Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 34

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 34
á skipinu. Sveinbjörn hugsar sig um góða stund. „Óttinn náði að mig minnir ekki tökum á okkur. Miklu fremur var það reiði. Maður hefði viljað geta svar- að fyrir sig, varið sig, en við höfðum engin vopn, sáum ekki óvininn, sem læddist að okkur í náttmyrkrinu. Er hægt að hugsa sér aumingjalegri að- ferð. Var það nema von þótt maður reiddist?" Bjargaði jakkinn lífi mínu? „Þegar búið var að kalla í björgunar- bátinn og við hugðumst yfirgefa skipið, fór ég inn í káetuna til að sækja jakk- ann minn, en við vorum ávallt hlýlega klæddir um borð, í föðurlandsnærbuxum, eins og skyldan bauð, ekki má gleyma því. Ekki er ósennilegt að þetta atvik hafi bjargað lífi mínu. í sama mund og ég teygði mig eftir jakkanum, fann ég dynk mikinn og sáran verk við olnboga á hægri handlegg, og í vinstri úlnlið. Fallbyssukúla hafði gengið niður um þil- farið og brot úr henni hæfði mig. Hefði ég hins vegar verið staddur í brúnni, má telja með ólíkindum að mér hefði auðnast að sleppa. Þrír fórust þegar kúlan sprakk þar. Aðeins einn slapp, sá er við stýrið sat, alveg ósærður og lifir enn í dag að því er ég bezt veit, Guð- mundur Einar Guðmundsson." „Eftir skotið í brúna reyndi ég að komast út á þilfar, mig langaði í ferkst loft, einhver köfnunartilfinning hafði gripið mig sem snöggvast. Blóð dreyrði úr sárinu á hægri handleggnum. Þarna kom sér vel að ég hafði lært hjálp í við- lögum, og kunni því að stöðva blóðrás. Ég batt um handlegginn fyrir ofan oln- boga, en gætti þess á leiðinni í land að slaka af og til á, svo að drep kæmi ekki í framhandlegg og hendi. Mig minnir að ég hafi notað handklæði til þessara hluta, sem ég hafði ávallt nærtækt um borð. Á leiðinni út á þilfar sá ég hvar einn kyndarinn sat hinn rólegasti og spurði hvað hann væri eiginlega að gera, en hann svaraði hinn rólegasti. „Er ekki sama hvar maður drepst?" „Skipstjórinn, Gunnar Ámason, særð- ist í sama skotinu og ég, eftir að hann hafði kallað okkur í bátana. Brot lenti í mjöðm hans og særði til ólífis. Þegar ég, svona á mig kominn, reikaði út úr káetunni, var verið að reyna að koma Gunnari í skjól. Ég reyndi að verða þar að liði, þótt ég gæti lítið með aðra hend- ina aflvana. Þegar búið var að koma Gunnari niður í káetu, reyndi ég að hlúa að honum eftir beztu getu og kunnáttu. Af og til fékk hann rænu, en lézt skömmu áður en náð var landi í Vest- mannaeyjum. Steinþór bróðir Gunnars hafði einnig særst og lézt hann litlu eftir að hafa hjálpað til við að koma bróður sínum í skjól. Hann og hinir þrír skipverjarnir sem fallið höfðu, voru lagðir til ofanþilja. Hinir fimm skip- verjamir sluppu án þess að fá á sig skrámu.“ „Oft er skammt á milli lífs og dauða, það sannaðist á Fróða. Ég get ekki lát- ið hjá líða að minnast á Guðmund, sem ég minntist aðeins á áðan. Hann stóð við stýrið þegar fallbyssukúla hæfði brúna. Þeir þrír sem féllu þá, stóðu rétt við hann í stýrisklefanum. Hafa sennilega orðið fyrir kúlnabrotum. Auk þess féll áttavitinn niður og straukst við höfuð Guðmundar. Sálgrstyrkur hans hefur áreiðanlega verið mikill. Þrátt fyrir þetta allt, hélt hann sálarró sinni allan tímann. Nú, eftir að þessi ósköp höfðu dunið yfir, var ekki um annað að ræða en að láta reka, og kveikja ljós. Búið var að stöðva vélina og drepa á kötlun- um, til að forðast