Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 2 LesbókSKOÐANIR V ið erum sófakynslóðin, þau sem segjast vera á móti hlutum en gera aldrei neitt í því,“ segir einn við- mælenda í heimildamyndinni Sófakyn- slóðin, sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu annað kvöld eftir fréttir. Myndin fjallar um aðgerðastarf á Íslandi sem hefur orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum, ekki síst með mót- mælum gegn virkjanastefnu stjórnvalda. Efnahagskreppan hefur svo kallað fram svo til óþekkta hlið á íslenskri þjóð, mót- mælastöður og mótmælafundi svo dögum og vikum skiptir. Sófakynslóðin fjallar um aðgerðastarf í víðu samhengi með viðtölum við meðlimi ýmissa aðgerðasamtaka og varpar fram grundvallarspurningum um hlutverk aktív- isma í lýðræðislegu samfélagi. Höfundar myndarinnar eru Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson. throstur@mbl.is Sófakynslóðin mótmælir Aðgerðastarf á Íslandi MEÐMÆLIN Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 PrentunLandsprent L íklega hljómar það fjarstæðukennt að samhengið í íslenskum bókmenntum sé að finna í Barselónuborg á Spáni. En þetta er staðreynd. Nýlega komu út tvær skáldsögur sem gerast að hluta til í borginni, Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Vetrarsól eftir Auði Jónsdóttur. Báðir höfundarnir eru tengdir borginni. Álfrún bjó þar og nam bók- menntafræði á sjöunda áratugnum og Auður hefur búið þar undanfarin misseri. Smá- sagnasafn Magnúsar Sigurðssonar, Hálm- strá, gerist einnig að hluta í Barselónu en höfundurinn hefur einmitt búið þar um tíma. Og reyndar hefur ótrúlegur fjöldi íslenskra rithöfunda setið að skriftum í Barselónu á undanförnum árum. Árni Þórarinsson hefur skrifað flestar ef ekki allar sínar bækur þar (og reyndar gerist ein þeirra, Hvíta kanínan, í borginni þótt nafn borgarinnar sé aldrei gefið upp). Óttar M. Norðfjörð, Sigurbjörg Þrast- ardóttir, Páll Kristinn Pálsson, Kristín Steins- dóttir, Þórarinn Leifsson, Sölvi Björn Sigurðs- son, Jón Arason og Hermann Stefánsson hafa öll dvalið í borginni við skriftir í skemmri eða lengri tíma á síðustu árum. Hermann hefur reyndar eytt meiri tíma í Galisíu sem er hérað á norðvesturströnd Spánar. Kristín Ómars- dóttir bjó einnig um tíma í Barselónu. Guðbergur Bergsson hefur sterk tengsl við Barselónu en hann nam þar bókmenntafræði á svipuðum tíma og Álfrún en hann hefur þó lengstum verið tengdur höfuðborginni Madríd. Jóhann Hjálmarsson dvaldi einnig við nám í Barselónu í kringum 1960 og Ari Jósefsson. Og auðvitað átti Halldór Laxness leið um borgina á sínum tíma. Allir sem komið hafa til Barselónu skilja svo sem hvers vegna rithöfundar og aðrir vilja dvelja þar. Borgin er einstaklega falleg, sólrík og góð til umgangs á allan hátt. Hún er með öðrum orðum algjör andstæða Reykjavíkur sem heillar landann sennilega og kveikir á sköpunarþörfinni. Stóra spurningin er hins vegar hvernig Barselóna hefur haft áhrif á íslenskar bók- menntir. Áhrifin eru tvímælalaust margvísleg og væntanlega af öðrum toga en þau sem til dæmis Kaupmannahöfn hefur haft. Dönsku áhrifin birtast með óvæntum hætti á kápu bókar Guðjóns Friðrikssonar um forseta Ís- lands þar sem forsetinn stendur á dönskum skóm úti í miðjum skafli á Hellisheiðinni. Kaupmannahöfn færði okkur heiminn í ýmsu smálegu en kannski hefur Barselóna stækkað hann. trostur@mbl.is Samhengi