Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Lesbók 15 E r með plötuna Oft spurði ég mömmu! með Sigurði Guðmunds- syni og Memfismafíunni stöðugt á fóninum. Ég varð ástfangin af þessari plötu síðastliðið sumar. Hún varð óvænt á vegi mínum eins og ástin er gjarnan. Veit ekki hvort ég fann hana eða hún fann mig – platan þ.e.a.s. Allavega kom hún með mér í Flatey á Breiðafirði og var í toppsætinu þar allt sumarið. Þegar svona hjartahlýtt tónlistarfólk umfaðmar þessa sögulegu tóna með svo mikilli virðingu, ást og hreinni unun hlýt- ur það að verða besta plata í heimi. Plata svo hugljúf, svo fögur, svo dillandi, svo sexí og svo skemmtileg! „Sól slær silfri á voga …“ Plata svo hugljúf, svo fögur, svo dill- andi, svo sexí og svo skemmtileg! HLUSTARINN | Lísa Kristjánsdóttir Höfundur er viðburðar- og sölustjóri Bjarts og Veraldar. Eftir Þorstein Hilmarsson thorsteinn@lv.is GUÐMUNDUR Páll Ólafsson rit- höfundur gerir athugasemd í Les- bókinni 29. nóvember. Hann finnur að grein eftir Tómas Vilhjálm Al- bertsson þjóðfræðing um notkun fána í íslenskum mótmælum sem birtist í Lesbókinni viku fyrr. Guð- mundur telur Tómas sekan um rangfærslu þegar hann segir að gjörningar Guðmundar við Há- göngur 1998 hafi verið fyrsta tilvik þar sem íslenska fánanum sé ekki sýnd virðing í mótmælum. Guð- mundur segir að það sé „annað en vönduð fræðimennska“ hjá Tómasi að gera ekki mun á hvort einhver regla sé brotin eða hvort þjóð- artáknið sé vanvirt. Það kann að þjóna lund Guðmundar að líta svo á að það sem hann gerði hafi verið réttmætt lögbrot en ekki vanvirð- ing. Tilgangurinn helgi meðalið. Guðmundur segir í athugasemd- inni að Landsvirkjun hafi ekki lát- ið sýslumann Rangæinga í friði, væntanlega til að fá hann til að framfylgja reglum sem Guð- mundur braut, en síðan segir hann að með aðgerðaleysi gagnvart sökkvandi fánaborg sem hann reisti hafi stjórnendur Landsvirkj- unar sýnt að þeim sé alveg sama um fánann. Hið fyrra er ekki rétt, sýslumað- ur fékk frið fyrir Landsvirkjun, þá sem endranær. Hið seinna er út- úrsnúningur. Hver sá sem, eins og Guðmundur, vill virða fánann er eigin gæslumaður. Eftirlitið er ekki í höndum Landsvirkjunar. Guðmundur segir sjálfur að með beitingu fánans í baráttunni gegn Hágöngulóni hafi falist tvíbent gildra sem hann egndi fyrir Landsvirkjun og stjórnvöld. Guð- mundur sjálfur kom íslenska fán- anum þannig fyrir að það sem hann taldi eyðileggingu á nátt- úrunni fæli jafnframt í sér að fána- borgin sökk. Hann fylgdi ekki reglum um meðferð fánans og því var það hann sem vanvirti fánann. Um árabil hefur þjóðin skipst í tvö horn í afstöðunni til nýtingar á orkulindunum. Sérkennilegt er ef rétt reyndist að annar hópurinn geti með því sem hann teldi rétt- mætum athöfnum komið hinum hópnum í aðstæður þar sem hann verður sekur um vanvirðingu við fánann, landið, þjóðina eða náttúr- una. Mér koma í hug aðstæður við Hálslón vorið 2007 þar sem hreið- ur hrafns og ungar voru í hættu þegar hækkaði í lóninu. Andstæð- ingar virkjunar fylgdust með og tóku myndir af aðstæðum en fólk sem starfaði við framkvæmdirnar færði laup krumma og ungana úr hættu með ágætum árangri. Varla er sanngjarnt að saka þá sem tóku myndir en aðhöfðust ekki um van- virðingu og kaldlyndi í garð fugla himinsins. Fræðimaður eins og Tómas, sem ekki virðist bundinn af einhverri tiltekinni sýn á deilur um nýtingu orkulindanna, kemst eðlilega að þeirri niðurstöðu að aðgerðir Guð- mundar Páls Ólafssonar hafi ekki borið vott um virðingu fyrir ís- lenska fánanum. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Hugleiðing um athuga- semd við rangfærslu Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is Sýning á verkum úr safneign Jólalegt í kaffistofu 29. nóvember-17. janúar Opið 11-17 alla daga nema mánudaga Ókeypis aðgangur www.gerdarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN LISTASAFN ÍSLANDS Dagskrá sunnudaginn 30. nóvember ÞJÓÐIN, LANDIÐ OG LÝÐVELDIÐ Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður Kl. 13-17: Sýningar á kvikmyndum Vigfúsar Kl. 15: Inga Lára Baldvinsdóttir fagstjóri ljósmyndasafns veitir leiðsögn um sýninguna Kl. 16: Karlakórinn Fjallabræður syngur nokkur lög Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Sjórinn og sjávarplássið - Verk Sveins Björnssonar Charlottenborgarárin 1961-1968 - Tækifæri og örlög 15. nóvember 2008 - 4. janúar 2009 Jólasveinar Brian Pilkingtons í kaffistofu 28. nóvember 2008 - 6. janúar 2009 Opið daglega kl. 11–17, fimmtudaga kl. 11–21. Lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is HAFNARBORG MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Draugasetrið Stokkseyri Draugar fortíðar, hljóðleiðsögn og sýning Opið allar helgar frá kl. 13–18 Opnum fyrir hópa á öðrum tímum www.draugasetrid.is draugasetrid@draugasetrid.is sími 483-1600 895-0020 Icelandic Wonders Safn um álfa, tröll og norðurljós Opið allar helgar frá kl. 13–20.30 og á föstudögum kl. 18–20.30 www.icelandicwonders.com info@icelandicwonders.com sími 483 1600, 895 0020. Hljóðleiðsögn, margmiðlun og gönguleiðir Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Aðgangseyrir 500 kr. www.gljufrasteinn.is gljufrasteinn@gljufrasteinn.is s. 586 8066 Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is Listasalur: Arngunnur Ýr. Bátasalur: 100 bátar Poppminjasalur: Rokk Bíósalur: Safneign Opið alla daga frá kl. 11-17. Ókeypis aðgangur LISTASAFN ASÍ Freyjugötu 41 29.11. – 21.12. JÓLAKJÓLAR Fimmtán fatahönnuðir sýna rauða jólakjóla Sýningaropnun lau. 29. nóv. kl. 15 Safnið er opið 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis www.listasafnasi.is PICASSO Á ÍSLANDI Helgi Þorgils, sýningarstjóri, með leiðsögn sunnud. 30. 11. kl. 15:00 Kaffistofa Barnahorn - Leskró OPIÐ: fim.-sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Ný aðföng úr Würth-safninu 11.10. 2008 - 18.1. 2009 Leiðsögn á sunnudag kl. 14: Halldór Björn Runólfsson safnstjóri LEIÐSÖGN þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10–12.40 Safnbúð Listasafns Íslands - Listaverkabækur og kort, 50-70% afsl.! Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.