Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Side 3
Háskólabíó við Hagatorg • 107 Reykjavík • Sími 525 4003 • Fax 525 5255 hu@hi.is • www.haskolautgafan.hi.is Ættartölu- safnrit sér Þórðar Jóns- sonar í Hítar- dal I-II Stórmerk frumheimild fyrir íslenskar ætt- fræðirannsóknir. Ætt- artölusafnritið er samtíðarheimild um ættir, afkomendur og búsetu fjölda Ís- lendinga á fyrri hluta 17. aldar. Af því spruttu yngri gerðir auknar efni um nýjar kynslóðir og frá þessum ritum er runnin ómæld þekking í prentuð ættfræðirit á nútíma. Guðrún Ása Grímsdóttir annaðist útgáfuna 1012 bls. Þroskahömlun barna Í bókinni er fjallað um þroskahömlun barna, orsakir fötlunarinnar, eðli hennar og leiðir til íhlutunar. Sjónum er beint að eðlilegum þroskaferli barna, helstu orsökum þroskahömlunar, al- þjóðlegum skilgrein- ingum og greiningu á þroskahömlun og hesltu erfiðleikum sem þessi fötlun getur haft í för með sér fyrir hinn fatlaða og fjöl- skyldu hans. Íhlutun er gerð ítarleg skil, allt frá snemmt- ækri íhlutun frá fyrstu árum ævinnar til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum. Loks er fjallað um það á hvernig stuðningi við fjölskyldur barna með þrosk- ahömlun er best háttað. Ritstjóri: Bryndís Halldórsdóttir 220 bls. Stjórnun og rekstur fé- lagasamtaka Þetta er fyrsta bók sinn- ar tegundar á íslensku. Henni er ætlað að mæta brýnni þörf á aðgengilegu efni um stjórnun og rekstur sjálfboðaliðasamtaka og annarra félaga sem rekin eru án hagnaðarvonar. Þrátt fyrir vaxandi hlutdeild félaga af þessu tagi í almannaþjónustu á Íslandi og áhuga á að bæta stjórnun og rekstur þeirra til að mæta auknum verkefnum eru afar takmarkaðar upp- lýsingar á íslensku um viðfangsefnið. Í bókinni er sjón- um m.a. beint að hlutverki og umfangi félagasamtaka á Íslandi, helstu lagareglum, stjórnskipulagi og stefnumót- un. Einnig er fjallað um forystu og mannauðs- og fjár- málastjórnun, almannatengsl, upplýsinga- og skjala- stjórnun og fundarstjórn. Að lokum er starfsemi 11 ís- lenskra félagasamtaka kynnt. Ritstjórar: Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir 398 bls. Frá Sýrlandi til Íslands Tómasarguðspjall, Tóm- asarkver og Tómas saga postula eru rit tileinkuð heilögum Tómasi postula. Sá meiður sem þau mynda í flóru frumkristinna rita er einstakur. Hér fæst innsýn í sum elstu varðveitt ummæli Jesú frá Nasaret þar sem upprisa Jesú frá dauðum er hvergi nefnd. Það er ekki píslarvætti frelsarans sem er lykill að guðsríkinu heldur þekking. Helsti þrándur í götu mannsins að sannri þekkingu reynast vera ástríður holdsins en ekki siðferðileg álitamál á vog syndar og aflausnar. Leiðin að þessari guðlegu þekkingu er ekki gjöf heldur þrotlaus barátta við öfl þessa heims, þar sem meinlæti og hófs- emi verða tákn hinnar nýju kynslóðar Guðs. Í Tómasar- kristni gefur að líta eina af elstu túlkunum á persónu Jesú frá Nasaret og orðum hans. Sú túlkun átti ekki upp á pallborðið hjá kirkjulegum yfirvöldum á fjórðu öld né lengi síðan. En þessi rit eiga erindi til samtímans þar sem þröngsýni fortíðar víkur fyrir nýjum viðhorfum. Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson 390 bls. Willard Fiske: Vinur og velhjörðamaður Íslands Fáir hafa haft aðra eins tröll- atrú á Íslandi og Íslendingum eins og Bandaríkjamaðurinn Daniel Willard Fiske. Um miðja 19. öld fékk hann, þá ungur maður, geysilegan áhuga á Íslandi. Hann lærði íslensku og dvaldi á Íslandi um hríð 1879. Hann trúði því að Ísland ætti mjög bjarta framtíð fyrir sér, aðeins þyrfti að herða til aðgerða. Hann kynntist fjölda manna sem margir hverjir hjálpuðu hon- um síðar við söfnun á íslenskum ritum. Ástamál hans voru ljúfsár, en hann kvæntist mjög auðugri stúlku sem lést eftir skamma sambúð. Harðsóttur arfur eftir hana gerði honum kleift að safna íslenskum bókum af ástríðu, sem varð hið markverðasta við lífsstarf hans og myndar stofninn að Fiske Icelandic Collection við Cornell-háskól- ann í Bandaríkjunum. Í þessari bók er dregin upp heil- steypt mynd af margbrotnum persónuleika manns, sem vildi auðga líf Íslendinga og bæta hag þeirra. Kristín Bragadóttir 192 bls. Afbrot og Íslendingar Hvernig má skýra fíkni- efnavandann? Dregur hert refsipólitík úr hon-um? Hvaða þættir hafa áhrif á ólög-mæta hegðun í íslenskum stór-fyrir-tækjum? Hvernig á hið op- in-bera að bregðast við vændi? Hvers vegna koma sífellt fram kröfur um hertar refs-ingar í baráttunni við glæpi? Hverju