íslenskra bókmennta í Barselónu Kaupmannahöfn færði okkur heiminn í ýmsu smálegu en kannski hefur Barselóna stækkað hann VITINN ÞRÖSTUR HELGASON Barselóna Hér er gott að vera. Þ riðji mánuður í kreppu er hafinn. Bjart- sýnislygin sem við notum frá degi til dags til að skrimta hamrar á því að nú förum við að sjá til botns, nú fari þetta að koma. Einn og einn náungi á borð við Tryggva Þór Herbertsson hefur meira að segja haldið því fram að þetta sé hálfgert smámál, nú síðast í Fréttablaðinu 4. desember, þar sem hann teiknar upp hófstillta mynd af nokkuð vondri flensu sem rjátlist fljótt af sjúklingi í góðu formi. En almenningur er tortrygginn. Ör- þrifaráðin sem fólk er hvatt til að seilast eftir sýna best ástæðurnar fyrir því. Gamli trúskipt- ingurinn Guðmundur Ólafsson hagfræðingur raungerði í DV-viðtali 3. desember leikrit Dar- ios Fos, Við borgum ekki. Hann vill greinilega knésetja kapítalismann, þrátt fyrir allt. „Borg- um ekki“-hreyfing gæti verið áhugavert fyr- irbæri, en ég er ekki viss um að venjulegt fólk í venjulegum störfum myndi vera hrifið af henni þegar atvinnurekendur tækju hana upp líka. Ágætis loftvog á ástandið eru bréfin sem Eg- ill Helgason birtir á bloggsíðu sinni á vefritinu Eyjunni. Þar teiknast upp andlegt ástand þjóð- ar sem er í mjög slæmu áfalli. Hún er í sorg- arferlinu miðju og er tilbúin til hvers kyns ör- þrifaráða, ef hún þá yfirleitt kemst fram úr rúminu á morgnana. Bréfin eru átakanleg og sorgleg. Þau eru full af reiði sem stundum má segja að sé réttlátt en leiftra líka af ómarkvissri og óskilgreindri heift. Reiðin beinist í allar áttir, gegn stofnunum samfélagsins, forkólfum at- vinnulífsins og þeim neyðarráðstöfunum sem eru í gildi. Slakt gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum verður enginn leynd- ardómur þegar rýnt er í þessi skrif. Þau koma nefnilega flest úr horni þar sem hin stærð- fræðilega tilgáta um parkettlagðan og faser- aðan alheim í óendanlegri útþenslu á nýjum Range Rover átti sína góðu daga. Þegar Kóp- erníkusarsnúningurinn var tekinn á hina heillandi, barnalegu og stórbrotnu miðstétt- artrú á að lífskraftur örfárra alfa-karlmanna nægi til að draga hálfa þjóð upp um heila stétt var eins og það yrði bilun í kjarnaofni. Innri bráðnun leiðir til hættulegrar reiðigeislunar. En miðstéttin verður sífellt leiðari á þessu þófi og þessari langdregnu dellu. Hún vill fyrst og fremst frið. Burt með Davíð og Jón Ásgeir. Burt með Sollu og Geir. Fáum fólk eins og Hönnu Birnu sem virðist hafa líkt og heilagur spámaður stillt hinn úfna sæ borgarstjórnmál- anna. Fyrst það var hægt í borginni eftir stormasöm ár hlýtur það að vera mögulegt í landsmálunum. Og nú síðast er búið að blanda Evrópumálunum í grautinn og enn sem fyrr eru þeir sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, Brusselsnatarnir, eins og þeir verða líklegast kallaðir í þeirri ofsafengnu átakaretórík sem ESB andstæðingar brúka, of linir, of akadem- ískir. Búið er að sjóða hið stóra mikla pólitíska hugsjónaverkefni niður í tvær aumar dósir. Á annarri stendur fullveldi, á hinni evra. Ekkert annað er til umræðu. Þetta er hinn fullkomni smérklíningur, hið fullkomna frávarp erfiðleik- anna. Nú tekur við skelfileg endurtekning eld- gamallar orðræðu um fullveldi og þjóðarsölu og alla þá gömlu frasa, sægreifar, vinstrigrænir og svartstakkar fallast í einn stóran þjóðernissinn- aðan