Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 10 LesbókBÆKUR F yrstu sögurnar um Bangsímon, frægasta bangsa í heimi, eru komnar út í sérstakri hátíðarútgáfu. Guðmundur Andri Thors- son þýðir listavel og bókina prýða upprunalegar teikningar eftir E.H. Shepard. Þessi vinsæla bók kom fyrst út fyrir rúmlega átta- tíu árum en sögurnar koma nú út í fullri lengd í fyrsta sinn á Ís- landi. Sögurnar um Bangsímon og fé- laga hans iða af fjöri og notalegri kímni. Þær eru skrifaðar af áreynsluleysi og hlýjan í textanum skapar þægilega nálægð við persón- ur, sem er einmitt það sem börn leita eftir þegar þau lesa. Fyrir utan dreng- inn Jakob Kristófer, sem á og elskar bangsann Bangsímon, eru aðal- persónur bókarinnar dýr sem eru vina- leg og full af forvitni gagnvart lífinu. Að þessu leyti eru þau alveg eins og vel gerð börn. Dýrin hafa að vísu fremur lítið vit og misskilja margt, sérstaklega merkingu orða, en samt dett- ur þeim ýmislegt í hug, sumt býsna snjallt, og eru dugleg að bjarga sér. Myndir E.H. Shepard gera bókina einstaklega fallega og eigulega. Það er einfaldlega sérlega gaman að fletta henni. Útgáfan er því öll til fyrirmyndar, þar fara saman afar góður texti, lifandi og skemmti- legar myndir og afbragðs þýðing. Það hlýtur að vera fagnaðar- efni fyrir alla þá sem unna góð- um barnabókmenntum að fá þessa mjög svo ágætu bók í hendur. Bangsímon er bók fyrir öll góð börn og þá fjöl- mörgu fullorðnu sem hefur tek- ist að viðhalda barninu í sér. Lára: Kvað tennurnar í mér eru brunnar. Þær brunnu svo gasalega þegar ég gekk með krakkana, sérstaklega þann fyrsta. Ég verð nú samt að vera burðug og hleypa í mig hofmóðinum. Ég er nú einu sinni frú … Þvögusprund! Æ, ósköp er ég eittkvað hræmuleg, æ, þreytt, rjóð, samt, og æ. En ætti ég nokkuð að vera hrædd? Er ég nokkuð í raun og veru sem sé júnku- einkvern vegin -leg? Ég þarf að fá mér nýjar tennur. Ég held þær geri það nú líka hérna, með fulla skolta af gulli. Og svo er kápan orðin svo teygð síðan ég gekk með króana, sér- staklega hann Gústa blessað barnið. Það vantar tölu á hana. Nei Jesús Guðsson sveitin! Ég er nú það fegin að hafa komist úr henni þótt ég færi nú ekki að álpast þángað aftur. Ó, þessi sveitamykjuvargur! Mig verkjar af hatri. Steinar í djúpinu Um þessar mundir er leikrit byggt á textum Steinars Sigurjóns- sonar sýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Verkið heitir Steinar í djúpinu og birtist hér stutt textabrot úr verk- inu sem fengið er úr skáldsögunni Blandað í svartan dauðann sem kom út 1967. Steinar Sigurjónsson Fæddist 1928 á Hellis- sandi. S káldsaga F. Scotts Fitzgeralds um Gatsby hinn mikla, sem er talin meðal meist- araverka heimsbókmenntanna, er komin út á íslensku. Atli Magnússon blaðamaður, sem um árabil hefur einbeitt sér að þýðingu merki- legra skáldsagna, þýðir hana og vinnur verk sitt vel. Gatsby hinn mikli er á leslist- um í skólum í Bandaríkjunum og víðar og hefur komist á lista yfir hundrað bestu skáldsögur heims. Sagt hefur verið að bókin sé vin- sælasta nútímaskáldsagan í bandarískum bókmenntum. Það er ekkert einkennilegt við al- mennar vinsældir þessarar skáld- sögu. Hún er ástarsaga Jays Gatsbys sem á dularfulla fortíð og hefur það eina markmið að heilla aftur til sín Daisy, æskuást sína, í krafti gríðarlegs auðs síns. Ungur maður, Nick Carraway, segir söguna um kynni sín af Gatsby, sögu um ástir, svik og siðferðilega hnignun á uppgangstímum í Bandaríkjunum þegar djassinn dunar. Nick hrífst af heimi Gatsbys um leið og hann skynjar hversu innantóm veröld hans er. Bókin um Gatsby, manninn sem reynir að endurlífga fortíðina, er gríð- arlega vel skrifuð í fallegum, fáguðum og angurværum stíl. Yfirborðið í sögu Fitzgeralds er heillandi, eins og ríkidæmi er í huga flestra. En bak við glæsilegt