Ísland


Ísland - 18.10.1929, Blaðsíða 1

Ísland - 18.10.1929, Blaðsíða 1
BLAÐ FRJÁLSLYNDRA MANNA 3. árg. Föstudaginn 18. október 1929. 37. tbl. Langavitleysa Tímans og rektorsembættið. Afgreiðsla í S L A N D S er flutt á Lokastíg 9 (uppi). Sími 1225 Lesendur blaðsins, eru ámintir um, að tilkynna afgreiðslunni, sem fyrst, ef þeir hafa bústaðaskifti. Gjalddagi blaðsins var 1. júlí flDR yvv LAJU-J Wmð III. Umsækjendurnir. Umsækjendur um rektorsem- bættið voru þessir menn: Þorleifur H. Bjarnasón. Hann er fæddur 1863. Tók stúdents- próf árið 1884 með I. einkunn. Lauk embættisprófi í gömlu málunum (latínu og grísku) við Hafnarháskóla árið 1892, með II. eink. Næsta haust varð hann kennari við Latínuskól- ann og hélt því starfi áfram, þegar honum var breytt i Mentaskóla. Hann hefir gefið út tvær kenslubækur í Mann- kynssögu. — Þegar Geir T. Zoega andaðist, var hann sett- ur rektor skólans og hefir gegnt því embætti við ágætan orðstír i 1 y2 ár. Hann hefir veriö kennari i 37 ár. Sigurður Thoroddsen. Hann er fæddur 1863 og varð stúdent 1882, með II. eink. Lauk em- bættisprófi i verkfræði við Hafnarháskóla* árið 1891 með II. eink. Að prófi loknu varð hann landsverkfræðingur, og gegndi því starfi til ársins 1904. Þá varð hann kennari í stærðfræði við Mentaskólann. Hann hefir verið kennari í 25 ár. ólafur Daníelsson. Hann er fæddur 1877 og varð stúdent 1897, með II. eink. Árið 1901 vann hann gullmedalíu Hafnar- háskóla fyrir frábæra stærðfr.- kunnáttu. Hann tók embættis- próf í stærðfræði árið 1904 með I. eink. Nokkrum árum siðar varð hann doktor í stærðfræði. Hann varð kennari við Kennara- skólann árið 1908 og við Mentaskólann árið 1919. Hann hefir samið kenslubækur i stærðfræði. Hann hefir verið kennari i 21 ár. Jón ófeigsson. Hann er fæddur árið 1881 og varð stú- dent árið 1901 nieð ágætiseink- unn. Lauk heimspekisprófi vorið eftir með ágætiseinkunn. Hann tók embættispróf i nýju málunuin árið 1908 með I. ein- kunn. Um þriggja vetra skeið kendi hann við ýmsa skóla í Reykjavík. Varð kennari við Mentaskólann árið 1911. Hann hefir samið kenslubækur í þýsku og dönsku og er annar aðalhöfundur hinnar miklu is- lensk-dönsku orðabókar, sem kend er við dr. Sigfús Blöndal. Hann hefir skrifað fjölda greina og ritgerða um kenslumál og hefir vafalaust meiri þekkingu á þeirn en nokkur annar Is- lendingur. — Hann hefir ferð- ast um mörg mestu menningar- lönd álfunnar, til þess að kynna sér skóla- og kenslumál. Hann hefir verið kennari í 21 ár. Bogi ólafsson. Hann er fædd- ur 1879 og tók stúdentspróf árið 1908 með I. einkunn, Hann tók heimspekispróf við Hafnar- háskóla árið 1909 með' I. eink. Hann lagði stund á nýju mál- in, sérstaklega ensku, og varð kennari \ið Mentaskólann árið 1914. Hann vann mikið að end- urskoðun og aukningu íslensk- ensku orðabókarinnar. Hann hefir verið kennari í 15 ár, — mestan hluta þess tima hefir hann verið aðal-ensku- kennari skólans. Pálmi Hannesson. Hann er fæddur 1898 og varð stúdent 1918 ineð I. eink. — Árið 1926 lauk hann embættisprófi i nátt- úruvísindum við Hafnarhá- skóla. Haustið eftir varð hann kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Hann fór