Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Lesbók 11KVENNASAGA Eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur ste@itn.is S tofnandi Kvennasögusafns Íslands, Anna Sigurðardóttir, fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 5. des- ember 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Þórólfsson og Ás- dís Margrét Þorgrímsdóttir. Anna var þriðja í röð tíu barna þeirra, auk þess var ein hálfsystir. Þremur árum áður en Anna fæddist stofnaði faðir hennar skólann á Hvít- árbakka í Borgarfirði og ruddi þar með lýð- skólastefnunni braut hér á landi. Anna ólst upp á Hvítárbakka fyrstu árin og nutu systkinin meiri kennslu á skólasetrinu en almennt var um þær mundir. Uppeldið mótaði Önnu og áhugi á sögu og fræðum fylgdi henni alla ævi eins og verk hennar eru til marks um. Í æsku var lagður grunnur að áhugamálum hennar og lífsstarfi. Anna var á tólfta ári þegar foreldrar hennar fluttu suður og festu kaup á Ráðagerði á Sel- tjarnarnesi. Hún fór í Mýrarhúsaskóla og þar urðu fyrstu afskipti Önnu af jafnréttismálum karla og kvenna þegar stúlkurnar sættu sig ekki við að bara drengir nytu kennslu í leikfimi og fengu því framgengt að stúlkur fengu einn leikfimitíma í viku. Síðar reisti fjölskyldan hús við Ásvallagötu og þar bjó Anna þangað til hún giftist. Um fermingaraldur var Anna farin að velta fyrir sér frekari skólagöngu. Þá höfðu lög um fyrirvaralaust jafnrétti til náms og allra emb- ætta verið í gildi í rúman áratug en konur flykktust ekki í skólana meðal annars vegna aldagamalla viðhorfa til stöðu kvenna sem voru lífseig og allsráðandi. Veruleikinn var sá að lengi voru það aðeins stúlkur frá efnameiri heimilum sem settust í menntaskóla og skóla- ganga stúlkna fram á sjötta og sjöunda áratug tengdist beint ríkjandi hugmyndafræði og vilja stjórnvalda. Húsmæðraskólar tóku til starfa og lög um húsmæðrafræðslu í sveitum og kaup- stöðum tóku gildi í þeim tilgangi að veita stúlk- um þá fræðslu og tækni sem nauðsynleg var til að stunda heimilisstörf og stjórna heimili. Bræður Önnu þrír fóru allir í Menntaskólann og sú spurning vaknar hvers vegna hún hélt ekki þá leið eins og hún hafði sannarlega hæfi- leika til. Ef til vill vógu þungt viðhorfin til skólagöngu kvenna því að Anna fór í Kvenna- skólann þar sem hún skaraði fram úr öðrum og var sannkallað skólaljós. Skólastjóri Kvenna- skólans var Ingibjörg H. Bjarnason sem fyrst íslenskra kvenna tók sæti á Alþingi. Ingibjörg var formaður Landspítalasjóðs sem lyfti Grett- istaki við byggingu Landspítalans. Kvenrétt- indabaráttan og tilkoma velferðarríkisins tengjast órjúfanlegum böndum jafnt hér á landi sem í nágrannalöndum okkar og Anna átti eftir að leggja þeim málum lið svo um mun- aði. Auk skólastjórans höfðu kennararnir Ragnheiður Jónsdóttir og Inga Lára Lár- usdóttir mikil áhrif á Önnu. Eftir Kvennaskóladvölina var Anna heima um skeið og aðstoðaði móður sína á mann- mörgu heimilinu. Þá var að vaxa úr grasi kyn- slóð ungra stúlkna sem höfðu áhugamál sem fyrri kynslóðir hefði ekki dreymt um. Þær fóru að vinna í verslunum og skrifstofum og fatn- aður þeirra og hártíska tók miklum breyt- ingum. Reykjavíkurstúlkan Anna fylgdi þeim straumum og var klippt og