Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 14

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 14
Leikendur og hvislarar: Sitjandi frá vinstri: ValgerOur Þorláksdóttir, FriObjörn Gunn- laugsson, Þóra Júliusdóttir. Standandi frá vinstri: Alexander EOvarösson, Eester Gisla- dóttir, Jóna Ingvadóttir, Gunnar Tómasson, Birna Bjarnadóttir. JÓN TÓMASSON: LEIKFÉLAG GRINDAVÍKUR — FESTI Karólína snýr sér að Höfundur Haraldur Á. Sigurðsson Leikstjóri Kristján Jónsson Endurvakið Leikfélag Grindavíkur frumsýndj fyrsta verkefni sitt 28. nóv. s.l., en það var Karólína snýr sér að leiklistinni eftir Harald Á. Sigurðsson. Leikritið er í þremur þáttum — tvær sviðsmyndir — stofur hjá vinkonunum Karólínu og Geraldínu. Leikurinn fór fram á hljómsveitar- pallinum í Festi og að nokkru framan við hann. Aðstaða til sviðsetningar er því í alerfiðasta lagi — enda eftir að byggja þann hluta samkomuhússins, sem ætlaður er til leikstarfa, kvik- myndasýninga og svipaðra þarfa — að- eins til í teikningum. Það skal þó sagt Grindvíkingum til verðugs hróss, að það, sem þegar hefur verið gert af samkomuhúsi þeirra er til hreinnar fyrirmyndar og þess vænzt, að eins vel takizt til um síðari áfangann og að hann megi verða fullger hið fyrsta. Nú — en þegar litið er á þá aðstöðu, sem fyrir hendi er, skoðast það sem afrek að hafa ráðist í að koma á svið og sýna tveggja klukkustunda verk, sem krefst jafn mikils í sviðsgerð og sviðs- búnaði, og að hafa komizt vel frá þeim vanda. Hvers mætti ekki vænta af þessu fólki við boðleg skilyrði? Eins og vænta mátti af höfundinum, húmoristanum Haraldi Á. Sigurðssyni, sem sennilega hefur fengið íslendinga til að hlæja meira en nokkur annar maður með leik sínum — þá er efni leiksins og öll gerð hans ætlað að kalla fram glaðværð og græskul^ust gaman, — ætlað að laða hugann frá erfiði og önn strangra skammdegisdaga — og ætlað nú í Grindavík að fá útgerðar- menn, sjómenn, fjölskyldur þeirra og alla þá er eiga allt sitt undir fiskveiðum til að gleyma því um stund, að það er ekki lengur hægt að treysta því að enn leynist fiskur undir steini. Leikfélagi Grindavíkur tókst vel að leysa þennan vanda á frumsýningu Karólínu. Húsið var fullsetið og hlátur- inn var almennur og einlægur. Mér er nær að halda, að aldrei hafi verið hlegið jafn mikið í Grindavík á einu kvöldi — nema ef vera kynni þegar Haraldur Á. Sigurðsson lék þar í Karlinum á kass- anum forðum. Það var sagt, að þá hafi komið sprungur í gamla góða Kvenfé- lagshúsið. Efni leiksins ristir ekki djúpt, en er þó fléttað nokkrum þáttum mannlegra samskipta, frekar af spaugilegra tagi, s.s. vinkonuglettur frúnna, framtaks- semi við að koma á leynifundum, yfir- borðsmennsku, fláttskapar, afbrýðisemi og fórnum á altarj Bakkusar (uppgjör þeirra Narfa og Högna). Titilhlutverkið, Karólínu, leikur Val- gerður Þorvaldsdóttir. Hún sannaði hið fornkveðna, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en bæði faðir hennar, Þor- valdur, og Klemens, faðir hans, voru vel þekktir á sviðinu í Grindavík — Klem- ens mun hafa verið meðal þeirra fyrstu er léku þar, nálægt aldamótunum. Einn- ig lék Stefanía Tómasdóttir, móðir Val- gerðar, og bræður beggja foreldra henn- ar. Eitthvað kann hún að hafa leikið í skóla eða innanfélags, en ekki veit ég til að hún hafi látið ljós sitt skína opin- berlega fyrr, og var þetta því mikill leiksigur, sem lengi mun í minnum hafður. Kemur þar margt til, leikgleðin var einsæ, gerfið gott og það sem mestu skipti var að skilningur á hlutverkinu og túlkunarhæfileiki komust vel til skila. Það er augljóst að Grindvíkingar hafa eignast góðan gamanleikara með Val- gerði — en, hafi mér ekki missýnst á hún líka að geta glætt lífi alvarlegri og rismeiri hlutverk. Friðbjöm Gunnlaugsson lék Narfa, mann Geraldínu. Það er eins og öll sam- búðarár hans og Geraldínu hafi verið konuár, svo niðurbeygður er Narfi í heimahúsum. En það kann að vera, að hann hafi einhvern tíma á yngri árum lagt í ofninn hjá Karólínu og glóðir verið lífseigar. Karólína hefur a.m.k. gott lag á að rétta hans bogna bak og örva neistann sem í karli býr, — þarf kannske hlýjunnar, semþað veitir, því karl hennar, Högni húsgagnasmiður, leikinn af Gunnari Tómassyni (bróður Valgerðar) er dæmigerður þumbari úr köldum vinnustað, sem tekur hlýju bokkunnar fram yfir heitan barm konu sinnar. Hlutverk Högna er fremur lítið en Gunnar gefur því mjög trúverðugan iðnaðarmannssvip. Narfi er hins vegar annað aðalhlutverk leiksins og sé það 122 — FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.