utan á þessu sumri til þess að kynna sér skólamál og var fáar vikur í þeirri för. Hann hefir verið kennari i 3 ár. IV. Rektorsvalið. Það er ljóst af þessum stuttu æfiferilsskýrslum umsækjanda, að Pálmi Hannesson hefði ekki komið til mála við rektorsvalið, ef óhlutdræg stjórn hefði út- hlutað embættinu. — Rektorinn nýi hefir ekkert það til brunns að bera, er getur réttlætt þessa upphefð hans. Það er á allra vitorði, að Pálmi átti stöðuna visa áður en vitað var, hverir um hana sæktu. Dómsmálaráðherra hefir því talið Pálma sjálfsagðastan allra núlifandi íslendinga til þess að hljóta rektórsembættið. Hér skulu .engar brigður á það bornar, að Pálmi Hannes- son sé nýtur maður. En keppinautar hans um rek- torsembættið voru ekki ein- göngu nýtir menn. — Þeir hafa margra ára reynslu að baki sér, — en hana hefir Pálmi ekki. — Og þeir standa framarlega í sveit islenskra menntamanna, svo að ekki sé dýpra tekið í ár- inni. — En vitanlega stendur Pálmi þar nokkuð aftarlega enn sem komið er. Og það er ekkerl undarlegt. — Hann er nýsloppinn frá prófborðinu. Timinn hefir birt ræðu þá, er hinn nýi rektor hélt, þegar Menntaskólinn var settur. Ræð- an ber vott um allmikla mælsku, en hún ber einnig vott um annað. Rektorinn nýi er efnishyggjumaður. — Það sýn- ir ræðan skýrt og greinilega. — Og það verður þjóðlífi voru á- reiðanlega til lítillar blessunar, ef efnishyggjan nær að festa rætur i hugum ungra mennta- manna. Tíminn virðist ekki vita, hvaða regla eigi að gilda um embættaveitingar. Og þess vegna er rétt að geta þess hvaða regla gildi á meðal flestra sið- aðra þjóða í þessum efnum. Aðalreglan er sú, að embætt- isaldur ráði. En frá þeirri reglu eru gerðar undantekningar: a) Ef umsækjandinn er orð- inn það gamall, að honum sé farið að fara aftur, á ekki að veita honurn stöðuna. b) Ef umsækjandinn hefir ekki reynst starfi sinu vaxinn, á hann ekki að koma til mála við veitingu embættisins. c) Ef ungur maður sækir um starfið og hann hefir sýnt stór- felda ha)fileika fram yfir aðra menn, gengur hann fyrir eldri umsækjöndum. c) Stundum er sérstök próf- raun höfð, til þess að skera úr um hæfileika umsækjenda, og stöðuna fær þá sá, sem best reynist. Aðalreglan er rétt, þegar þessar undantekningar eru gerðar frá henni. — Langur embættisaldur skapar reynslu, og reynslan er besti skólinn. Og þess vegna iná örugt telja, að sá, sem hefir mesta reynslu að baki sér, skari fram úr, ef ann- að er ekki sannað. Einveldi og einræði hefir gengið sér til húðar í heimin- um. — Þess konar fyrirkomu- lag getur nú að eins blessast á meðal mentunarsnauðra þjóða. Skólastjórar eiga ekki að vera harðstjórar. Þeir eiga ekki heima i skólastjórastöðum nú- tímans. I skólastjórastöður á að velja þá menn, sem kennarar og nemendur bera virðingu fyrir, menn, sem skara fram úr að þekkingu og lærdómi, mann- kostum og reynslu. — Þeir eiga að vera nokkurs konar sátta- semjarar innbyrðis, milli kenn- ara og nemanda og á milli nemendanna sjálfra. — Ávalt getur að því rekið, að nauðsyn sé á þessu. En hefir Pálmi Hannesson þenna hæfileika fram yfir hina umsækjendurna? — Vafalaust e"kki. — En hvers vegna er hann þá gerður að rektor Menntaskólans? Hann á að veita nýjum Jaínaðarmanna-samkundan (dansk-íslenska) gefur út blað á Norðfirði, er heitir „Jafnaðar- maðurinn“.