Ísland - 10.05.1943, Side 2

Ísland - 10.05.1943, Side 2
2 ÍSLAND Hvað erura við að gera? Hvað ættum við að gera? Klíkur í kaupstað og t íki AÐ er nú lýðum ljóst, að við ís- lendingar höfum farið fremur fá- víslega að ráði okkar í meðferð hins margumtalaða — og af sumum hátt- lofaða stríðsgróða. Milljónagróði einstaklinga og tugmilljjónagróðirík- issjóðs undanfarin þrjú ár, getur horfið í vindinn fyrr en varir, án þess að skilja eftir varanleg spor til um- bóta að verulegu marki. Hinsvegar hefur stríðsgróðinn margar illar iylgjur, — og er enn ekki séð hvern- ig þær verða kveðnar niður, þrátt íyrir góðan vilja ýmissa manna. En það þýðir ekki lengur að tala um það hvernig við höfum hagað okkur í styrjaldarrótinu, nema þeirri játningu fylgi einbeittur vilji um það, að nú skulum við snúa við; bæta ráð okkar; læra af undanfarinni reynzlu. Til þessa er enn tími — ef við vilj- um. En það gildir að byrja strax og í l'ullri alvöru. Það er alveg víst að engar smáskammtalækningar eða vetlingatök geta unnið bug á þeim meinsemdum og óheilbrigði, sem styrj aidarástandið sumpart hafur skapað en í annan stað magnað í þjóðlífi ís- lendinga Vafalaust hefur engin þjóð í víðri veröld hagað sér eins og við íslend- ingar styrjaldarárin. Við höfðum bú- ist við því, að verða utanveltu við styrjöldina, en strax í maí 1940 var það opinbert, að það var tálvon ein, eins og nærri mátti geta, þegar huga var beint að ægileik þessarar heims- styrjaldar. En þrátt fyrir hemám og hervernd létum við enn eins og eng- in ægileg styrjöld væri til í heimin- um, og við gætum „létt okkur upp“ og leikið okkur þeim mun meira en áður, sem vaxandi seðlavelta og pen- ingaflóð frá setuliðinu fyllti vasa margra manna — og sumra með ær- ið léttu móti. Það þykir eflaust hart að sogja það, að í allri þessari allsherjarlétt- uð í dansinum krmgum gudkálfinn — hinn svikula og oft ímyndaða stríðsgróða — hafi giaumurinn venð mestur hjá Aiþingi og rkisstjorn og engu líkara en hann hafi ste'.nblind- að hvorttveggja á báðum augum. ANDVARALEYSIÐ hefur verið o- takmarkað hjá þingi og stjórn. Þess hefur ekki einungis verið gætt að nota hið takmarkaða skipsrúm, sem við eigum yfir sð ráða, til þess eins að flytja til landsins þær vöi> ur, sem engan veginn verður hjá komizt, heldur hefur verið flutt til landsins meira af alóþöriu, rándýru skrani en nokkru sinni fyrr. Það þurfti líka að stofna til skipuiagðrar samkeppni við íslenzk iðjufyrirtæki, eins og nú væri sérstaklega nauðsyn- legt að gefa þeim á baukinn. Hvem- ig var það líka hugsanlegt að hinir nýríku íslendingar gætu látið sér lynda innlenda dúka, innlendan fatnað, innlendar sápur og aðrar hreinlætisvörur. Óhófið hefur ekki sizt komið fram í klæðaburði kven- fólksins, svo sem fokdýrum kjólum, höttum og pelsum. Eða þá sokkamir, hvaða finn mað- ur útlendur eða innlendur mundi líta á kvenmannsfót, sem ekki væri færð ur í dýrindis silkisokk. Það varð að flytja inn milljónir para af silkisokk- um, því auðvitað þurfti búnaðurinn allur að vera í samræmi, pelsarnir og loðskinnin, gull- og silfurmunimir, demantarnir og djásnin. Það hefði verið dálítið broslegt að sjá íslenzk- an ullarsokk gægjast undan öllu því skarti.! F’KKI veit ég hvað það kostar, ■*—* stássmey eða tízkufrú að „tolla í tízkunni“ hér í höfuðstaðnum. En ég hef heyrt nefndar ótrúlegar