Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Side 13
Hér segir frá þrem- ur börnum og ein- stæðri móður þeirra, listakonu sem berst fyrir verndun hálendisins. Fjölskyldan býr ásamt ömmu og afa í óvenjulegum húsum í venjulegu hverfi og börnin láta sig dreyma um „hefðbundnara“ fjölskyldulíf. Eftir fremur hæga byrjun, og til- raunir með sjónarhorn persónanna, nær sagan sér á rífandi flug og verð- ur ærslafengin og bráðskemmtileg, með kostulegum aukapersónum. Aldrei er langt í vísanir í stærri sam- félagsmál – án þess að börnin hætti að skemmta sér við lesturinn. BARNABÓK | Bara gaman, eftir Guðrúnu Helgadóttur. Vaka- Helgafell 2008. bbbbn BÆKUR Draumur um hefðbundið líf Einar Falur Ingólfsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Lesbók 13GAGNRÝNI Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er merkisberi alþýðunnar á listasviðinu. Hann fékk tónlistargáfu og listhneigð í vöggugjöf. Þessar gáfur hefur hann varðveitt og þroskað af stakri trúmennsku. Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur samfélaginu til góða. Söngurinn hefur ætíð átt hug hans og verið í senn dægrastytting og hrein ástríða. Mér segir svo hugur að þegar nafn Bíldudals ber á góma í framtíðinni eigi margir eftir að tengja staðinn við nafn Jóns Kr. Ólafssonar og félaga hans í hljómsveitinni Facon, sem stimpluðu nafn Bíldudals rækilega inn á tónlistarkortið á síðari hluta 20. aldar. Jónatan Garðarsson. Melódíur minninganna Hafliði Magnússon alþýðulistamaður við ritvélina heima á Bíldudal á árum áður. Titill glæpasögu Ævars Arnar Jósepssonar, Land tækifæranna, er hlaðinn kaldhæðni, enda sögusviðið Ísland allra síðustu vikna. Allt er á hverfanda hveli vegna efnahagshrunsins; í gegnum fágað yf- irborð liðins góðæris glittir í siðleysi, útlendingahatur, svindl og svínarí. Samsvörun fléttunnar við raun- verulegt ástand síðustu vikna er óþægilega nákvæm. Spennan heldur vel og afraksturinn er ein besta glæpasaga sem skrifuð hefur verið á íslensku lengi. GLÆPASAGA | Land tækifæranna, eftir Ævar Örn Jósepsson. Uppheimar 2008, 348 bls. bbbbn Fríða Björk Ingvarsdóttir Ísland á hverf- anda hveli Þegar ég skellti þess- ari plötu í spilarann fannst mér eins og ég væri kominn u.þ.b. 12 ár aftur í tímann, því svona tónlist hef ég varla heyrt síðan ca. 1996 þegar útgáfur á borð við Mo’ Wax og Ninja Tune voru upp á sitt besta. Lýsa mætti tónlistinni sem „instrumental acid jazz tripp-hoppi“ í anda flytjenda á borð við DJ Krush og Us3. Á köflum mjög svöl og „grúví“ tónlist sem kallar fram mikla nostalgíu hjá þeim sem hlustuðu á tónlist af þessu tagi á sínum tíma. Aðrir koma líklega af fjöllum. PLÖTUR POPP | Beatmakin Troopa – Search For Peace bbbbn Jóhann Bjarni Kolbeinsson Aftur til fortíðar RAUÐ jól er ágæt áheyrnar en kom mér ekki í hátíð- arskap. Á henni má finna tíu jólalög í flutningi nokkurra vinsælla tónlist- armanna. Páll Óskar flytur tvö lög og gerir það einkar vel, sérstaklega er íslensk útgáfa á hinu víðfræga kók-auglýsingarlagi „I’d like to teach the World“ vel gerð. Bjarki Sigurðsson syngur líka „Jól“ á skemmtilegan hátt og kemur með tilbreytingu í jólalagaflóruna. Á plötuna vantar einhvern heild- arsvip, hátíðleika, hún rennur ekki nægilega vel í gegn. Líklega vegna þess að lagablandan er of ólík, sum töff, önnur væmin. En þarna eru samankomnir ólíkir söngvarar hver með sinn stíl og er tilbreyting að heyra jólalögin í flutningi þeirra. Komst ekki í hátíðarskap JÓLATÓNLIST | Rauð jól bbbnn Ingveldur Geirsdóttir Álfrún „Rán er útpæld og táknhlaðin saga, þrungin femínískum boðskap,“ segir í dómnum. Morgunblaðið/Einar Falur S veinssafn er með stærstu listasöfnum landsins en það telur hátt í 9000 listaverk, aðallega verk Sveins Björnssonar listmálara en einnig verk eftir ýmsa aðra þekkta listamenn. Safnið hefur nú öðru sinni efnt til samvinnu við Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og sett upp sýn- ingu