skila þær? Bókin er þarft innlegg í umræðu um íslenskt samfélag og þróun þess frá sjónar- horni félags- og afbrotafræðinnar. Helgi Gunnlaugsson 214 bls. Persónuvernd í upplýsinga- samfélagi Hvernig fylgjast fyrirtæki og stofnanir með starfs- mönnum sínum? Hvaða áhrif hefur aukið rafrænt eftirlit á afköst og vinnugleði fólks? Hver hefur aðgang að við- kvæmum heilbrigðis- upplýsingum? Hvern- ig getur löggjafinn tryggt öryggi per- sónulegra upplýs- inga í gagnagrunn- um? Hér er m.a. fjallað um þessar spurningar og reynt að draga upp mynd af möguleikum eftirlits í íslensku samfélagi og sýna hvers konar persónuupplýsingum er safnað. Ritstjóri :Salvör Nordal Kilja. 142 bls. Nýtt folk. Þjóð- erni og verka- lýðsstjórnmál 1901-1944 Myndun íslensks þjóðríkis var fyrirferðamesta við- fangsefni stjórnmálanna á upphafsárum verkalýðs- hreyfingarinnar. Takmark- aði það svigrúm hennar á stjórnmálasviðinu, eða jók það slagkraft hennar? Hvernig mótaði orðræða sjálfstæðisbarátt- unnar sjálfsmynd íslensks verkafólks? Að hvaða marki streittist það á móti eða hafði áhrif á þróun íslenskrar þjóðernisstefnu? Hvernig tengdist tjórnmálaorðræða verkalýðsflokkanna, sem að stofninum til var sósíalísk, og þjóðernisorðræðan? Hvaða hlutverki gegndu verka- lýðsflokkarnir í myndun íslenska þjóðríkisins? Í bókinni er leitað svara við þessum spurningum. Markmiðið hennar er að gera grein fyrir eðli og þróun þeirrar þjóð- ernishyggju sem greina má í stjórnmálaorðræðu ís- lenskrar verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem stofn- aðir voru í hennar nafni á árunum 1901-1944. Ragnheiður Kristjánsdóttir 320 bls. Almanak Háskóla Íslands 2009 Auk dagatals flytur alm- anakið margvíslegar upplýsingar, s.s. um sjávarföll og gang him- intungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni, sem frá Íslandi sjást. Í Almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins, yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborg- um þeirra. Fjallað er um vetrarbrautina, björtustu fasta- stjörnur, tímaskiptingu jarðar, reikistjörnur og margt fleira. Þá má nefna grein um Góupáska, sem eru mjög sjaldgæfir, og sumarpáska, en þeir eru öllu algengari. Loks eru í Almanakinu upplýsingar um merkisdaga fjög- ur ár fram í tímann. Ritsjóri: Þorsteinn Sæmundsson 96 bls. Skóli, nám, samfélag Hér endurspeglast djúp- ur skilningur höfundar- ins á menntamálum og víðtæk reynsla hans bæði af stefnumótandi starfi menntastofnana og á vettvangi skól- ans. Hann opnar les- endum víða sýn með því að tengja þau sögulegum, félags- legum og menntap- ólitískum þáttum, jafnt sem þrosk- asálfræðilegum og uppeldis- og kennslufræðilegum. Wolfgang Edelstein Kilja. 220 bls. Bókabylting 18. aldar Bókin fjallar um þá miklu grósku sem var í fræðastarfi og útgáfu bóka um íslenska menningu og náttúru á tíma upplýsingar- stefnunnar. Sagt er frá þeim mönnum og samtökum sem gerðu íslenskar fornbókmenntir að- gengilegar fyrir hinn menntaða heim og rannsóknum á náttúru og lands-högum. Á síð- ari hluta aldarinnar hljóp mikill vöxtur í rannsóknir á ís- lenskum handritum og útgáfu þeirra og er sú saga rakin. Ítarlega er sagt frá mesta sagnfræðiriti þessa tímabils, Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar. Aðalgeir Kristjánsson Kilja. 160 bls. Af jarðarinnar hálfu Ritgerðir af tilefni sex- tugsafmæli Péturs Gunnarssonar Pétur er einn af virt- ustu og vinsælustu rit- höfundum Íslendinga. Fyrsta skáldsaga hans, „Punktur punktur komma strik", kom út árið 1976 og vakti verð- skuldaða athygli. Þar túlkaði Pétur á nýstárlegan hátt sýn og reynslu nýrrar kynslóðar Ís- lend-inga sem höfðu alist upp á mölinni eftir seinni heimstyrjöldina. Í tilefni af sextugsafmæli hans efndu Hugvísindastofnun og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands til Pétursþings, ráðstefnu þar sem hópur fræði- manna og rithöfunda leit yfir höfundarverk Péturs, velti einstökum verkum fyrir sér og ræddi inntak og stöðu þeirra í íslenskum samtímabókmenntum. Ritstjórar: Jón Karl Helgason & Torfi Tulinius 132 bls. Almenningasfræðsla á Íslandi I-II Ritið er fullt af áhugaverðum upplýsingum um menntun og skóla- líf á Íslandi; skipulag þess og umfang, inntak, hugmyndir, stefnur og strauma. Einnig er lýst í máli og með fjölda fágætra mynda brotum úr skólalífi í landinu frá upphafi til þessa dags. Ritstjóri: Loftur Guttormsson 800 bls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.