klædd samkvæmt tísku þeirra ára. Hún vann á miðstöð bæj- arsímans um skeið og síðan í níu ár í skóverslun við afgreiðslu- og skrifstofustörf. Mikið launa- misrétti ríkti milli karla og kvenna í þeim störf- um og konur almennt ekki farnar að berjast fyrir bættum kjörum. Viðhorf voru þau á tím- um kreppu og atvinnuleysis á fjórða áratug að giftar konur ættu yfirleitt ekki að hafa rétt á launavinnu enda langflestar konur í verslunar- og skrifstofustörfum ógiftar og barnlausar. Seinna frétti Anna að karlinn sem tók við starfi hennar þegar hún hætti og giftist hefði fengið nærri helmingi hærri laun en hún. Árið 1929 hélt Anna til Berlínar og dvaldist þar í eitt ár. Hún bjó á heimili læknishjóna sem voru Íslandsvinir og lagði stund á tungu- málanám. Þetta var á árum Weimarlýðveld- isins, Berlín var háborg menningar og lista og hreifst Anna mjög af þýsku þjóðlífi og blómstr- andi menningarlífi í borginni. Hún náði góðu valdi á þýskri tungu og bjó að dvölinni í Berlín allt sitt líf. Á Eskifirði Vorið 1938 giftist Anna Skúla Þorsteinssyni (1906-1973) kennara og fluttist með honum til Eskifjarðar þar sem hann varð skólastjóri. Þar bjuggu þau í nærri tvo áratugi og eignuðust þrjú börn, Þorstein, Ásdísi og Önnu. Skúli var gæddur ríkri jafnréttistilfinningu og studdi konu sína dyggilega í öllum málum. Hann var fyrsti karlmaðurinn sem gekk í KRFÍ eftir að karlar fengu til þess tilskilin leyfi. Lýðveldisvorið 1944 var hugur í íslenskum konum og þær stofnuðu tímaritið Melkorku í Reykjavík. Skeleggar greinar sem þar birtust höfðu vítæk áhrif og þær fóru ekki framhjá Önnu austur á Eskifirði. Hún sagði sjálf að þær hefðu vakið sig til meðvitundar um stöðu og réttindi kvenna. Ljóst er að kvenréttindahreyf- ingin á Íslandi reis úr lægð undanfarinna ára og hélst á lofti um fárra ára skeið. Anna gekk í KRFÍ og tók að hugleiða rækilega jafnrétti og jafnstöðu kynjanna og skilgreina hugtökin. Hún stofnaði Kvenréttindafélag Eskifjarðar vorið 1950, eina kvenréttindafélagið sem starf- aði úti á landi um þær mundir, og var formaður þess þar til hún hélt aftur suður. Félagið hélt uppi nánu samstarfi við KRFÍ og átti fulltrúa á landsfundum þar sem Anna lét að sér kveða svo um munaði. En það var á brattann að sækja og Anna gerði sér grein fyrir því að vitund- arvakning hjá verkakonum og sjómannskonum var allt önnur en hjá menntuðum konum og konum á menntabraut eins og margar rauð- sokkur voru en þær komu til sögunnar tveimur áratugum síðar. Grunnurinn var gjörólíkur. Eftir að Anna fór suður dofnaði yfir félaginu og það leið undir lok skömmu síðar. Frumkvæði í jafnréttisbaráttu Eftir að Anna kom aftur til Reykjavíkur hélt hún áfram á þeirri braut sem hún hafði markað sér fyrir austan. Hún tók þegar í stað að beita sér innan KRFÍ og var framkvæmdastjóri fé- lagsins um nokkurra ára skeið og sat í stjórn félagsins. Þetta voru hin þöglu ár kvenrétt- indahreyfingarinnar og því var síðar haldið fram að nýja kvennahreyfingin sem kom fram á sjöunda áratug hefði orðið til án sýnilegra tengsla við fortíðina. Hið rétta er að KRFÍ hélt uppi sleitulausri baráttu allan tímann og það er órofið samhengi milli gömlu kvennahreyfing- arinnar og hinnar nýju sem hóf göngu