faðm. Ísland er ekki eyja. Ísland er 200 mílna fiskveiðilögsaga. Í öllum þessum hrærigraut tilfinninga, neyð- arlaga og næturfunda hefur verið gott að leita til fjölmiðils þar sem horft er yfir hið stærra svið: Tímarits hins íslenska bókmenntafélags, Skírnis. Í nýjum Skírni er grein sem ég hef hvergi séð minnst á í fjölmiðlum en ætti að vera „miðlæg“ í umræðunni. Hún heitir Þorskastríð- in. Baráttan við erlenda fjandmenn og inn- lendar goðsagnir og er eftir Guðna Th. Jóhann- esson. Þar rekur Guðni í sundur með afar gagnrýnum hætti helstu goðsagnir þjóðarinnar um þorskastríðin. Þar sem ESB-andstæðing- arnir nota nú téð stríð sem sósu á sínar fullveld- iskrásir er hollt að sjá það rakið skilmerkilega að flest sem sagt er um þessa atburði virðist byggt á misskilningi, hálfsannleika eða oftúlk- un. Mikil goðsagnasmíð fer nú fram um allt sam- félagið og menn safna vopnum fyrir hina miklu baráttu næstu mánaða. Þar vilja margir halda völdum. Aðrir fá völd. Við hin sem viljum fá að vinna og starfa í skynsömu þjóðfélagi réttlætis og gagnsæis þar sem vöxtur byggist á raun- verulegri verðmætasköpun en er ekki rekinn áfram af hormónum og skuldsettum draumum verðum að reyna að takast á við þessa orrahríð með skýra sýn á gildin. Þess vegna verður að gagnrýna orðaleppana, goðsögurnar og þoku- slungna leyndardómana. Og vera sjálfum okkur trú. kbjonasson@gmail.com Of linir, of akademískir „Og nú síðast er búið að blanda Evrópumálunum í grautinn og enn sem fyrr eru þeir sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, Brusselsnatarnir, eins og þeir verða líklegast kallaðir í þeirri ofsa- fengnu átakaretórík sem ESB andstæðingar brúka, of linir, of akademískir,“ segir Kristján í grein sinni. FJÖLMIÐLAR KRISTJÁN B. JÓNASSON Nú tekur við skelfileg end- urtekning eldgamallar orð- ræðu um fullveldi og þjóð- arsölu og alla þá gömlu frasa, sægreifar, vinstri- grænir og svartstakkar fallast í einn stóran þjóð- ernissinnaðan faðm. Brusselsnatar og fullveldishetjur Guðni Th. Jóhann-esson sagnfræð-ingur vakti þjóð- arathygli í svokölluðu hlerunarmáli. Í nýjasta Skírni, tímariti hins Ís- lenska bókmennta- félags, ritar hann grein um þorskastríðin og þær goðsagnir sem sagðar hafa verið um þau. Nið- urstaða hans er að flest það sem ráðamenn, forkólfar atvinnulífs, rit- stjórar (bæði núverandi, fyrrverandi og ef til vill verðandi) sem og aðrar málpípur hins opinbera málflutnings hafa haft á orði um þessa atburði sé „fegruð mynd fortíðarinnar“. Goðsagnirnar eru ekki „ósvífinn ósannleikur“, en þær eru „í eðli sínu hálfsannleikur eða „fölsuð saga““. Ákvarðanir Íslendinga í deilunni höfðu til að mynda ekki mótandi áhrif á hafrétt, eins og haldið hefur verið fram, og ákvarðanir þeirra voru síður en svo einsdæmi á heimsvísu. Engin þjóðareining var til staðar á þessum átakatím- um og hefðu breskir sjóliðsforingjar beitt valdi hefðu þeir verið dregnir fyrir herrétt. Íslend- ingar gerðu of mikið úr harðýðgi Breta. Sjálfir báru Íslendingar síðan takmarkaða virðingu fyr- ir eigin röksemdum í baráttunni um fiskimiðin. Á umbrotatímum verða slík sjónarmið að heyr- ast og heyrast skýrt svo ekki sé hægt að nota fortíðina athugasemdalaust sem áróðurstæki í pólitískum deilum. kbjonasson@gmail.com ÞETTA HELST Gullöld sjálf- stæðisins? Guðni Afhjúpar goð- sagnir um þorskastríð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.