á völdum verkum Sveins í tilefni af aldarafmæli kaupstaðarins. Verkin eru ýmist úr safneigninni eða fengin að láni frá stofnunum, fyrirtækjum og ein- staklingum. Sýningin er á efri hæð Hafnarborgar og ber yfirskriftina „Sjórinn og sjávarplássið“, með áherslu á verk sem tengjast sjósókn. Sveinn stundaði sjóinn um langa hríð áður en hann gekk „á land“ og listagyðjunni á hönd. Sveinn var að mestu sjálfmennt- aður listamaður en stundaði nám einn vetur við Kon- unglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist dönskum kollegum sínum er hann sýndi með í Charlottenborg 1961-68. Á sýningunni getur að líta talsverðan fjölda mál- verka, auk verka sem unnin eru í aðra miðla. Elstu myndirnar eru frá 6. áratugnum og í þeim kemur fljót- lega fram sérstæð tilfinning listamannsins fyrir litum og formum. Flest verkin eru frá 8. og 9. áratugnum þegar Sveinn hefur þróað litsterkan og kraftmikinn, hráan stíl og raunar tengjast verk hans á ýmsan hátt hræringum og stílbrögðum „nýja málverksins“ svo- nefnda á 9. áratugnum – þótt viðfangsefni Sveins séu vissulega alveg sér á parti. Auk þess byggir Sveinn greinilega á eldri hefðum; ætla má að hann hafi litið til verka íslenskra listamanna á borð við Gunnlaug Schev- ing og Jón Engilberts, Þorvald Skúlason og Kjarval, auk þess sem bernskt yfirbragð í myndum Sveins lýsa áhrifum frá „frumstæðum“ myndþáttum í anda CoBrA- hreyfingarinnar og frá trúarlegri myndhefð fyrri alda, en Sveinn fór í námsferð suður til Ítalíu árið 1957. Málverkin eru mörg hver máluð á stóra „fleka“ og endurspegla áræði og stórhug. Verkin bera vott um ríkt andlegt líf og sterka frásagnarþörf sem tengist lífi sjómannsins og mikilvægi sjávarútvegsins. Ástríðufull áhersla Sveins á sjósókn, byggð á eigin reynslu, leiðir hugann að verkum færeyska málarans Mikines, sem gerði lífsbaráttu eyjaskeggjanna að yrkisefni sínu. Sér- stæð er hins vegar sú samræða við listagyðjuna sem sést í verkum Sveins og tengist innri baráttu (milli sjó- mannsins og listamannsins). Hún getur af sér í senn persónulegt táknmál og myndmál í formi endurtekinna stefja í verkunum sem og þekktra trúarlegra skírskot- ana. Í mörgum verkum Sveins er myndefnið – haf, tungl, sjómenn, fiskar, bátshlutar, þorpshús og stundum fram- andi verur – sviðsett í fremur þröngu rými í forgrunni, þannig að áhorfandanum finnst hann nánast vera þátt- takandi í atburðarásinni. Þetta skapar vissa „knýjandi“ tilfinningu sem undirstrikuð er í titlum margra mynda, svo sem í Lífsbjörgin eða Fiskurinn er okkar líf. Á mörgum myndum sést hvar maður heldur fiski þétt að sér, fullur þakklætis og virðingar. Verkin einkennast af kröftugri og oft á tíðum grófri pensilmeðferð, stundum í bland við sköfutækni, og útlínuteikningu einfaldaðra – stundum dálítið klossaðra – forma og skálína í mynd- byggingu. Litameðferð er djarfleg og tengist lit- brigðum hafsins en táknræn litanotkun er einnig áber- andi og ýtir undir hina andlegu merkingu verkanna. Það er mikið um að vera í verkum Sveins og það er hluti af aðdráttarafli þeirra – sýningin er hressileg auk þess sem hún hefur ýmislegt til málanna að leggja í hinu stóra spursmáli um lífsgrundvöll þjóðarinnar og gild- ismat. Á neðri hæð Hafnarborgar er metnaðarfullt sýning- arframtak tileinkað Charlottenborgarárunum og þar eru til sýnis verk eftir Svein og fjóra danska málara, þ. á m. Henrik Vagn Jensen, náinn vin Sveins, sem segir frá þessum árum í sýningarskrá. Verk Dananna, sem forvitnilegt er að skoða, eru ólík verkum Sveins en í þeim felst þó ákveðið samhengi sem veitir mikilvæga innsýn í feril hans. MYNDLIST ANNA JÓA HAFNARBORG | Sveinn Björnsson – Sjórinn og sjáv- arplássið. Til 4. janúar 2009. Opið kl. 11-17 alla daga nema þriðjudaga. Aðgangur ókeypis. Litameðferð er djarfleg og tengist litbrigðum hafsins. Mikið um að vera Það er mikið um að vera í verkum Sveins. Hífopp!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.