sína inn- an félagsins með starfsemi Úanna á sjöunda áratug að frumkvæði Önnu. Þær mörkuðu þáttaskil í réttindabaráttu kvenna hér á landi. Niðurstöður kannana sem þær gerðu á efni í skólabókum og barnabókum, launakjörum karla og kvenna í bönkum og handavinnu- kennslu í skólum, voru skýrar og ýttu hressi- lega við konum. Í ljós kom að hefðbundinni verkaskiptingu var viðhaldið í bókum og að launajafnrétti ríkti ekki í bönkum. Mismunandi kennsla með mismunandi markmiðum og verk- efnum eftir kynjum var allsráðandi. Anna var höfuðtengiliður milli gömlu og nýju kvenna- hreyfingarinnar. Hún var fulltrúi Íslands á mörgum fundum Alþjóðasamtakanna og Sam- taka norrænu kvenréttindafélaganna. Fullvíst er að þátttaka Önnu í þeim fundum víkkaði sjóndeildarhring hennar og efldi sjálfstraustið. Þar fékk hún tækifæri til að tala um sín hjart- ans mál og komst í kynni við margar forvíg- iskonur kvenréttindabaráttunnar á al- þjóðavettvangi og bast við þær vináttuböndum eins og bréfasafn hennar er til marks um. Hún vann í gegnum áratuga bréfasamband við þess- ar konur mikið starf við að kynna stöðu ís- lenskra kvenna, afla upplýsinga um stöðu kvenna í öðrum löndum og koma þeim á fram- færi við kvennasamtök hér heima. Hún hafði staðbetri þekkingu á réttarstöðu kvenna hér á landi og erlendis en flestar samtímakonur hennar og byggði upp tengslanet þvert yfir Atlantshafið með bréfum sínum og ferðum. Kvennasögusafn Íslands Anna var um sextugt þegar hún haslaði sér völl á áður óþekktu sviði sem aflaði henni virðingar og frægðar innanlands og utan. Hugmyndina að stofnun Kvennasögusafns Íslands fékk Anna sumarið 1968 á fundi í Sambandi nor- rænna kvenréttindafélaga á Þingvöllum þegar hún hlýddi á fyrirlestur um rannsóknir á sögu kvenna og frásögn af kvennasögusafninu í Gautaborg. Þótt hugmyndin yrði til þarna hafði Anna í ríflega tvo áratugi haldið til haga ýmsu sem varðaði sögu kvenna. Upp frá þessum fundi átti hugmyndin um að hliðstæðu safni yrði komið á fót hér á landi hug hennar allan og varð takmarkið sem stefnt var að. Hún kynnti sér kvennasögusöfn á Norðurlöndum og und- irbúningi lauk með stofnun Kvennasögusafns Íslands á nýársdag 1975 á heimili Önnu á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík, en það var fyrsti atburður á alþjóðakvennaári Sameinuðu þjóð- anna hér á landi. Stofn safnsins var bækur, tímarit, handrit og önnur gögn sem Anna Sig- urðardóttir gaf safninu á stofndegi þess. Stofn- endur eru auk Önnu bókasafnsfræðingarnir Else Mie Einarsdóttir og Svanlaug Bald- ursdóttir. Árið 1975 markar tímamót í sögu ís- lenskra kvenna, blómaskeið gekk í garð og Kvennasögusafn Íslands gegndi lykilhlutverki á því skeiði. Anna var forstöðumaður safnsins og lengst af eini starfsmaður þess. Heimilið og safnið voru eitt. Frá stofnun þess hafði það ver- ið draumur Önnu að safnið fengi inni í Þjóð- arbókhlöðu og kvennasaga og kvennafræði yrðu þannig viðurkenndur hluti þjóðarsög- unnar. Eftir ötula baráttu varð draumurinn að veruleika og Kvennasögusafn Íslands var formlega opnað í nýjum húsakynnum 5. desem- ber 1996 á fæðingardegi Önnu. Hún lifði ekki að sjá drauminn rætast því að hún andaðist 3. janúar það ár. Um starfsemi safnsins er þess