Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Síða 6
E f það er tiltekin kvikmynd á London Film Festival árið 2008 sem stend- ur upp úr, rís eins og klettur úr haf- inu, mynd sem hvort tveggja gnæf- ir yfir umhverfið og gefur því lit, réttlætir og endurnýjar trúna á kvikmyndalistina, þá er það nýjasta mynd frönsku leikstýrunnar Agnesar Varda, Les Plages D’Agnes (Strendur Agnesar, eða Beac- hes of Agnes á ensku), en hér er á ferðinni sér- tæk hugleiðing og myndræn ritgerð í kvik- myndaformi. Strendur Agnesar er í senn rökrétt framhald á því mikla og samtengda heimildaverki sem Varda hófst handa við að skapa um miðjan áttunda áratuginn og ein- stakt listaverk, engu öðru líkt; myndin er óður til lífsins og þess leynda einkaheims sem lifir innra með einstaklingnum, hún er rannsókn á því hvernig tjáning einkaheimsins, miðlun hans og varðveisla í listinni heftir forgengileik- ann, kemur í veg fyrir að einkaheimurinn hverfi og verði að engu með dauða og fráfalli vitundarinnar. Þetta er því mynd um kvik- myndalistina sem varðveislutæki sjálfsins, heimildasafn og minningaarkífu; kvikmyndin sem minnisvarði hins liðna, og sýnidæmi um það hvernig fortíðin lifnar við í sjálfri miðl- uninni. Varda er einn af helstu forsprökkum frönsku nýbylgjunnar, kvikmyndahreyfingar sem reið yfir heiminn á sjötta og sjöunda ára- tugnum, og ein af fáum konum sem árangri náðu bakvið myndavélina í karlaheiminum. Hún fæddist árið 1928 sem þýðir að Strendur Agnesar kemur út á áttræðisafmælisári leik- stýrunnar, hvorki meira né minna, og óhætt er að segja að myndin beri þess vitni. Þetta er verk þroskaðs listamanns, kvikmyndagerð- armanns sem lítur um farinn veg, veltir fyrir sér samspili lífs og listar, og gildi samvista við nú horfna samferðamenn. Það vakir ákveðinn söknuður yfir framvindunni, en þó einnig gríð- arleg lífsgleði og nautn. Raunar er síðara við- horfið ríkjandi, lífsgleðin, og myndin er glað- vær fremur en angurvær, hlý frekar en köld, og innileg og seiðandi frekar en sundurgrein- andi. Algengt viðkvæði þegar rætt er um Varda er að hún hafi í raun aldrei hlotið þá frægð/ virðingu/viðurkenningu sem hún verðskuldar fyrir margra áratuga starf í fremstu víglínu óháðrar og listrænnar kvikmyndagerðar. Það er í öllu falli óhætt að segja að Varda hafi aldr- ei hlotið sams konar viðurkenningu fyrir brautryðjendastörf sín og Godard eða Truf- faut hlutu, nú eða hinir nýbylgjusinnarnir. Og í raun leikur ekki mikill vafi á því að ástæðan fyrir hliðruninni er sú að Varda er kona, for- dómar kvikmyndasamfélagsins, karlmiðuð við- horf og karllæg þyngd sjálfs iðnaðarins hafa haft mikið vægi þegar verk hennar voru „met- in“ og sett í kanónískt samhengi; verk, án þess að farið sé í meting, sem nær undantekning- arlaust taka kvikmyndum þekktari erindreka nýbylgjunnar langt fram, enda reynast verk margra helstu „nafna“ þessa tímabils hafa elst afar illa, ólíkt verkum Varda sem standast svo sannarlega tímans tönn. Blikur eru hins vegar á lofti um að áhugaleysið í garð Varda sé að breytast, þannig hafa endurlitssýningar á heildarverkinu færst í aukana (naut ég t.d. góðs af einni slíkri í Madison-borg í Bandaríkj- unum árið 2004), myndir hennar eru smám saman að skila sér á mynddiska (Criterion á hér hrós skilið, en það ágæta fyrirtæki hefur gefið út hefðarútgáfur af nokkrum lykilmynda Varda) og svo er það langlífi og starfsorka leikstjórans, það að hún skuli enn vera að gera myndir. Það er erfitt að horfa fram hjá því. En Strendur Agnesar er sem sagt sjálfs- ævisöguleg heimildamynd, ritgerðarmynd leikstjóra um eigin fortíð og listamannstilvist, og hægt er að skoða verkið sem sérstakt tíma- legt rými þar sem leikstýrunni gefst tækifæri til að setja á sig gleraugu gleðilegs sagnfræð- ings og rýna í eigin fortíð. Þannig er myndin samsett úr tökum í núinu, hálfgerðum