upphæð- ir og séð þær sundurliðaðar. Það tekur í þegar einn pels kostar 6000 krónur eða kannske meira. Kona, sem gengur í slíkri flík yzt fata, fer ekki í kjólræksni innanundir. Ætli hún þætti ekki lnalda val á, *f hún kæmizt af með 4 kjóla árlega á 300 krónur hvem, eða samtals 1200 krón- ur? Hvað kostar fegrun og snyrting á hárgreiðslustofum? Hvað eyðist auk þess í púður, krem, lakk og ilm- vötn? Hvað kosta undirföt og nátt- kjólar — skófatnaður, — götuskór og ,,selskabs“-skór, skíðaútbúnaður, loðskinn, armbönd og úr, hálsfestar og eyrnahringir, handtöskur og vezki, konfekt og tyggigúmí, bílíerð- ir, bíó og aðrar skemmtanir, sígarett- ur og vín? Hvað kostar allt þetta? Eg ætla ekki að nefna tölur. En hvort sem menn vilja heyra það eða ekki, þá get ég fsert sönnur á að „út- gerð“ einnar tízkukonu, giftrar eða ógiftrar, kostaði síðastliðið ár, álíka mikið og nýr 20 smálesta vélbátur fyrir stríð, eða vildisjörð í sveit. Og þessi dæmi gerast í stríðum straum- um meðan hörmungar ófriðarins þjaka svo ýmsar þjóðir í nágrenn- inu, að fólk deyr unnvörpum, af því það vantar föt og mat. , Aþetta að halda áfram? Hvað ættum við að gera? Er þetta valinn tími til þess að all- mikill hluti þjóðarinnar, karlar og konur, geti hagað sér eins og brjáiað- ir aumingjar, og hafandi þó fullt vit. Getur sjóm og þing látið þetta lengur afskiptalaust? Hvernig væri að byrja hina raun- verulega baráttu fyrir því að kom- ast öðruvísi en ser» hofróðaeðakram- ar aumingi út úr verðbólguflóðinu með því að fá fólteið til að leggja nið- ur nokkuð af óhófslifnaðinum, annað hvort með frjálsum samtökum eða lögboðnum. Ekki þyrfti það að þykja ófínt vegna þess, að þetta væri bara íslenzkt humbug. Öðru nær. Þetta heíur verið reynt og talið sjálfsagt víða erlendis, m. a. í Bandaríkjunum, hann ómegðin, því pilturinn hefur óhófsliínaðurinn verið svo hart dæmdur af almenningsálitinu, að enginn hefur djrfet að sýna sig á götu, sem sýnisho*n örvita eyðslu og íburðar. Þvert á ánétí ganga milljón- erarnir oft á unda« almenningi í ein- földum, ódýrum en hreinum klæðn- aði innra og ytra. Þjóðin veit að stríðið er enginn leikur og það er að eyðileggja sjálfan sig ef þá er slept taumhaldi af óhéfi og dýrslegum nautnum. Ég var nýlega að blaða í göml- um plöggum og rakst þar meðaj annars á bréf frá kunningja mín- um einum, sem búsettur er í kaupstað úti á landi, Bréfritar- inn var ekki flokksmaður minn — og er kannske ekki enn. En tilefni þess, að hann skrifaði mér, var það, að ég hafði skrifað afmælisgrein um pólitískan and- stæðing, sameiginlegan góðkunn- ingja okkar beggja. Bréf þetta er skrifað 6. júlí 1940. Tek ég mér nú bessaJeyfi til að birta það, þótt til annars væri ætlast af bréfritairanum. Er það tekið hér upp orðrétt, að öðru en því að mannanöfniun er breytt: „Ég þakka þér fyrir grein þína um Pétur Hallgrímsson. Ekki er þakklæti mitt ein- göngu sprottið af því, að Pétur er kunningi minn og hefur lengi í undanfömum linum hefi ég eink- um vikið að kvenfólkin’ og eyðslu- semi þess. En því fer f,urri, að það sé sekari í þessum efnum en fjöldi karlmanna, sem lifa engu minna eyðslulífi en kvenfólkið. Sem dæmi þess vil ég birta hér sögu af ungum manni, sem nýlega gerðist heildsali, og græddi drjúgum eins og margir aðrir í þessari stétt. — Kunnugir telja að hann hafi haft um 50 þúsund