Faxi


Faxi - 20.01.1942, Blaðsíða 6

Faxi - 20.01.1942, Blaðsíða 6
F A X I Barnaskólinn í Keflavík og kosningarnar 25. janúar Nú á sunnudaginn verður kos- in ný hreppsnefnd hér í Kefla- vík og er um þrjá lista að velja, sem allir hafa á prjónunum sitt- hvað þarft og nýtilegt fyrir byggðalagið. Verkefni, sem hafa beðið óleyst allt til þessa dags, eru nú dregin fram í dags- Ijósið og þeim heitið stuðningi, ef hlutaðeigandi listi fái við kosningarnar meirihluta að- stöðu í hinni nýju hreppsncfnd. Loforðum listanna rignir svo að segja daglega yfir kjósendur Keflavíkur, enda er það ekkert undarlegt, því hér eru mann- virki í hrörnun og niðurnýðshi og ný verkefni bíða fram- kvæmda. Það er því mjög þýðingarmik- ið, að kjósendur geri sér vel 'ljóst, áður en þeir koma að kjör- borðinu, hver þessara þriggja lista er líklegastur til þess að efna loforð sín, því núverandi kyrstöðuástand um öll fram- fara og menningarmál hér í Keflavík hlýtur nú að vera ör sögunni, sökum þess, hve fólk- inu fjölgar hér ört og byggðin eykst, án þess nokkuð það sé gert, af hreppsfélagsins hálfu, sem forráðamönnum hvers ört vaxandi byggðalags ber bein skylda til að framkvæma. Eitt af því sem öllum þessum háttvirtu mönnum, sem á list- unum standa, ber saman um að hrinda þurfi í framkvæmd nú á þessu í hönd farandi kjörtíma- hili, er bygging nýs, voldugs skólahúss hér í Keflavík. Skóla- híísið, sem nú er í notkun, og sem hefir vissulega getað talizt myndarleg bygging á sínum tíma, er reist árið 1911, en þá munu íbúar Keflavíkur og Njarðvíka hafa yerið ca þriðj- ungur þess sem þeir eru nú, eða jafnvel færri. Af þessu má nokkuð ráða, hve aðkallandi það er, að hafist sé ml þegar handa um byggingu nýs skóla- húss hér í Keflavík, því auk þess að gamli skólinn er að verða allt of lítill, þá er hann að sama skapi óvistlegur og lítt til þess fallinn að auka fegurð- arsmekk barnanna og hátt- prýði. — Sökum rúmleysis hér í blaðinu, get ég ekki lýst ná- kvæmt göllum gamla skólans, enda gerist þess ekki þörf. því öllum mun það kunnugt, mfál. — Nú nýverið mun skólanefnd hafa sent hreppsnefndinni bréf, þar sem skorað er á hana að taka skólamálin til athugunar. Hreppsnefndin mun hafa orðið við þessari áskorun og sam- þykkti að fela skólanefnd að gera tillögur um, hvort hag- kvæmara mundi að byggja nýj- an skóla eða stækka þann gamla. Skólanefnd hefir haft þetta Hér í Keflavík er mjög erfitt fyrir hreppinn að taka kvik- myndareksturinn í sínar hend- ur vegna þess að nú sem stend- ur er hann í höndum einstakl- inga og félaga. Hér hafa að minnsta kosti tveir aðilar leyfi lil slíks reksturs. Því nú fyrir skömmu mælti meiri hluti hreppsn. með þ'ví að U.M.F.K. yrði veitt leyfi til kvikmynda- sýninga í húsi sínu, sem svo síð- an hefir verið veitt. Til þess nfi, að hreppurinn geti tekið kvikmyndarekstur- inn í sínar hendur þarf hann annað hvort að semja við þá aðila, er nú hafa leyfi til slíks reksturs, eða að fá samþ. lög er heimila hreppnum einum slík- an rekstur. Svar við 5. spurningu: Við viljum beita okkur fyrir því að símstöðin í Keflavík fái réttindi 1. fl. stöðvar A. En gera má ráð fyrir að það takist ekki án fjárframlaga símnotenda fyr en Keflavík hefur fengið kaupstaðaréttjndi. R. G. mál til athugunarnú um tíma og er mér tjáð. að athuganir hennar leiði í Ijós að heppileg- ast verði að byggja nýtt skóla- luls, en nota þáð gamla heldur til annara þarfa iyrir byggðav- lagið. Þessa frétt tel ég gleðilegan vott um vaknandi i'ramfara- vilja, sem spáir góðu um úr- lausn annara vandamála seni sigli í kjölfar þessa, en til þess þarf borgurunum á sunnudag- inn að auðnast að velja í hrepps- nefndina sína hæfustu menn. fíg trúi því ekki að Keflavík, sem forsjónin hefir lagt að brjósti auðugustu fiskimiða ver- aldar þurfi um allan aldur að sýna sig í kotungsklæðum. Ég tröi því, að hér í miðju hrjóst- urlendinu rísi upp með tíman- um glæsileg borg, fyrir samtök viðsýnna manna, — borg meö þeim menningarbrag sem hinni íslenzku sjómannastétt sé til verðugs sóma. Hallgr. Th. Björnsson. Skoti nokkur vildi fara ásamt frú sinni í flugleiðangur. Eftir langt og mikið þref lofar flug- maðurinn að taka þau fyrir ekki neitt, ef Skotinn steinþegi á hverju sem gangi, meðan þeir séu í loftinu. Hefst nú flugið^ og tekur flugmaðurinn hverja fífldjarta sveifluna af annari, unz hann að Iokum lætur síga til jarðar og tekur lendingu. Spyr hann þá Skotann, hvernig í dauðanum hann hafði getað þolad við, að gefa aldrei hljóð frá sér. »Það munaði nú litlu«, sagði Skotinn, »þarna um þaó leyti' er konan mín datt út«. Nýkomið: V a s a 1 j ós og Battarí í miklu úrvali. Margeir Júnsson Sími 65 • Keflavík.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.