Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 33

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 33
meistararéttindi í hvoru tveggja, Sjóinn stundaði ég samhliða náminu til að afla mér skotsilfurs." „Annars var það hrein tilviljun að ég fór sem skipverji á Fróða. Ég var flutt- ur til Reykjavíkur og vann í vélsmiðj- unni Héðni. Fróðaútgerðin var í hrein- ustu vandræðum með að fá vélstjóra í .þessa söluferð til Englands. Eitthvað voru þeir kunnugir í Héðni og leituðu þar eftir vélstjóra. Gísli Guðlaugsson, yfirverkstjóri, bað mig um að fara. Grunaði að ég slæði ekki hendinni á móti því að skreppa út fyrir landstein- ana, enda ungur og frískur, aðeins 26 ára, og auk þess mátti búast við góðri sölu og mikilli þénustu. Ég var því eiginlega lánaður á skipið og hafði ekk- ert á móti því, þótt stríðstímar væru, — stríðið virtist svo fjarri okkur íslend- ingum og því ekkert að óttast, en reynd- in varð svo sannarlega önnur." „Við tókum fiskinn um borð í Reykja- vík og ísuðum hann í lestina. Skipið var drekkhlaðið, svo að flaut yfir þil- farið fyrir aftan brúna. Engin hleðslu- merki voru tekin til greina og reiknað með því að farmurinn léttist það mikið Sveinbjörn Davíðsson í dag á leiðinni út, að Fróði yrði við hleðslu- mörkin þegar til Englands kæmi. Lagt var af stað frá Reykjavík 9. marz í blíð- skaparveðri, fimm til sex vindstigum af suðaustri. Áhöfnin var 11 manns á hin- um 103 smálesta línuveiðara, sem var af hinni svonefndu gerð Norðursjávar- togara, eins og fleiri skip sem hingað höfðu verið keypt, eins og t.d. Mjölnir." „Ekki gátum við fylgt neinum öðrum skipum, né heldur máttum við hafa uppi nein ljós meðan á siglingunni stóð. Talstöðvarsamband var líka stranglega bannað. Aftur á móti skipti sér enginn af því hvaða siglingarleið við völdum, nema þá þeir sem hefta vildu för okk- ar, ógnvættir undirdjúpanna, — kafbát- Sveinbjörn, árið 1941 með tveimur börnum sinum Iris og Hrafn arnir. Strikið var tekið beint frá landi á England, en hugmyndin var að selja í Fleetwood. Ég var fyrsti vélstjóri og siglingin virtist ætla að ganga vel. Fróði lét vel á öldunni og allt var í bezta lagi um borð.“ Skotið á Fróöa „Ekki veit ég hvernig þeir komu auga á okkur í myrkrinu," segir Sveinbjörn og starði fram fyrir sig og pýrir augun- um, eins og hann sé að rýna út í myrkr- ið. „Klukkan var að genga fimm um morguninn, þann 11. marz. Kannski þeir hafi séð einhverja þúst á sjónum. Jarl- inn, Péturseyjan og svo Reykjaborgin hurfu á þessum tíma, svo að vitað var hvaða leið aðallega var siglt. Ég var nýkominn upp í brú, en við vorum þá staddir um 200 mílur suður af Vest- mannaeyjum, þegar ég heyrði einhvem smell. Ég og einn kyndari var á vakt, en skipstjórinn kallar á mig og segir í spurnartón. „Ætli þeir séu að gera árás á okkur?“ „Nei, ætli það,“ svaraði ég kæruleysislega. Ekkert skip var hægt að greina í grenndinni, en litlu síðar syngur vélbyssuskothríðin á Fróða. Skotin hittu reykháfinn, toppinn á katl- inum, settu gat á rör, sem við urðum að þétta svo fljótt sem auðið var til að geta haldið ferðinni. Skipstjórinn ákvað að setja á fulla ferð, en það var nú reyndar ekki mikið að keyra. Á fullu gekk skipið aðeins sjö mílur, svo óvin- urinn átti alls kostar við okkur, hver sem hann nú var.“ „Litlu eftir að við reyndum að auka á ferðina, small önnur hríðskotabyssu- hrina á skipinu, fram stjórnborðsmegin, alveg fram að stafni og svo aftur eftir bakborðsmegin, rétt eins og ætlunin væri að reyna að drepa allt ofanþilfars um borð. Þegar þetta gerðist urðum við varir við einhverja dökka þúst og eitt ljós. Fyrstu skotin sem við heyrðum höfðu greinilega verið aðvörunarskot og af því að þeim var ekki sinnt, var okkur ekki hlýft. Þar liggur skekkjan að mínu áliti. Okkur var engra undankomu auðið með því að reyna að sigla árásaraðilann af okkur, við höfðum ekki við þessum hraðskreiðu skipum. Nú og ég held að þama hafi verið kafbátur sem hélt sig ofansjávar, annars hefði vart verið skot- ið á okkur af vélbyssum. „Eftir fyrstu vélbyssuskothríðina fylgdu fallbyssuskot í kjölfarið. Eitt hæfði stefnið, annað brúna og tætti sundur hluta hennar, þriðja í þilfarið, en ég gerði mér ekki grein fyrir því hvar hin höfnuðu. Ég var staddur niðri í vélarrúmi, þegar fyrsta kúlan hæfði skipið, var að huga að katlinum. Skipun var þá gefin um að fara í björgunar- bátana, en það var tilgangslaust. Björg- unarbáturinn var eins og sagaður sund- eftir vélbyssuskothríðina.“ Og nú skjót- um við spumingu inn í frásögnina, um það hvort að ótti hafi ekki gripið um sig meðal skipverja þegar kúlnahríðin skall FAXI — 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.