listræn- um innsetningum þar sem Varda tjáir sig um sín hugðarefni, leiknum endursköpunum á senum fortíðar, klippum úr myndum Varda og eiginmanns hennar Jacques Demys (leikstjóra Regnhlífanna í Cherbourg), og margs annars. Stórkostlegt atriði sýnir t.d. endurkomu Varda í sjávarþorpið La Pointe Courte þar sem hún gerði sína fyrstu kvikmynd, hina samnefndu La Pointe Courte, árið 1954. Hún hefur uppi á tveimur leikurum, ungum drengjum þegar myndin var tekin, nú rammfullorðnir menn, og fær þá til að þræða sömu leið í gegnum bæinn og þeir gerðu í tilteknu atriði myndarinnar. Endursköpunin á sér stað að kvöldlagi, menn- irnir tveir ýta á undan sér hálfgerðri kerru en á hana hefur verð fest tjald og lítil sýningarvél, þar sem upphaflega atriðinu úr La Pointe Co- urte, atriði sem þeir nú endurskapa, er varpað, nema á tjaldinu eru það svarthvítar myndir fortíðar, og ungir drengir, sem líða hjá í sams- konar en samt allt öðruvísi ferðalagi og full- orðnu karlmennirnir í nútíð myndarinnar. At- riði þetta er lýsandi fyrir þá sérkennilegu og upphöfnu tilfinningu, og hugmyndaríku út- færslu, sem einkennir þetta síðbúna meist- araverk frá einum af risum tuttugustu aldar kvikmyndagerðar. Strendur Agnesar verður frumsýnd í Frakklandi síðar í þessum mánuði. vilhjalmsson@wisc.edu Les Plages D’Agnes | Agnes Varda MYNDIR VIKUNNAR BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON Guðdómlegur gleðileikur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 6 LesbókKVIKMYNDIR O fmetnasta leikskáld samtímans, David Mamet, er einnig ofmetn- asti kvikmyndaleikstjóri sam- tímans. Hans nýjasta verk, Redbelt, hefur þó ýmsa kosti fram yfir fyrri myndir; ber þar fyrst að nefna að hún líður hjá sársaukalaust. Hún er einnig bráðfyndin á köflum (þó ekki alltaf viljandi) og á heildina litið er framvindan hröð, skemmtileg og ein- föld. Karlmennskuklisjurnar og ein- strengingslegar siðferðishugmyndir sem löngum hafa haldið Mamet í heljargreipum fá frelsi til að taka á sig sína sönnu fjarstæðukenndu mynd í pölp-kenndri veröld þar sem segir frá jiujitsu-kenn- aranum Mike Terry (hinn breski Chiwetel Ejiofor er frábær í hlutverkinu) sem lendir í klónum á illgjörnu Holly- woodkvikmyndagerðarfólki. Bíófólkið misnotar heiðarleika Terrys og bardaga- kerfi í gróðaskyni, það kemur honum í skuldir og ástandið verður sífellt verra þar til hann neyðist til að takast á við grunnþætti eigin hugmyndakerfis, sem er vitanlega hugsjón samúræjans. Það er sú snilldarhugmynd að gera ill- mennin að Hollywoodstórmennum sem heldur myndinni á floti, og þennan stórkostlega árekstur hreinleika og saurgunar má sennilega lesa sem listrænt manifestó Mamets. Og þá er ekki annað hægt en að hlæja. Myndin kom nýlega út á DVD á Íslandi. Redbelt | David Mamet Hreinleiki og saurgun U ndir lok átjándu aldar hannaði enski heimspekingurinn Jeremy Bentham nýja gerð af fangelsi sem var hag- kvæmari er önnur slík vegna þess hve ódýrt væri að reka það; í stað þess að verðir væru á hverju strái væri nóg að hafa einn vörð og skapa þá tilfinningu hjá föngunum að þeir gætu ekki vitað hvenær fylgst væri með þeim. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að fangelsi Benthams, kallað Panopti- con, er spegilmynd af mannlegu samfélagi og þeim ósýnilegu og óskrifuðu reglum sem stýra lífi okkar. (Reyndar líka spegilmynd af trúar- brögðum, en það er önnur saga.) Annar heimspekingur, Frakkinn Michel Fo- ucault, henti hugmynd Benthams um Panopti- con á lofti í verki sínu Agi og refsing (Surveill- er et punir) og spann út frá því vangaveltur um það hvernig opið þjóðfélag nútímans hefur í raun orðið til þess að færa fámennum hópi manna æ meiri völd eftir því sem auðveldara verður að fylgjast með okkur. Þessar kenningar Foucaults og fleiri álíka fræði- og spámanna hafa gert sitt til að leggja grunn að þeirri vænisýki