króna tekjur síðastl. ár. Ekki þyngir hann ómegin, því pilturinn hafur ekki fyrir neinum að sjá. Eyðslusemi hans er heldur ekki talin nema í meðallagi. Þó var þannig ástatt fyrir þessum unga manni nú skömmu eftir ái’amótin, að hann hafði eytt öllum árstekjunum, án þess að hafa lokið skattgreiðslum sínum, og því síður að pilturinn hafi greitt -viðreisnar 3katt. Þessu lík dæmi munu mörg í Reykjavík, ef vel eraðgáð. Ogþvílíkt eyðslubrjálæði þarf að kveða niður. Spillingin sem af því leiðir er enn geigvænlegri en verðbólgan og henn- ar fylgifiskur. ba. verið, heldur finn ég það og aé á grein þinni aS þú metui- menn ekki eingöngu eftir stundarpóli- tík, þ. a- s. eftir því sem er póli- tísk játning þessa eða hina stund- ina, Lífsskooun mín og margvísleg kynning af mönnum í öllum stétt- um hefur valdið því, að ég hef aldrei getað orðið blindur í þeim sökum, Enda finnst mér nöfnin — hin pólitísku — vera offlekk- ótt, og eiga meira heima hjá ör- fámn einstaklingum, en heilum flokkum af þeim. Og ofmargt af ðlíku vera meira og minna klíku- kennt, eins og ég býst við að sé víðar i smáumhverfum. Hér hafa verið taldir 3 eða4 flokkar í bæ þessum. Eln oft hefur mér fund- ist sem þeir væru meira að þrátta um „Keisarans skegg” en hags- muni bæjarfélagsins. Sem dæmi skal ég nefna. Ég var ásamt Guðmundi Jakobssyni nokkuð mörg ár endurskoðandi bæjarins. Guðmundur hafði verið það nokk- ur ár með hinum og þessum, Fyrsta árið sem við endurskoð- uðum saman sagði Guðmimdur mér að hann hefði aldrei fengið meðstarfsmann sinn til að gera neinar athugasemdir við reikn- ingana, nema tölulegar (þ. e, engar „krítískar athugasemdir”). Ég var til með að gera þær með honum, er við afhentum reikn- ingana, og gerðum við þær. Mjög hógværar. Við sýndum t. d. fram á að skuldir væru einlægt að aukast, sömuleiðis þurfamanna- framfærsla, húseignir bæjarins væru alls ekki þess virði, sem þær væru færðar á, o. s. frv. Þetta kemur nú fyrir . bæjar- stjórnarfund og var Guðmundur málshefjandi, því hann var eldri í starfinu, En hvað svo? Bæjarstjórnin stekkur upp á nef sér og úr þessu urðu talsverðar skærur og Árni lónsson: Skáldið á Sandi og ekkjan við ána Fyrir nokkrum clögnm fékk cg' bréf frá góöum, gömlum vini, Guömundi skáldi Frið- jónssyni á Sandi. BréfiÖ er ski’ifaö á sjúkrahúsinu á Húsavík 20. marz. Guömund- ur víkur lítið eitt aö heilsu- fari sínu og má einkum ráöa af erindi einu, sem bréfihu fylgdi, að liðan hans hefur — að minnsta kosti' með köflum. — ekki veriö góð. Eg hefði gjaman viljaö láta ykkur heyra þetta erindi, en sam- kvæmt ósk höfundarins læt ég það ógert. Guðmundur á Sandi er nú kominn á áttræðisaldur, 7214 árs. Hann á aö baki sér ein- hvern merkilegasta starfsdag allra samtíðarmanna sinna hérlendra. Hann barðist lengi hinni erfiðu baráttu einyrkj- ans og kom upp stórum og mannvænlegum barnahóp. Þó bóndinn á Sandi hefði ekki líka verið skáldið á Sandi. heíði hann samt verið í af- reksmanna tölu. En ofan á búsýsluna hefur Guömundur í hjáverkum sín- um gerst einhver athafnasam- astur rithöfundur landsins að fornu og nýju. Hann hefur ort kvæði, sem lifa munu í úr- vali íslenzkrar ljóðageröar. Hann hefur flutt erindi víðs- vegar um landið. Hann hefur samið skáldsögur. Hann hefur ritað hundmð greina í blöö og tímarit. i þessu fjölbreytta rithöfundastarfi kennir