yfirborð leynist ýmislegt miður fallegt. Og þegar Fitzgerald flettir ofan af per- sónum sínum verða þær vissu- lega fyrirlitlegar en jafnframt aumkunarverðar í sjálfselsku sinni og skeytingarleysi gagn- vart öðrum. Hinn mikli Gatsby | F. Scott Fitzgerald Bak við yfirborðið M eira að segja þeir sem ekki hafa les- ið söguna um Pollýönnu komast ekki hjá því að þekkja heimspeki þessarar litlu stúlku um það að í öllum slæmum aðstæðum megi finna eitt- hvað til að gleðjast yfir. Í endursögn hljóm- ar þessi heimspeki eins og hún sé komin úr einfeldningslegri sjálfshjálparbók en Pol- lýanna er nú samt merkilegri en svo að hægt sé að afgreiða hana á svo einfaldan hátt. Tilfinningarikt og tárvott Hin ellefu ára munaðarlausa Pollýanna Whittier flytur til Pollýar, strangrar og reglufastrar frænku sinnar sem hefur glat- að gleðinni, ekki síst vegna von- brigða í ástamálum. Smám saman færir Pol- lýanna gleðina aftur inn í líf frænkunnar og annarra fullorðinna sem hún hittir. Þetta fullorðna fólk er ná- kvæmlega eins og fullorðið fólk verður alltof oft: önugt, þreytt og laust við ímynd- unarafl. Pollýanna kemur inn í líf þess með bjartsýni og gleði að vopni og ekkert slær þessi vopn úr hendi hennar fyrr en hún slasast svo illa að vonlaust er talið að hún muni fá mátt í fætur. En þá hefur Pollýanna end- urnært svo margar þreyttar sálir með nær- veru sinni að fólk streymir til hennar til að þakka henni fyrir gleðina sem hún færði inn í líf þess. Úr takt við raunveruleikann? Vitaskuld væri bókin um Pollýönnu fast að því óþolandi ef Pollýanna væri fullorðin. En Pollýanna er barn, full af gleði, bjartsýni, forvitni og kærleika. Illska heimsins hefur alveg farið framhjá henni þótt hún hafi misst móður, föður og systkini. Í hennar huga eru þau orðin að englum á himnum og vaka yfir henni. Það er ómögulegt annað fyrir ungan lesanda en að finna til með þess- ari hugrökku söguhetju um leið og auðvelt er að dást að henni. En sennilega er ekki ráðlegt að lesa Pollýönnu í fyrsta sinn á fullorðinsaldri. Þá er líklegt að tilfinningasemi bókarinnar fari nokkuð í taugarnar á lesandanum, heimspekin kann sömuleiðis að virka einfeldningsleg og lausn sögunnar þar sem allir verða hamingjusamir verði stimpluð úr takti við allan raunveruleika. Þeir sem lesa bókina í fyrsta sinn á barnsaldri upplifa allt ann- að. Þeir kynnast aðlaðandi og glaðlyndri aðalpersónu sem ekk- ert virðist fá bugað þótt hún eigi engan að í heiminum annan en harðlynda frænku. Heim- speki Pollýönnu um að alltaf megi koma auga á hið góða í erfiðum aðstæðum reynist þannig vera skynsamlegt sjálfsbjargarviðhorf. Og það virkar eins og kraftaverk í bókinni. Ástarmisskilningur, átök og harmar fullorðna fólksins verða síðan áminning um það að sært stolt leiðir fólk út í óhamingju. Hetja fæðist Auðvitað væri bókin um Pollýönnu ekki orð- in klassísk nema vegna þess að lesendur hafa kolfallið fyrir henni. Bókin er skrifuð af sterkri samúð með aðalpersónunni, höfundur kann nefnilega alveg einstaklega vel við sögupersónu sína. Og þegar aðrar persónur kolfalla sömuleiðis fyrir aðalpersónunni þá er hetja fædd. En fyrst og fremst er Pollýanna ein- staklega skemmtileg bók, lipurlega skrifuð og full af áhugaverðum persónum. Þarna er ekki bara Pollýanna heldur hinn ungi vinur hennar Jimmi, vinnustúlkan Nanna og svo allt bitra fullorðna fólkið sem finnur gleðina að nýju í gegnum lífssýn lítillar stúlku. Pol- lýanna er hin fullkomna bjartsýnissaga. kolbrun@mbl.is Pollýanna | Eleanor H. Porter Ungur bjargvættur Pollýanna Hayley Mills lék hana í vinsælli Walt Disney-kvikmynd og hlaut Óskarsverðlaun fyrir. BÆKUR VIKUNNAR KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR Bangsímon | A.A. Milne Frægasti bangsi í heimi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.