera. Hafðu hugfast að séu menn einlægir má síður búast við að allt fari í bál og brand. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Í dag væri upplagt að spjalla við vini, maka og fólk almennt. Krabbi í yf- irmannsstöðu gengur til að mynda oft í verk undirmanna sinna. Forðastu ill- deilur við aðra vegna þessa. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Yfirburðir ljónsins eru ekkert merkilegri en manneskjunnar sem er því til beggja handa. Forðastu orðaskak á meðan að þú ert jafn ör og raun ber vitni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ekkert fer framhjá þér þessa dag- ana. Frá og með deginum í dag ætti um- brotatímunum þó að vera lokið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú finnur til óvenju mikils styrks og orku í dag, einkum með tilliti til fjöl- skyldunnar. Varastu að láta hlutina ná tökum á þér og mundu að magn og gæði fara ekki alltaf saman. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert sérlega kraftmikil/l í dag og vilt leggja þig alla/n fram við það sem þú ert að gera. Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Næstu vikur bera með sér glaum og gleði, áhyggjuleysi, ævintýri og rómantík. Notaðu skipulagshæfileikana til þess að sýna ást þína á skapandi hátt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það skiptir máli að vera opinn og sveigjanlegur þegar einhverjar breyt- ingar verða á lífi manns. Velgengni felst að stórum hluta í réttri tímasetningu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Reyndu ekki að skjóta þér á bak við loðnar upplýsingar. Hafðu þetta hugfast þegar þú íhugar stöðuna. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er þinn dagur svo þú skalt njóta hans eins og þú getur en mundu bara að hóf er best í hverjum hlut. Allt sem viðkemur fjölskyldu og heimili geng- ur vel. Stjörnuspá 30. desember 1880 Gengið var á ís úr Reykjavík í Engey og Viðey og upp á Kjal- arnes. Þetta var mikill frosta- vetur. 30. desember 1887 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem þá var 31 árs, flutti fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í Reykja- vík um kjör og réttindi kvenna. „Þetta er í fyrsta sinn sem kvenmaður hér á landi heldur opinberan fyrirlestur,“ sagði í Fjallkonunni. „Munu fæstir hafa búist við jafn góðri frammistöðu af sjálfmennt- uðum kvenmanni,“ sagði í Ísa- fold. 30. desember 1935 Níu manns fórust er eldur kom upp á jólatrésskemmtun í samkomuhúsi ungmenna- félagsins í Keflavík. Húsið brann á hálfri klukkustund. Um 190 manns komust út, þar af nokkrir slasaðir. „Hryllileg- ur stórbruni,“ sagði Morg- unblaðið. Þetta var sagt mesta manntjón í eldsvoða á síðari árum. 30. desember 1976 Maður sem gengið hafði undir nafninu Náttfari var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir 21 innbrot og innbrotstilraunir í Reykjavík sumarið áður. 30. desember 1980 Landflótta Frakka, Patrick Gervasoni, var vísað úr landi eftir miklar deil- ur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Fertugsafmælið verður á lágstemmdum nót- um hjá Halldóri Ásgrími Ingólfssyni, fyrr- verandi handboltakappa hjá Haukum. „Það verður smá samkoma heima við fyrir fjöl- skylduna,“ segir Halldór, sem starfar sem byggingatæknifræðingur hjá fram- kvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar. Jólin eru tími veisluhalda og því hefur stórafmælum hans stundum verið frestað fram í janúar. „Ég var með fínar veislur þegar ég fagnaði tvítugs- og þrítugsafmæl- inu, en ákvað að hafa þetta smærra í sniðum í ár.“ Halldór hætti að spila handbolta með Haukum í vor og kveðst ekki enn vera farinn að sakna boltans. Golfið hafi líka að nokkru leyti tekið yfir sem helsta áhugamálið. „Ég var búinn að spila í meistaraflokki í 25 ár og ákvað að sleppa handboltanum alfarið í smá tíma og það hefur virkað fínt. Núna er ég líka heima um kvöldmatarleytið og nýt þess að borða með fjölskyldunni og það er nýjung sem hefur mælst vel fyrir.“ annaei@mbl.is Halldór Ásgrímur Ingólfsson 40 ára Matur með fjölskyldunni Nýirborgarar Reykjavík Jóhanna Björk fæddist 28. febrúar kl. 5.16. Hún vó 3225 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Soffía Marý Másdóttir og Víkingur Fjalar Eiríksson. Reykjavík Katla Sól fæddist 21. ágúst kl. 14.16. Hún vó 3.510 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Sólrún Þóra Þór- arinsdóttir og Jón Örn Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.