— Þó að blaði þessu sé ekki alls varnað, er meiri ljóður á ráði þess en flestra annara blaða, er út koma á landi hér. — Aðalmarkmið þess virðist vera, að vinna gegn þjóðrækni og þjóðernistilfinn- ingu á meðal íslendinga. „Jafnaðarinaðurinn“ nefnir þessar tilfinningar aldrei réttn, heiti. — Þjóðernistilfinninguna kallar hann þjóðrembing og þjóðernissinna þjóðrembings- menn o. fl. 9. ágúst síðastl. birtist hér í blaðinu grein, er nefndist „Har- aldur og þjóðernið". 10. þ. in. gerir „Jafnaðarmaðurinn“ til- raun til að svara þeirri grein. Þar segir meðal annars: „ „ísland" er, svo sem kunn- ugt er, nú orðið aðalblað hins sálaða Ihaldsflokks og hefir það hlutverkið með höndum, sem þjóðskaðlegast er og mestri bölvun mun valda, en það er að æsa þjóðina til hermdarverka, auka þjóðremb- inginn, sem altaf hefir verið og verður ávalt öllum til tjóns, en þó mest þeim þjóðum sjálfuin, sem mestan þjóðreinbinsbelging- inn sýna. Eina ísl. blaðið. sem telja má hrein „chauvinistiskt", er „ísland“. Það ber glögglega öll verstu einkenni þjóðremb- ingsins (,,chauvinismans“), og er því þess vegna — eins og öll- um þjóóðrembingsblöðum — langsamlega verst við Jafnaðar- menn, sem vilja vinna að frið- samlegri sambúð allra þjóða, vilja leysa deilumál þjóðanna án þess að yfir þær sé jafn- fraint leidd bölvun ófriðarins. straumum inn í skólann. En hverskonar straumum? — Þeirri spurningu verður fram- tiðin að svara. I tilgreindu tölubl. „íslands" er löng grein, sem nefnist „Har- aldur og þjóðernið". Greinin endar með þessari klausu, sem öllu öðru betur ber vott um hve hreinræktaður þjóðrembings- maður höfundurinn er: „Og þennan frelsis- og orkugjafa þjóðar vorrar (þjóðernið) vilja jafn- aðarmenn kæfa. Þeir ætla að gerast böðlar sinnar eigiu bjóðar. — Þessar dansklunduðu sálir lirópa til þjóð- arinnar segjandi: fslenskt þjóðerni á að deyja, islenska ríkið á að hverfa úr sögunni, islensk tunga á ekki framar að heyrast á jörðinni. ísland á að vera hæli Hottentotta, Búsk- negra, Kínverja, Japana, Afghana og lvúrda, mannæta af Kyrrahafseyjum, morðingja og saurlifismanna stór- borganna. — Þessi er hin göfuga hugsjón, sem Haraldur Guðmundsson segir að jafnaðarmeiin vilji gera að veruleika hér á Iandi“. Svona er rithátturinn og slík er þekkingin hjá ritstjóra aðal- blaðs „Sjálfstæðismanna“ á ís- landi árið 1929. Af blaðinu „ísland" má bæði búast við meiri heimsku og ill- girni í garð jafnaðarmanna en af nokkru öðru islensku blaði. Veldur því þjóðrembingsstefna sú, sem blaðið fvlgir, og þekk- ingarskortur þess á jafnaðar- stefnuríni, sem það vitanlega vill ekki kynnast frekar en önn- ur íhaldsblöð". Á Skeggjastaðai'undinurr. lýsti Haraldur Guðmundsson ritstjóri yfir því, að þegar Jafnaðar- menn væru komnir til valda, skyldu ekki eingöngu Danir — heldur allir útlendingar — fá sama rétt á landi hér sem ís- lendingar sjálfir. I Alþýðublaðinu, er út kom 2. ágúst, reynir Hacaldur að draga úr þessu. Hann kveðst hafa sagt:

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.