Faxi


Faxi - 20.01.1942, Blaðsíða 7

Faxi - 20.01.1942, Blaðsíða 7
I ofviði'inu 6 fimmtudaginn, (15. janúar) urðu stórskemmdir víösvegar um land, eftir þvl sem spurzt hefuv. Skip rak ;i land eða sukku viö legu- í'æri sin og þak eða þakhluta tók af húsum og heyhlöðum. Manntjón raun þrj ekki hafa orðið, svo vitað sé. í Grindavík brotnuðu tveir bátar í'.llmikið. A Njarðvlkurh,öfn lenti bát- unum Freyju og Arsæli saman og ollu r.okkru tjóni ;'i hvorum öðrum. Tveir bi'itad- sukku hér í Keflavlk. Annar, Erlingur, (11 msál.), á leg- unni, en hinn, Hafalda, (7 smúl.), við garðinn. Tekizt hefur að ná. Haföldu upp, en Vélbátaábyrgðarfélag Kefla- víkur auglýsir eftir tilboðum í Erl- ing, þar sem hami liggur á marar- botni, þegar þetta er ritað. Þá urðu nokkrar skemmdir á hafn- armannvirkjunum við Vatnsnes og þak tók af barnaskólanum og fleiri hösum. Fróðir mi'iiii töldu í byrjun þessa árs, að janúar myndi ekki verða gæftasæll. Hafa sp;ir þeirra rætzt, það sem af er mánaðarins, og horf- ur á, að ótíðin og gæftaleysið hald- ist fram í febrúar. En, um þetta leyti i fyrra, var hver dagurinn öorum mildari, og þeir, sem fastast sóttu siöinn þá, höfðu um 20 róðrardaga í janúax. »Svanaflj6t« A sinum tíma sýndi N$-ja-bíó 1 Keflavík kvikmyndina Við Svanafljót. Meðal þeirra mörgu, er sáu kvikmyndina, voru nokkrar blómarósir úr Innri.-Njarðvíkum, og er ein þeirra, — sú, er hér kemur við sögu, — kölluð Svana. Þegar stúlkurnar nálguðust byggð- ina í Innri-Njarðvík um kvöldið að lokinni sýningu myndarinnar, slóust nokkrir ungir menn. í hóp þeirra. Varð það upphaf að síðasta-leik út um hvippinn og hvappinn, eins og gengur og gerist hjíi þeim, sem lífs- gleðinnar vilja njóta úti í náttur- unni. En svo illa tókst til fyrir Svönu I eltingarleiknum, að hún hafnaði í for einni, skaimmt frá veginum. Sem betur fór, gekk björgun stúlk- unnar vel og greiðlega, — en foriu er síðan kölluð Svanafljót. Og þeir, sem um veginn fara síðan, eru þá að líkindum. við Svanafljót? Itornaraiimilurinn. Frambjóðeriður hinna þriggja lista, er iagðir hafa verið hér fram við í hönd farandi hreppsnefndarkosningar, efndu til sameiginlegs fundar I Félagshúsi mánúdagskvöldið 19. þ. m. kl. 8. Húsið varð brátt þéttskipað áheyr- endum og umræður höfusti um kl. 8,30 og stöðu til kl. 2,15 eftir miðnætti. í upphafi fundarins skýrði lög- reglustjóri frá hag hreppsfélagsins á síðastliðnum 4 árum. Fundarstjijrar voru svo þeir, Alfred Gíslason, lögreglustjóri og Steindór Péturss.on, útgerðarm. Þrjár umferðir voru íikveðnar, en auk þess voru R- kveðnar nokkrar minutur til handa þeim, er ekki voru ;i framboðslistun- um. Ræðumenn af hálfu A-listans voru þessir: Ragnar Guðleifsson, Guðni Magnússon, Danival Danivalsson, Valdimar Guðjónsson og Jón G. Páls- son. Af híilfu B-listans: Sigurþór Guð- finnsson, Stefán Franklin og Einar G. Sigurðsson.. Og af hjilfu C-listans: Guðmundur Guðmundsson, Karvel Ögmundsson, Sigurbjörn Eyjðlfsson. Auk þess tóku til máls Kristinn