Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 10

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 10
Einnig voru okkur afhentar gjafir, jap- anskir hlutir; ég fékk meðal annars jap- anska skó, að vísu of litla, og silfur- festi.“ „Ég var dauðuppgefin eftir þessa fyrstu samkomu, en slíkar ferðir eru ekki teknar út með sældinni, næstum hverri stund er ráðstafað með langri dagskrá, þar sem allir keppendur verða að mæta. Annan daginn í Tokyo var okk- ur ekið um borgina og sýnt það marak- verðasta. Ætlunin var að aka til eld- fjallsins JFujiama, en af því varð ekki, mér til nokkuraa vonbrigða, og var það eina áætlunin sem ekki stóðst í allri ferðinni. í Tokyo er fólkið mjög vina- legt, en þar eru allir að flýta sér, þótt þeir komist kannski ekki mikið áfram í allri umferðinni, sem er gífurleg.“ „Frá Tokyo flugum við seinasta dag okótbermánaðar, með Jumbo-þotu, áleið- is til Okinawa í blíðskaparveðri. Við komum til Naha-newport í eftirmiðdag- inn í 25 stiga hita, sem hélzt allan tím- an sem ég dvaldi þar. Við keppendurnir gistum á glæsilegu hóteli, Moon-Beach, sem sérstaklega var byggt fyrir Expó- sýninguna sem nú stendur þar yfir og allt til 18. janúar 1976, og keppnisstað- ur ungfrú alþjóð var einmit valinn með tilliti til sýningarinnar.“ Annan daginn sem Þorbjörg dvaldist á Okinawa var keppendum gefinn tími til að skoða sig dálítið um eyjuna, áður en keppnin hófst „Yfirleitt virtist fólk lifa vel, en þó sáum við, eins og alls- staðar, að fátæktin er ekki útlæg af þessari eyju. Utan við fallegi hverfi mátti sjá timburkofa, en allir voru mjög þægilegir í umgengni við okkur." „Svo byrjaði amstrið aftur. 2. nóv. komum við fram í þjóðbúningum, og þá var miss Aquapolis valin, og féll sig- urinn finnsku stúlkunni í skaut. Þennan dag var keppendum ekið með viðhöfn í margskonar vögnum, með tilheyrandi lúðrablæstri og skrauti, efíir aðalgötum borgarinnar niður að ströndinni að Aquapolis, sem var keppnsstaðurinn, og þar komum við fram fyrst í þjóðbún- ingum, en seinna um kvöldið í síðum kjólum.“ „Sjálfsagt hefur hjartað slegið örar hjá mörgum stúlkunum, þann 3. nóv., sjálfan úrslitadaginn. Eftirvæntingin um það, hver hlyti hnossið, átti sök á því. Sjálf var ég kvíðalaus. Eftir að hafa séð og kynnst öllum þessum fall- egu stúlkum, sá ég strax að mínir mögu- leikar voru ekki miklir, svo ég gerði mér ekki neinar vonir um verðlaun og tilgáta mín reyndist rétt. Ég var ekki meðal hinna 15 útvöldu sem fengu við- urkenningu." „Dagurinn var tekinn snemma. Árla fór fram æfing á keppnissvæðinu, til að allt gæti gengið eftir áætlun þegar stóra stundin rynni upp. Það sem eftir var af deginum fór í undirbúning okkar sjálfra. Hárgreiðslu, málningu og þama var lært snyrtingarfólk til taks ef á þurfti að halda. Fyrsta atriði keppn- innar hófst klukkan sex, — keppni um fallegasta þjóðbúninginn. Þar sigraði stúlka frá Mexico, enda var búningum- inn ákaflega fagur, mikið höfuðskraut og langar slæður, sem lyfta varð frá gólfi þegar að tröppum kom, til þess að hún stigi ekki í slæðumar.“ „Sviðið sem við komum fram á, var flotsvið sem vaggaði á sjónum fyrir framan áhorfendapallana í fjömnni, en við höfðum aðsetur í snekkju þar við, til að hafa fataskipti. Ekki var laust við að ég kenndi sjóriðu, þegar ég varð eins og allir hinir, að arka á milli snekkju og sviðs. Á meðan við höfðum búningaskipti, skemmtu japanskir lista- menn með þjóðlegum dönsum og tón- list við mikinn fögnuð áhorfenda, sem flestir vom japanskir, en þar voru einnig bandaríkjamenn, en herstöð þeirra var þama skammt frá.“ „Ég var ekkert taugaóstyrk að koma fram í sundbol, þótt svo að við yrðum að ganga í einni röð eftir langri braut og sem næst áhorfendum, þar sem hver og ein var kynnt í leiðinni. Til þess var ætlazt, að hver keppandi segði eitthvað til áhorfenda, og ég hafði, eins og marg- ar aðrar lært nokkur orð í japönsku, eins og t.d. arigatto, sem þýðir þökk fyrir, og var þvi fagnað mjög af áhorf- endum.“ „Eftir að við höfðum komið fram á sundfötunum, þurftum við enn einu sinni að klæða ckkur í síða kjóla, og þá vom hinar fimmtán útvöldu kallaðar fram. Við sern ekki náðum lengra, vorum þar með lausar við frekara umstang, en þær sem áfram komust, þurftu aftur að sýna sig á sundbolum og í síðu kjólunum í úrslitunum, en þá var tilkynnt hverjar heíðu sigrað. Þegar búið var að veita fjögur af fyrstu fimm verðlaununum, kom fyrrverandi fegurðardrottning sigl- andi á lítilli snekkju böðuð í kastljósum, með veldissprota, í glitklæðum sem stirndi af, steig úr snekkjunni og gekk tignarlega inn á sviðið. Hún tók til máls og lýsti því hvað drottningarár hennar hefði verið ánægjulegt.“ „Þegar hún hafði lokið máli sínu rann hin stóra stund upp, sjálf útnefningin. Miss Júgóslavía var kölluð fram og út- nefnd ungfrú alþjóð, með viðeigandi fagnaðarlátum og eldflaugaskotum. Eft- ir krýninguna voru sviðsljósin slökkt, keppninni var lokið, og við héldum á brott, nema hinar fimm útvöldu sem ræddu við fréttamenn og voru myndað- ar. Frá snekkjunni var haldið til hótels- ins í fagnað mikinn, með keppnisfólki, dómurum og allir voru sáttir, að minnsta kosti á yfirborðinu." „Eftir var svo ekkert nema heimferð- in, með viðeigandi verzlunarferð í Tokyo — innkaupum eins og vasapeningarnir leyfðu. Á heimleiðinni var millilent á tveimur stöðum í Sovétríkjunum, í Sí- beríu og í Moskvu. í London tvístraðist hópurinn sem lagt hafði af stað frá París í upphafi ferðarinnar, og kannski haldast vináttuböndin eitthvað í fram- tíðinni, — en ferðin var ógleymanleg." „Ef ég hefði sigrað? . .. Svo langt hef ég ekki hugsað, en alla vega hefði ég orðið að dvelja í Tokyo eitthvað lengur, og ferðast um heiminn á vegum keppn- innar.“ Því má við bæta, að ferðaskrifstofan Sunna bar allan veg og vanda af ferð- inni til Japan. Einnig má geta þess, að foreldrar Þorbjargar fengu sólarferð með Sunnu, — boðsferð, — á Spánar- strendur, sem kom sér vel eftir miklar rigningar í sumar. emr 118 — FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.