að geta að unnið er samkvæmt markmiðum þess: að safna, skrá og varðveita heimildir um sögu kvenna, aðstoða þá sem leita heimilda og hvetja til rannsókna á sviði kvennasögu og kvennafræða. Að þessu marki stefnir safnið meðal annars með fyrirlestrum og útgáfu- starfsemi. Kvennasögusafn tekur þátt í starfi norrænna stofnana og hefur gert íslenskar kvennasögurannsóknir sýnilegar víða um heim. Íslenskar kvennarannsóknir Önnu má með réttu nefna brautryðjanda í ís- lenskum kvennarannsóknum. Það vekur at- hygli að hún var komin á áttræðisaldur þegar hún fór fyrir alvöru að gefa út sín fræðirit. Árið 1984 kom út ritið Ljósmæður á Íslandi I-II í ritstjórn Bjargar Einarsdóttur. Þar birtist rit- gerð Önnu „Úr veröld kvenna – Barnsburður“, 160 blaðsíður, mikið safn heimilda um barns- burð frá upphafi byggðar fram til loka 20. ald- ar. Fjallað er um menntun ljósmæðra og sögu ljósmæðrastéttarinnar, réttindi og skyldur, þjóðtrú og hindurvitni, ungbarnadauða og fæð- ingarstofnanir til þess að kvennadeild Land- spítala var stofnuð 1976. Anna var nú komin á fullan skrið og ári síðar, á lokaári kvenna- áratugar kom út ritið Vinna kvenna á Íslandi í ellefu hundruð ár, hátt á fimmta hundrað síður. Undirtitill er Úr veröld kvenna II. Gefið er yf- irlit yfir sögu íslenskra kvenna frá miðöldum til lýðveldisstofnunar, ómissandi heimildarit fyrir alla sem sinna þessari grein þjóðarsögunnar. Árið sem Anna varð áttræð, 1988, kom út bókin Allt hafði annan róm áður í páfadóm. Nunnu- klaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr Kristnisögu, þriðja verkið í Veröld kvenna, rúmar fjögur hundruð síður, en lítið hafði verið fjallað um nunnuklaustrin fram að þeim tíma. Auk þeirra miklu ritverka sem hér hafa verið nefnd skrifaði Anna fjölmargar greinar í blöð og tímarit hér á landi og erlendis. Árið 1980 kom út afmælisritið Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur og var það í fyrsta skipti sem bók var skrifuð til heiðurs konu á Íslandi. Hún hlaut heiðursdoktorsnafnbót við heim- spekideild Háskóla Íslands, fyrst íslenskra kvenna, á 75 ára afmæli skólans haustið 1986 fyrir brautryðjendastörf í þágu kvennarann- sókna. Leitaði að sögu kvenna Í gær, 5. desember, voru liðin 100 ár frá fæðingu Önnu Sigurðardóttur en hún var einn stofnenda Kvennasögusafns Íslands (1975) og forstöðumaður þess til 1996. Hún gagnrýndi stöðu kvenna um miðja 20. öld og kom fram með hugmyndir til að bæta hana. Við rifjum upp sögu hennar. Hugmyndina að stofnun Kvennasögusafns Íslands fékk Anna sumarið 1968 á fundi í Sambandi nor- rænna kvenréttindafélaga á Þingvöllum. A nna Sigurðardóttir var einn af frumkvöðlunum að stofnun Kvenréttindafélags Eski- fjarðar og hún sat í stjórn Kvenréttindafélags Íslands á árunum 1958-1969. Anna hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í þágu kvenréttinda og rannsókna í kvenna- sögu. Hún var heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands, Bóka- varðafélags Íslands, Sagnfræðingafélags Íslands, hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 1978 og varð fyrst íslenskra kvenna heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1986. Frumkvöðull Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.