Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 9
ÞORBJÖRG GARÐARSDÓTTIR, KENNARI Alla leiö til Okinawa Arið sem er að líða hefur verið nefnt kvennaár — eða jafnréttisár eins og sumir vilja heldur nefna það. Af því tilefni fannst Faxa tilhlýðilegt að prýða forsiðuna með konumynd. Fyrir valinu varð Þorbjörg Garðarsdóttir, kennari i Ytri-Njarðvík, en hún gerði einna viðreistast allra Suð- urnesjakvenna á árinu, er hún tók þátt i alþjóðlegri fegurðarsamkeppniá Okinawa. Þorbjörg fór um þrjár heimsálfur og kom við í 9 þjóð- löndum í ferð sinni og segir nánar frá þvi sem á dagana dreif og fyrir augun bar i feröinni, 1 viðtallnu sem birt- ist hér á eftir. Foreldrar Þorbjargar eru þau Amdis Lovisa Tómas- dóttir og Garðar Magnússon, útgerðarmaður. Unnusti hennar heitir Stefán Bjarkason, einnig kennari í Ytri-Njarðvik. Þótt fegurðarsamkeppnir eigi kannski ekki upp á pallborðið hjá öllum, eru þœr mörgum til ánægju. minna, eru þær mörgum til ánægju. Hvað sjálfa mig áhrærir, þá hefði ég aldrei fengið tækifæri til að sjá mig jafnmikið um í veröldinni og mér auðn- aðist fyrir fáeinum vikum,“ sagði Þor- björg, er við ræddum við hana, skömmu eítir heimkomuna frá eyjunni Okinawa, þar sem hún tók þátt í fegurðarsam- keppninni ungfrú alþjóð, — Miss Inter- national, ásamt stúlkum frá flestum þjóðlöndum heims. „Að ég tók þátt í fegurðarsamkeppni atvikaðist þannig, að einhver benti á mig, þegar Henný Iiermannsdóttir sá um keppnina. Þegar Einar Jónsson tók seinna að sér framkvæmdina, óskaði hann eftir því að ég tæki þátt í keppn- inni. Með eftirgangsmunum lét ég til- leiðast og ég sé ekki eftir því, þótt svo að ég hampi ekki neinum drottningar- titli,“ segir Þorbjörg. Keppnin fór fram á hótel Sögu og Þorbjörg varð ein af fimm útvöldu, sem koma áttu fram fyrir íslands hönd, í hinu.m ýmsu keppnum erlendis. Fyrst átti hún að koma fram í Libanon íEvr- ópukeppninni, en vegna hins ótrygga ásíands í innanlan.dsmálum þar, féll keppnin niður. Keppnin um ungfrú al- þjóð íór aftur á móti fram á tilsettum tíma og þangað lá leið Þorbjargar, er hún hélt af stað frá íslandi þann 26. tk. s.l. „Við hittumst fyrst í París, yfir 20 keppendur og var raðað niður í hópa eítir tungumálakunnáttu, til að geta kynnst sem mest, enda er það megintil- gangur keppninnar að auka vináttu og skilning þjóða á milli. Frá París flugum við siðan áleiðis til Japan með japanska flugfélaginu. Alls tók flugið 17 tíma, með millilendingu í Alaska, Ancorage. Heldur fannst mér eyðilegt um þar að litast, enda frost í jörðu og landið gróð- urlítið að sjá.“ „Eins og í öllum stórborgum, var mik- ill ys og þys í Tokyo þegar við komum þar að kvöldlagi, slæptar eftir langt ferðalag. Borgin var þó ekki eins slæm og ég hafði gert mér í hugarlund, eftir þeim fréttum sem koma þaðan um meng- un. Kannski hefur það hjálpað að ný- búið var að rigna. Fulltrúar keppninnar tóku á móti okkur, og í Japan og Okinawa var farið með okkur eins og prinsessur allan tímann meðan við vorum þar. Allt eins og bezt var ákos- ið þeim til mikillar fyrirmyndar. „Við hvíldum okkur fyrsta kvöldið í Tokyo. Daginn eftir komum við fram í þjóðbúningum í heljarmiklu samkvæmi, þar sem mættir voru fulltrúar fjölmiðla, sem óspart ræddu við keppendur og tóku myndir. Þama var einnig fyrir- fólk borgarinnar, sem bauð óspart í þá þjóðlegu muni sem við gáfum, einn frá hverju landi. Andvirðið var síðan látið renna til góðgerðarstarfsemi í Japan. FAXI — 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.