Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 8

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 8
8 AEKIR var talsvert lægra en í hinu. Jeg sá fljótt orsökina til þess. „Svarti Jack“ hafði lokað krananum að stjórnborðs- katlinum. Nú skal jeg segja yður eitt, læknir, og það er það, að þegar lokað er fyrir vatnsrensli að gufukatli, verður óhjá- kvæmilega sprenging þegar vatnið er gufað upp. þjer getið máske ímyndað yður þær kringumstæður, sem jeg var í. Bundinn á höndum og fótum og troð- ið upp í mig, svo að jeg gat ekki kall- að á hjálp — horfandi fram á ketil- sprengingu, sem mundi sökkva skip- inu með öllu, dauðu og lifandi! Jeg reyndi að standa á fætur, en óðara sparkaði „svarti Jack“ mjer flöt- um aftur. pað var talsverður sjógang- ur þessa nótt, og enn í dag skil jeg ekkert í, að „svarti Jack“ skyldi ekki hröklast inn í vjelina og tætast sundur. — paðan sem jeg lá gat jeg sjeð á klukkuna; hún var tvö. — Tveir tímar voru liðnir og ekki líkindi til að 1. vjel- stjóri mundi koma niður áður en vakt- in væri á enda. Aðeins þrír menn voru uppi á þilfari, tveir á stjórnpalli og vörður fram á. Enginn þeirra hafði grun um það sem fram fór niðri í vjelarúminu — þá hættu sem vofði yfir skipinu og okkur öllum. Innan frá eldstónum heyrðist ekkert hljóð. Jeg hugsaði með hryllingi til afdrifa hins kyndarans. Var hann eins á sig kominn og jeg — eða máske dauður? — Á glasinu sá jeg að vatnið í katlin- um minkaði jafnt og þjett — og aldrei hefir mjer sýnst mínútuvísirinní klukku hreyfast eins ört og þessa stund. Jeg þorði ekki að hreyfa mig því að „svarti Jack“ gætti mín eins og rándýr bráð- ar sinnar. —- í vjelarúminu var lítill skápur, sem fyrsti vjelstjóri átti, þar sem hann geymdi ýmislegt smávegis. Meðal ann- ars átti hann þar fulla flösku af visky Til allrar hamingju rak „svarti Jack“ augun í flöskuna. það var viskyflaskan sú, sem bjarg- aði lífi mínu og allra hinna þá nótt. — Hann þreif flöskuna og slokaði úr henni á svipstundu. Jeg vissi, að hjer um bil stundar- fjórðungur mundi vera liðinn síðan lokað hafði verið fyrir vatnið. Meira en hálftíma gat vatnið ekki enst á katlinum, og þá var sprengingin óum- flýjanleg, ef ekki yrði opnað fyrir vatnið. Með einhverjum ráðum varð að opna kranann. En hvernig? það var «,purning, sem jeg árangurslaust braut heilann um, og hætti að síðustu alveg við, svo vonlaust fanst mjer ástandið. En nú byrjaði hið sterka visky að verka á „svarta Jack“. Jeg sá, að hann misti meira og meira valdið yfir lík-

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.