sem einkennir svo umræðu á netinu nú um stundir, sjá til að mynda Zeitgeist-æðið og dellumakeríið hjá þeim sem halda því enn fram að bandarísk stjórnvöld hafi sjálf sprengt tvíturnana í New York. Mér eru minnisstæðar líflegar umræður uppi á Alþýðubandalagsloftinu á Tjarnargöt- unni fyrir mörgum árum þar sem menn ræddu í alvöru allskyns kenningar og staðhæfingar sem tíminn hefur leitt í ljós að voru tómt bull. Margar dellukenningarnar lifa þó góðu lífi á netinu, afturgöngur, því ungmenni, sem eru í stöðugri valdabaráttu við foreldra sína, falla svo gjarnan fyrir því sem varpar rýrð á yf- irvald (les: foreldra). Við fyrstu sýn hefur netið því heldur en ekki rennt stoðum undir pælingar Foucaults, því aldrei hefur verið betra að fylgjast með fólki en nú um stundir. Atvinnurekandi sem ætlar að ráða mann í vinnu byrjar þannig á að „Go- ogla“ hann, kanna hvað hann er að gera á MySpace-síðunni sinni eða Facebook. Er þetta kannski gaur (eða gella) sem lýst hefur eftir BDSM-félögum á einkamal.is, eru myndir af viðkomandi fáklæddum og ælandi með vænd- iskonum (eða unglingsstúlkum) eða að fletta upp um sig á bar? Bloggsíður eru líka góð leið til að komast að því hvaða mann tilvonandi starfsmaður hefur að geyma; er hann fylgjandi dauðarefsingum fyrir stöðubrot eða áhuga- maður um áhættuíþróttir eða kannabisreyk- ingar? Samkvæmt Foucault mætti því segja að net- ið sé hið fullkomna fangelsi, Panopticon, því allt sem við erum að gera á netinu er fyrir allra augum og þegar það er einu sinni komið þar inn er það þar um aldur og ævi. Er því ekki nærtækt að draga þá ályktun að netið verði til þess að við munum halda aftur af okkur, ekki skrifa neitt eða birta nema vera búin að velta því rækilega fyrir okkur hvort það sé líklegt til að hafa áhrif á framtíðarframa eða -starf? Öðru nær. Sú hugmynd að það sé fylgst með okkur, að það séu ósýnilegir fangaverðir að lesa tölvupóstinn okkar, skanna hvaða síður við erum að skoða, hlera símtöl og skoða upp- tökur úr eftirlitsmyndavélum er vissulega skemmtilega galin, en eftir því sem fleiri gera sig að fíflum á netinu skiptir það eðlilega minna máli að vera fífl. arnim@mbl.is Augað alsjáandi Því má halda fram að netið sé hið fullkomna fangelsi, Panopticon NETIÐ ÁRNI MATTHÍASSON Kúbverska fangelsið „Presidio Modelo“ er byggt eftir hugmyndum Jeremys Benthams. LJÓSMYND/FRIMAN B resku spennumyndinni Incendiary leik- stýrir Sharon Maguire og hún skartar Ewan McGregor og Michelle Williams í aðalhlutverkum. Hér er byggt á samnefndri skáldsögu eftir Chris Cleave sem kom út árið 2005 og fjallar um óhugnanlega hryðjuverkaárás á fótbolta- leikvang Arsenal í miðborg Lond- on, en bókin kom út aðeins nokkr- um vikum á undan lotu hryðjuverkaárása á almennings- samgöngukerfið í miðborginni. Kvikmyndaðlögunin fylgir sögu- þræði skáldsögunnar, og segir þar frá sambandi blaðamannsins sem McGregor leikur og ungrar móður sem missti son og eig- inmann í árásinni. Í samanburði við bókina fer myndin hratt yfir þá pólitísku svikamyllu sem kemur í ljós þegar farið er að grafast fyrir um aðdraganda árásarinnar, og skemmir það nokkuð fyrir. Eins og oft vill vera með bókmenntaaðlaganir sem annars eru vel úr garði gerðar líður myndin fyrir plottlegar takmarkanir formsins og reynist erfitt að takast á við flækjur í söguþræði á sannfær- andi hátt. Incendiary er þó athygl- isverð sem hlekkur í röð breskra kvikmynda sem fram hafa komið nýverið þar sem tekist er á við hryðuverkastríðið svokallaða. Og þá eru það gríðarleg forréttindi að fylgjast með Michelle Williams á tjaldinu, eins og alltaf. Myndin var frumsýnd í Bretlandi í október. Incendiary | Sharon Maguire Hryðjuverkaárás í London Strendur Agnesar Síðbúið meistaraverk frá einum af risum tuttugustu aldar kvik- myndagerðar, Agnesi Varda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.