Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 5
ingum og valdsmiklum tilburðum í útliti, sem skeyta litlu um staðsetn- ingu og nærliggjandi umhverfi ann- arra bygginga eða landslags, en hverfast um sjálfar sig og stuðla þar af leiðandi ekki að lifandi heild- armynd byggðarinnar sem ávarpar einstaklingshyggju frekar en með- vitað samspil bygginga og borg- arrýmis. Háskólatorg Háskóla Ís- lands reynir á veikan hátt að setja niður útirými fyrir utan innganginn, sem stendur illa gagnvart sól og er því illa nýtanlegt í loftslagi okkar. Samsetning ólíkra húsa á Bifröst, nýrri með eldri, er hins vegar ein fárra undantekninga á bygging- arframkvæmdum síðustu ára þar sem greinileg auðmýkt eða vilji er fyrir hendi til þess að skapa sam- félag úr margvíslegum einingum bygginga frá ólíkum tímum sem rað- ast saman um skjólsæl útirými eða raunveruleg torg. Með höfuðið ofar skýjum Af mörgum byggingarfram- kvæmdum síðustu ára hérlendis sem litast hafa af óraunhæfum vænt- ingum eða draumum um að vera þjóð með öðrum (milljóna)þjóðum er reit- urinn við Höfðatorg sem gegna átti lykilhlutverki í borgarmynd Reykja- víkur samkvæmt höfundum. Ekkert er hægt að setja út á fagurfræði há- hýsanna sem slíkra né faglega vinnu PK arkitekta sem teiknað hafa hús- in, en verkkaupi sem ákveður að höf- uðstaður á mörkum hins byggilega heims geti fyllt skýjaborg að um- fangi sem myndi líklega aðeins kom- ast á koppinn í dýrustu hverfum New York eða Tókýó er líklega með höfuðið eða gróðavonina ofar skýj- um, þar sem andmæli frá lágreistri nágrannabyggðinni ná ekki til. Skipulagsyfirvöld horfðu í aðra átt. Eftir stendur skuggamynd eða beinagrind takmarkalausrar upp- sveiflu á Höfðatorgi, minnisvarði um góðæri. Einstaklingshyggja Borgir eru spegilmynd af borg- urunum sem þær byggja. Und- anfarin tíu ár, meint mesta góðæri í sögu Íslands, hefur einstaklings- hyggja landsmanna myndgerst í ósamstæðu bútateppi bygginga sem snúa að eigin geðþótta í allar áttir og líta í eigin barm frekar en að huga hver að annarri. Verktakar hafa notað tækifærið til að græða sjálfir sem mest á sem stystum tíma. Skipulagsyfirvöld hafa stutt óheft frelsi til sjálfhverfra athafna. Fæstir hafa fjárfest af óeigingirni eða örlæti gagnvart stærra sam- hengi heildarinnar. Þrátt fyrir ótæpilegan útlagðan kostnað mun næsta fátt af því sem byggt hefur verið síðustu tíu árin rata á bækur fyrir áhugaverða hugmyndafræði, nýsköpun í formi eða rými, vandaða smíði eða alúð við smáatriði. Og ég leyfi mér að efast stórlega um að raunveruleg verðmætasköpun hafi átt sér stað. Morgunblaðið/RAX Tónlistarhúsið Að stærð og umfangi ein besta myndgerving uppsveifluanda síðasta áratugar. sveiflunnar Þrátt fyrir ótæpileg- an útlagðan kostnað mun næsta fátt af því sem byggt hefur verið síðustu tíu árin rata á bækur fyrir áhugaverða hug- myndafræði, nýsköp- un í formi eða rými, vandaða smíði eða alúð við smáatriði. Höfundur er arkitekt FAÍ og deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Lesbók 5 Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Jólasýningin Sérkenni sveinanna á Torginu Fjölskylduskemmtun 7. desember Munið jólaratleikinn: Hvar er jólakötturinn? Komdu og hittu jólasveinana 12.–24. desember! Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins hefst sunnudaginn 7. desember Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-17 Aðventan í þjóðminjasafni Íslands Les fleurs du mal Útgáfufélagið Steintún auglýsir eftir íslenskum þýðingum á ljóðum úr Les fleurs du mal eftir Charles Baudelaire til útgáfu á árinu 2009 á frönsku og íslensku samsíða. Upplýsingar um þýðingar sem birst hafa á prenti vel þegnar. Vinsamlega hafið samband við ritstjóra með tölvupósti á netfangið siggi@steintun.is fyrir 15. desember nk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.