ketilsprengingu og bíða og sjá hverju fram yndi. Árásin hafði hafizt klukkan að ganga fimm og mig minnir að þegar hún nálgaðist sex hafi allt verið afstaðið." Enginn réttindamaður lifandi „Hvað olli því að árásaraðilinn hætti áður en hann hafði sökkt Fróða, veit ég ekki, en ég hygg að það hafi verið morgunskíman sem hrakti hann á brott. f morgunsárið sáum við einhverja dökka þúst við sjóndeildarhring, án þess að greina hvers konar skip væri á ferðinni, — með vissu. Úr því sem kom- ið var, áttum við einskis annars úrkosta en að snúa við. Leki hafði ekki komið að skipinu, utan þilfarsleka eftir fall- byssukúluna, en við gátum peglt yfir gatið. Kannski hefur árásaraðilinn hald- ið sig vera búinn að tortíma okkur, þeg- ar hann sá mökk stíga upp frá skipinu, — en það var aðeins gufumökkur." „Þegar heimsiglingin hófst, var eng- inn skipstjómarlærður maður eftirlif- andi um borð, áttavitinn ónýtur, svo við vissum ekki nákvæmlega hvaða stefnu skyldi taka. Fljótlega eftir að við hófum siglinguna, mættum við mótorbátnum Skaftfellingi, en hann virtist ekki ætla að sinna merkjum okkar um aðstoð. Kannski var það skiljanlegt á stríðstím- um. Þeir stönzuðu ekki fyrr en við sigld- um í veg fyrir þá. Við tjáðum þeim harmleikinn sem átt hafði sér stað um borð í Fróða, og þeir tilkynntu um hann í land. Þeir gáfu okkur síðan upp stefn- una á pólaráttavitann, sem var í lagi, en seinna frétti ég að allir á Skaftfellingi hefðu verið með stýrimannsréttindi. Sannarlega hefði því verið heppilegt að fá einn þeirra um borð til okkar. Strax og í land spurðist að við værum á heim- leið á löskuðu skipi, lögðu togarar og fleiri skip af stað á móti okkur, en við vorum of austarlega og fórum á mis við þau öll. Eftir 36 stunda siglingu sá- um við Eyjamar, en þá var Gunnar skip- stjóri látinn, eins og áður segir.“ Fjórbrotinn olnbogaliður „Lóðsbáturinn kom strax á móti okk- ur. Ég var drifinn um borð í hann og fluttur í land, en farinn\að finna til mik- illa óþæginda í' handleggnum eftir að dofinn var farinn úr. Margt manna var á bryggjunni, og fylgdist hljóður með því sem fram fór. Þótt ég væri bæði máttfarinn af .blóðmissi og vankaður af volkinu, gekk ég óstuddur upp bryggj- una og inn í bifreið sem flutti mig í skyndi á sjúkrahús. Handleggurinn var sléttbóginn frá miðjum upphandleggs- vöðva og fram að úlnlið. Ég hafði ekk- ert getað búið að sárinu á leiðinni. Eina sem ég gat gert var að hella í það sára- vatni í þeirri von, að geta hreinsað það eitthvað. Það var ekki verra að minnsta kosti. Ólafur Lárusson og Guttormur læknar gerðu að sárum mínum. Hvað þeir voru lengi að fjarlægja sprungu- brotið veit ég ekki. Ég var fljótur að falla í svefn, eftir nærri tveggja söiar- hringa stanslausa vöku.“ „Sjúkrahússvistin í Eyjum var nærri einn mánuður. Olnbogaliðurinn var f jórbrotinn, en ég gat þó hreyft hann að- eins. Læknamir sögðu, að ég mætti bú- ast við að fá staurlið, en ég vildi ekki sætta mig við þau örlög. Byrjaði ég því að hreyfa hann strax og ég þorði og tókst að liðka hann það mikið, að ég gat hreyft hann um 35 gráður. En þrátt fyrir þessar raunir, var sjómennsku minni ekki alveg lokið. Ég átti eftir að sigla á Fróða í flutningum fyrir herinn innan lands, en ég kann enga skýringu á því hvers vegna ég vildi ekki með nokkru móti fara sem vélstjóri á honum vestur 142 — FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.