Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Síða 4
Eftir Guju Dögg Hauksdóttur guja.dogg@reykjavik.is H in nýja sviðsmynd Kast- ljóssins er borin uppi af hvítum, einföldum stál- hillum sem stillt er nokkuð frjálslega hverri um aðra og óþarflega þétt saman á bak við kynninn í myndverinu. Uppsetningin á líklega að mynda eins konar ramma eða rými um margvísleg viðtöl sem þar eru tekin og sjónvarpað til allra landsmanna, þessa dagana mest- megnis í yfirheyrsluformi við máls- metandi menn um óskemmtilegt ástandið í þjóðfélaginu. Hillurnar eru algerlega skrautlausar og minna á ódýrar lagerhillur í geymslu. Hill- urnar eru líka algerlega tómar. Rýmið er algerlega kaótískt. Ég get ekki komist hjá því að finn- ast þessi nýja sviðsmynd vera ískyggilega táknræn fyrir sam- tímabirtingarmynd hins manngerða umhverfis í landinu – sem án hiks má segja að sé nokkuð nöturlegt eftir samfellt og vaxandi góðæri í þjóð- félaginu síðustu tíu árin. Byggingar og umferðarmannvirki hafa risið í gríðarlegu magni, hvert um annað þvert, nokkuð frjálslega miðað við samþykkt skipulög og margt óþarf- lega þétt, að minnsta kosti miðað við hæð og umfang hins byggða. Heild- armynd bygginganna og rýmisins á milli þeirra er óneitanlega kaótísk. Rétt eins og umhverfið, ramminn um samskipti manna í kastljósi rík- issjónvarpsins. Stökkbreytingar Það má færa fyrir því rök að borgir eru spegilmynd af borgurunum sem þær byggja. Beint samhengi er á milli ríkjandi tíðaranda og þess forms sem honum er gefið í þeim húsum, götum og borgarmynd sem rísa hverju sinni. Á bak við hverja byggingu er staðfesting á gildismati verktaka, verkkaupa, arkitekts og yfirvalda ásamt afstöðu þeirra til þess umhverfis, þess samfélags sem þeir byggja í og því sem fyrir er. Á tímum einveldis var það á hendi fárra manna að draga upp útlínurnar sem tiltölulega einsleitur hópur borgara fyllti út í á löngum tíma með virðingu og auðmýkt fyrir heild- armyndinni. Það tók mörg hundruð ár að byggja fegurstu gotnesku dómkirkjurnar í Evrópu og heil- steyptustu borgarhverfi sem við þekkjum lúta undanþágulausri festu í skipulagi bæði gagnvart fyr- irkomulagi gatna og lóða, en einnig að ytra útliti og efnisvali húsanna – ásamt vilja íbúanna til að vera hluti af heild. Þeir borgarhlutar höf- uðborgarsvæðisins sem byggst hafa á síðasta áratug, tíma mikillar upp- sveiflu og áður óþekkts aðgengis að fé til framkvæmda, einkennast af víðfeðmum, karakterlausum út- hverfum þar sem mun meira land er lagt undir umferðarmannvirki en heimili manna, þar sem varla er að sjá tvö skyld hús í einni götu og eng- an mann á ferli nema í innhverfum stórmörkuðum umgirtum óynd- islegu bílastæðaflæmi. Á meðan venjulegar barnafjölskyldur hafa innréttað sig í sjónrænni óreiðu nýju íbúðarhverfanna og varist nánasta umhverfi sínu með hljóðmönum og háum girðingum úr stórum bygging- arvöruverslunum í nágrenninu hafa eldri borgarar selt einbýlishús með grónum garði í gamla hverfinu sínu fyrir íbúðir í sérsniðnum, spánnýjum skýjakljúfum án jarðsambands en með ógnvænlega náin tengsl við auðnulausar hraðbrautir. Sé lands- lag nýrra borgarhluta eins og Graf- arholts í Reykjavík, Salahverfis í Kópavogi eða Áslands í Hafnarfirði borið saman við eldri hverfi eins og hlýlegar sólvallagöturnar í gamla Vesturbænum, einhuga svalt yf- irbragð gatnanna í Safamýrinni eða notalegar húsalengjurnar í land- agötum Fossvogsins er augljóst að áherslur í byggingarlist hafa tekið stökkbreytingum með góðærinu svo- kallaða. Of stórar Framkvæmdir og fjárfestingar síð- asta áratugar í byggðu umhverfi hérlendis hafa verið gríðarlegar að magni. Þær einkennast af miklu kappi en minni forsjá, sem birtist einna skýrast þessar vikurnar í þeim aragrúa byggingarkrana sem frosið hafa fast við afhjúpun botnlauss fjár- máladýsins. Heilu