Faxi

Árgangur

Faxi - 20.01.1942, Síða 7

Faxi - 20.01.1942, Síða 7
í ol'viðrinii á fimmtudaginn, (15. janúar) urðu stórskemmdir víðsvegar um land, eftir ]iví sem spurzt hefur. Skip rak á land eða sukku við legu- færi sfn og þak eða þakhluta tók af húsum og heyhlöðum. Manntjón mun þó ekki hafa orðið, svo vitað sé. f Grindavík brotnuðu tveir bátar allmikið. A Njarðvíkurhjöfn len.ti bát- unum Freyju og Ársæli saman og ollu nokkru tjóni á hvorum öðrum. Tveir bátar sukku hér i Keflavík. Annar, Erlingur, (11 msál.), á leg- unni, en hinn, Hafalda, (7 smál.), við ga.rðinn. Tekizt hefur að ná Haföldu upp, en Vélbátaábyrgðarfélag Kefla- víkur auglýsir eftir tilboðum í Erl- ing, þar sem hann liggur á marar- botni, þegar þetta er ritað. Þá urðu nokkrar skemmdir á liafn- armannvirkjunum við Vatnsnes og þak tók af barnaskólanum og íleiri húsum. ★ Króðlr uienn tiildu í byrjun þessa árs, að janúar myndi ekki verða gæftasæll. Hafa spár þeirra rætzt, það sem af er mánaðarins, og horf- ur á, að ótfðin og gæftaleysið hald- ist fram í febrúar. En, um þetta leyti f fyrra, var hver dagurinn öðrum mildari, og þeir, sem fastast sóttu sióinn þá, höfðu um 20 róörardaga í janúar. ★ :>Svana il,iót« Á sínum tíma sýndi Nýja-bíó f Keflavík kvikmyndina Við Svanafljót. Meðal þeirra mörgu, er sáu kvikmyndina, vo-ru. nokkrar blómarósir úr Innri-NjarðvSkum, og er ein þeirra, — sú, er hér kernur við sögu, —- kölluð Svana. Þegar stúlkurnar nálguðust byggð- ina í Innri-Njarðvík um kvöldið að lokinni sýningu myndarinnar, slóust nokkrir ungir menn. í hóp þeirra. Varð það upphaf að slðasta-leik út um hvippinn og hvappinn, eins og gengur og gerist hjá þeim, sem lífs- gleðinnar vilja njóta úti í náttúr- unni. En svo illa tókst til fyrir Svönu. I el'tingarleiknum, að hún hafnaði I for einni, skammt frá veginum. Sem betur fór, gekk björgun stúlk- unnar vel og greiðlega, — en forin er sfðan kölluð Svanafljót. Og þeir, sem um veginn f.ara síðan, eru þá að líkindum við Svanafljót’ ★ Borgarafundnrinn. Frambjóðeffdur hinna þriggja lista, er lagðir haía verið hér fram við í hönd farandi hreppsnefndarkosningar, efndu tii sameiginlegs fundar í Félagshúsi mánudagskvöldið 19. þ. m. kl. 8. Húsið v.arð brátt þéttskipað áheyr- endum og umræður hófust um kl. 8,30 og stöðu til kl. 2,15 eftir miðnætti. I upphafi fundarins skýrði lög- reglustjóri frá hag hreppsfélagsins á síðastliðnum 4 árum. Fundarstjiírar voru s.vo þeir, Alfred Gíslason, lögreglustjóri og Steindór Péturss.on, útgerðarm. Þrjár umferðir voru ákveð.nar, en auk þess voru á- kveðnar nokkrar mínútur til handa þeim, er ekki voru á framboðslistun- um. Ræðumenn af hálfu A-listans voru þessir: Ragnar Guðleifsson, Guöni Magnússon, Danival Danivalsson, Valdimar Guðjónsson og Jón G. Páls- son. Af hálfu B-listans,: Sigurþór Guð- finnsson, Stefán Franklin og Einar G. Sigurðsson.. Og af hálfu C-listans.: Guðmundur Guómundsson, Karvel ögmundsson, Sigurbjörn Eyjólfsson. Auk þess tóku t.il máls Kristinn Jónsson, Arinbjörn