mai’gra grasa og auövitað ekki allra jafn góðra. En hvað sem dómum líður lim einstök verk Guðmundar, þá er eitt sem ekki verður um deilt. Hann er „hverjum manni kenndur" um leið og hann lætur til sín heyra, hvort heldur sem er í bundnu máli eða óbundnu. Málfar hans er slíkt, oröaval og setningaskipun, að það væri ekki til neins fyrir hann að reyna að sverja fyrir neinn sinn króga. Ættarmótið segir svo til sín. Þegar litið er á allt það, sem eftir Guðmund liggur mætti ætla að hann væri tek- inn mjög aö þreytast. En þó að sjónin sé mjög biluð og heilsan tæp, fcelui’ hann þaö ekki eftir sér að skrifa löng og skemmtileg kunningjabréf, liggjandi á sjúkrahúsi. Ef ég þekki manninn rétt, hefur hann skrifað mörgum fleirum en mér. En í bréfinu sem ég gat um, lætur hann talsvert fjúka í hendingum. Og þó segir hann í lok bréfsins: „Eg má nú eigi leggja meira á vesling minn að sinni. Eg fékk nýlega lungnapípnabólgu ofan á aðra vesalmennsku Dg er reyndar milli tveggjai elda staddur — ligg í ösku og geng á glóðum — með kveinstafi í kverkum“. En þrátt fyrir þetta, hefur hann lesið og hlustað og ort. Valdimar Björ»sson hafði fyr- ir skömmu talað í útvarpið er bréfiö vár skrifað. Um það yrkir Guömundur erindi er ryefnist: „Valdimar vestmáðt- ur í útvarpi“, og er á þessa leið: „Valdimar tengdur veldi Vestmanna ta ar hið oezta. Gestur sá fieygs gneista gefur frónskum sefa. Öldui’ aflans er skvaldra, óhvikull hertogi stikar, Heill þér harla snjalli hróðmögur tveggja þjóða“. Ekki hefur Arfur islendinga heldur farið fram hjá hon- um. „Nordals arfur sómir sér. Saga er honum fegin. Er á gullvog umsögn hver afar nákvæmt vegin. Enda þótt við elli og hel eigi fái ég spornað: „Heiðinn dómur“ hefur vel hamsi mínum ornað. Hann svipast um eins og fyrr og leggur hlustir við. Og þó segir hann: „Öldungs förlast lið og legg lífsins eld að kynda. Þeir, sem kljást viö odd og egg eiga um sárt að binda“. Fyrsta kvæðabók Guðmund- ar á Sandi: „I heimahögum“, kom út fyrir rúmum 40 árum. Eitt fegursta kvæði í þeirri bók er um „ekkjuna við ána“. Þar segir meöal annars: „Og meðan inni í sveitinni bústööum var býtt og býlin sneydd og aukin, af kappi um völdin strítt, hún undi sér við heiðina og elfarstrauminn bláa, en annarsvegar hraunið — í kofanum sínum lága. Plún elskaði ekki landið en aðeins þennan blett. af ánni nokkra faðma og hrauniö svart og grett . ÍEi’ grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinum megin hún hristi bara kollinn og starði fram á veginn“. Eg hef heyrt því haldiö fram, að lítið færi fyrir ætfc- jarðarást þess, sem „elskaði ekki landið, en aðeins þenn- an blett“. En ætli ættjörð- inni væri ekki borgið ef hver maður elskáði „þennan blett“ eins og „ekkjan við ána“. 1 rauninni er óþárft að halda skildi fyrir ekkjunni, því Guö- mundur svarar sjálfur öllum ásökunum í hennai’ garð um slcort á ættjarðarást, í síðara hluta erindisins. Á þessum árum var flótti úr landi vestur um haf. Guð- mundur leit þann flótta sömu augum og Brandur bóndi á Bjargi í sögunni „Heiðaharmur“ eftir Gunnar Gunnarsson. Því brýnir hann li.ka vin sinn sem ætláði að „flýja út í heiminn, yfirgefa litla bæinn“. Hann er þxmgur á brúnina þegar hann spyr: „Ætlarðu að farga ánum þínum, afbragðshesti, tryggum viní, þínu góða kúakyni,

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.