Jónsson, Arinbjörn Þorvarðsson og Trausti Jónsson. Fráfarandi hreppsiiefnd reifaði gerðir sínar, varðandi líðandi kjöi- tímabil. Urðu þær umræður ekki með öllu hávaðalausar, og sýndist sitt hverjum^ Sannaðist þar, að sjaldan veldur einn, þegar tveir eða f leiri deila. Að öðru leyti snerist svo mál manna um verkefni þau, er bsða iirlausnar kon»andi hreppsnefndar. Var margt leitt fram í dagsljósið af því, sem gera þarf byggðarlaginu til heilla. Merkustu málin sem rædd voru, eru hafnarmálin, vatsn- og skolpveitumal- in, og ræktunar og rafmagnsmíilin. Og þegar manni tókst að hlera fi bak við persónuádeilur, og skyggnast a bak við tjöld þeirra, er héldu, að þeir væru á leiksviði, þfv kom í ljós, að áhugi, fyrir lausn fyrrnefndra mftla er ótvíræður. Svo- verður sjón ríkari. sögu um framkvæmdirnar, þegar kosningu er lokið, og nýtt kjörtímabil hefst. Idaðinu er ætlað að gera hinum $msu flokkum sém jafnast undir höfði. Því er ekki farið hér út á þá hálu braut að tilfæra malflutning einstakra manna. Væri svo gert, FAXI- Blaðstjórn skipa: Hallgr. Th. Björnsson Ingimundur Jónsson Ragnar Guðleifsson Ritstjóri og ábyrgðarm.: Kristinn Pétursson Afgreiðslumaður: Jón Tómasson Símstöðinni, Keflavlk Verð i la,usasölu 50 aurar. myndi einn e. t. v. þræta fyrir sSn töluðu orð, annar telja tilvitnanirnar slitnar úr samhengi, og þriðji full- yrða, að hann hefði komizt miklu spaklegar að orði. »En gaman er að börnununij þeg- ar þau fara a.ð sjá«, og fundarmenn( skemmtu sér vel með köflum. Voru það einkum mismæli og ólíklegustu líkingar sem vöktu hlátursöldu um salinn við og við. Aftur á móti voru þau orð viðhoíð um þrjá gamalkunna Keflvikinga und- ir fundarlokin, að áheyrendum fannst, vægast sagt, fátt um. Er að sjálfsögðu stofnað til slíkra fundav sem þessi var, til þess að ræða málinj en I sambandi við það er svo oft kastað hnútum að frambjóðendum. sem þá jafnharðan grípa þær á lofti og endursenda til föðurhúsanna. Hitt ber ekki -vott um, að almenn kurteisi sé reidd I þverpokum, þeg- ar verstu. fúkyrðum. tungunnar er hrönglað saman og kastað framan f andstæðingana, sem væru þeir óalandi oe óferjandi. i tsiihniH'im blaðsins, vSðsvegar um Suðurnes, eru vinsamlega beðnir, að gera skil fyrir I. árg., og endursenda óseld blöð, ef þaiu. kynnu að fyrir- finnast. Næsta bla* Faxa kemur væntan- lega út u«i miðjan febrúar. Eftirfarandi saga gæti heitið: Gildi auglýsinga: Amerlska kímniskáldið Mark Twain var. einu sinni ritstjóri blaðs, sem ætla ma, að hafi verið töluvert stærra að flatarmali en Faxi. Kvöld nokk- urt kom kónguló vappandi og fór yfir handrit hans ú skrifborðinu. Hann spurði hana, hverju þessi for- vitni' sætti. »fig er«, sagði hún, »að gæta að því, hverjir auglýsi í blað- inu þín,u«. »Nú, hvers vegna?« spúrði Twain. »Til þess að velja mér dyr einhyerra þeirra, sem ekki auglýsa, — fyrir vefinn minn. Þar fœ ég nefnilega að vera í friði fyrir viðskiptavinunuín«. ' —krp—

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.