og hálfu nýbygg- ingarnar standa tómar eins og hill- urnar í Kastljósinu. Út um gluggann hjá mér hef ég fylgst með síkvikum skógi bygging- arkrana yfir miklu bákni sem risið hefur hratt og örugglega úr sæ síð- ustu árin. Esjan, hið gamla kennileiti Reykjavíkur, víkur jöfnum fetum fyrir nýju kennileiti höfuðborg- arinnar, tónlistar- og ráðstefnuhúsi sem í stærð og umfangi er ein besta myndgerving uppsveifluanda síðasta áratugar. Ef tímarnir hefðu verið „eðlilegir“ hefði byggingin líklega einskorðast við það sem þurfti að byggja, nefnilega langþráða tónlist- arhöll Reykjavíkur eða Íslands. Þess í stað sitjum við nú uppi með bygg- ingu sem er þrisvar sinnum of stór fyrir þennan stað, inniheldur alger- lega óþarfar einingar eins og ráð- stefnuhöll, lúxuxhótel og margra hæða bílastæðakjallara – og verður líklega aldrei kláruð eins og til stóð samkvæmt metnaðarfullri verð- launatillögu dönsku arkitektanna hjá Henning Larsen eða listrænum tilburðum Ólafs Elíassonar um klæðningu hússins! Önnur bygging undir menningar- líf landsmanna hefur verið í bygg- ingu í höfuðstað Norðurlands, sem sé verðlaunatillaga arkitektastof- unnar Arkþings fyrir menningarhús og tónlistarskóla við Strandgötuna. Sú bygging virðist vera hlutfallslega jafnmikið bákn fyrir staðsetningu sína með lágreistum timburhúsum við hafnarbakkann á Akureyri og tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Aukinheldur er form menningarhússins eins og gripið úr höfuðstöðvum rómverja við upphaf tímatals okkar: valdsmikill, þungur og innhverfur sívalningur sem klæddur er grjóti – form og efni sem af formtungumálinu má skilja þann- ig að starfsemi þessa húss sé aðeins fyrir fáa útvalda, nefnilega farþega á fyrsta farrými í þjóðfélagi sem til þessa hefur verið tiltölulega laust við stéttskiptingu. Hverfast um sjálfar sig Töluvert hefur verið lagt í há- skólabyggingar og rannsóknarsetur á títtræddum uppgangstímum þjóð- arinnar, sem vonandi eiga nú rekstr- arfé aflögu og nýtast munu vel í mögru árferði sem framundan er. Þar má nefna Náttúrufræðahús Há- skóla Íslands eftir arkitektinn Magga Jónsson, verðlaunatillögu arkitektanna Ögmundar Skarphéð- inssonar og Ingimundar Sveinssonar að yfirbyggðu háskólatorgi við Há- skóla Íslands, nýjar höfuðstöðvar Háskólans í Reykjavík undir fæti Öskjuhlíðar sem arkitektastofan Arkís og Henning Larsen Architects hafa teiknað, hús Íslenskrar erfða- greiningar í Vatnsmýri (bygging- arstjóri Hjörleifur Stefánsson) og aðalbyggingu, rannsóknarsetur, stúdentagarða o.fl. við Viðskiptahá- skólann á Bifröst sem arkitektarnir á Studio Granda eiga heiðurinn af. Margar þessara nýbygginga ein- kennast af stórum byggingarein- Höfðatorg Draumur um að vera þjóð með öðrum (milljóna)þjóðum. Smáraturninn Undanfarin tíu ár, hefur einstaklingshyggja landsmanna myndgerst í ósamstæðu bútateppi bygginga sem snúa að eigin geðþótta í allar áttir. Íslensk erfðagreining Stórar byggingareiningar og valdsmiklir tilburðir í útliti. Byggingararfleifð upps „Ég leyfi mér að efast stórlega um að raunveruleg verðmætasköpun hafi átt sér stað,“ segir greinarhöf- undur um bygg- ingararfleifð nýlið- ins uppgangstíma á Íslandi. Reistar voru byggingar sem voru of stórar miðað við um- hverfi sitt, sjálf- hverfar og óhóf- legar að nánast öllu leyti. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 4 LesbókBYGGINGARLIST Byggingarmagn í fermetrum í Reykjavík, samkvæmt yfirliti byggingarfulltrúa. 1995 87.522 1999 194.089 2003 248.372 2007 172.133  Uppsveiflan hefst 1999 og nær hámarki 2003.  2007 var metár í byggingu verslunar- og skrifstofu- húsnæðis, alls 55.013 fermetr- ar voru byggðir.  Í fyrra voru samþykkt bygg- ingarleyfi fyrir 389.482 fer- metrum af húsnæði sem er met. Framkvæmdagleðin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.