Þorvarðsson og Trausti Jónsson. ★ FráfarandJ hreppsncfnil reifaði gerðir sínar, varðandi líðandi kjör- tímabil. Urðu þær umræður ekki með öllu hávaðalausar, og sýndist sitt hverjum. Sannaðist þar, að sjaldan veldur einn, þegar tveir eða fleiri deila. Að öðru leyti snerist svo mál manna um verkefni, þau, er bíða úrlausnar korsandi hreppsnefndar. Var margt leitt fram í dagsljósið af því, sem gera þarf byggðarlaginu til heilla, Merkustu málin sem rædd voru, eru hafnarmálin, vatsn- og skolpveitumál- in, og ræktunar og rafmagnsmálin. Og þegar manni tókst að hlera á bak við persónuádeilur, og skyggnast á bak við tjöld þeirra, er héldu, að þeir væru á leiksviði, þá kom I ljós, að áhugi fyrir lausn fyrrnefndra mála er ótvíræður. Svo verður sjón ríkari. sögu um framkvæmdirnar, þegar kosningu er lokið, og nýtt kjöirtímabil hefst. ★ Blaðinu cr ætlad að gera hinum ýmsu flokkum sem jafnast undir höfði. Þvf er ekki farið hér út á þá hálu braut að 'tilfæra málflutning einstakra manna. Væri svo gert, ---------FAXI---------------- Blaðstjórn skipa: Hallgr. Th. Björnsson Ingimundur Jónsson Ragnar Guðleifsson Ritstjóri og ábyrgðarm.: Kristinn Pétursson Afgreiðslumaður: Jón Tómasson Símstöðinni, Keflavík Verð i lausasölu 50 aurar. myndi einn e. t. v. þræta fyrir sín löluðu orð, annar telja tilvitnanirnar slitnar úr samhengi, og þriðji full- yrða, að hann hefði komizt miklu spaklegar að orði. »En gaman er að börnunum, þeg- ar þau fara að sjá«, og fundarmenn. skemmtu sér vel með köflum. Voru það einkum mismæli og óliklegustu líkingar sem vöktu hlátursöldu um salinn við og við. Aftur á móti voru þau orð viðhöíð um þrjá gamalkunna Keflvíkinga und- ir fundarlokin, að áheyrendum fannst, vægast sagt, fátt um. Er að sjálfsögðu stofnað til slikra funda, sem þessi var, til þess að ræða málin, en í sambandi við það er svo oft kastað hnútum að frambjóðendum. sem þá jafnharðan gripa þær á lofti og endursenda til föðurhúsanna. Hitt ber ekki vott um, að almenn kurteisi sé reidd í þverpokum, þeg- ar verstu. fúkyrðum tungunnar er hrönglað sama.n og kastað framan f r.ndstæðingana, sem væru þeir óalandi og óferjandi. ★ Ptsölumenn blaðsius, víðsvegar uir. Suðurnes, eru vinsamlega beðnir, að gera skil fyrir I. árg., og endursenda óseld blöð, ef þau kynnu að fyrir- finnast. Næsta b 1 að Faxa kemur væntan- lega út um miðjan febrúar. ★ Eftirfarandi saga gæti heitið: Gildi auglýsinga: Ameríska kímniskáldið Mark Twain var einu sinni ritstjóri blaðs, sem ætla má, að hafi verið töluvert stærra að flatarmáli en Faxi. Kvöld nokk- urt kom kónguló vappandi og fór yfir handrit hans á skrifborðinu. Hann spurði hana, hverju þessi for- vitni' sætti. »fig er«, sagði hún, »að gæta að því, hverjir auglýsi í blað- inu þfn.u«. »Nú, hvers vegna?« spúrði, Twain. »Til þess að velja mér dyr einhverra þeirra, sem ekki auglýsa, — fyrir vefinn minn. Þar fæ ég nefnilega að vera í friði fyrir viðskiptavinunum«. ‘ —krp—

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.