Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 40

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 40
MINNING Olafur Ríkharð Guðmundsson F. 3. MAÍ 1917 — D. 3. ÁGÚST 1975 Ferð mannsins í gegnum þennan heim er í vissum skilningi áþekk dagleiðum ferðamannsins. Áfangar eru mislangir og atburðir ferðarinnar sundurleitir. Enginn áfangi er tíðindalaus, en til þess eru atvikin að af þeim sé unmið. Veg- amestinu hafa engir ráðið, en gæfan til þess að nema af áföngum ferðarinnar skilur á milli, er skoðuð eru spor veg- farandans héma megin tjaldsins. Ólafur Ríkharð Guðmundsson hét hann fullu nafni og lézt í Sjúkrahúsinu í Keflavík þann 13. ágúst s.l. eftir erfiða sjúkralegu. Hann fæddist í Grindavík þann 3. maí 1917, sonur hjónanna Val- gerðar Bjarnadóttur og Guðmundar Elíssonar fiskmatsmanns. Hann fluttist með foreldrum sínum á unga aldri tíl Reykjavikur, en 15 ára gamall flyzt hann ásamt foreldrum sínum hingað til Keflavikur og átti heima hér æ síðan. Ólafur stundaði fyrst framan af alla algenga vinnu, sem tíðkaðist í sjávar- plássum á þeim tíma, en um 1939 stofn- aði hann ásamt fleirum Vörubílastöð Keflavíkur og fékkst síðan við vörubif- reiðaakstur fram til ársins 1946. Þá hef- ur hann störf hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkurflugvelli og er þar verkstjóri þar til fyrir rúmum tveimur árum, ei hann kenndi veikinda þeirra, er urðu honum að aldurtila; hann var þar þó af og til þótt sjúkur væri. Hér hefut i fáum orðum verið rakin starfssaga ólafs. Hann var trúr og traustur maðui í starfi og einkar vinsæll af sínum sam- starfsmönnum. Um það vitna orð eins vinnufélaga hans: ,,Hann mátti i engu vita að störfum hans og sinna manna væri áfátt“. Ég vil nú geta annarra starfa Ólafs sem ef til vill munu öðru frekar halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Þegar saga tónlistar í Keflavík verður skráð verður nafn Ólafs óefað ofarlega á blaði. Hann hafði mikið dálæti á tón- list, var söngmaður góður og lék sjálfur á hljóðfæri. Segja má að tónlistin hafi verið Ólafs hálfa líf. Hann hafði um 40 ára skeið afskipti af söngmálum og tónmennt almennt í Keflavík. I Karlakómum Ægi byrjar hann 16 ára gamall, syngur í Kirkjukór Keflavíkurkirkju um 25 ára skeið. Einn af stofnendum Karlakórs Keflavíkur 1. desmeber 1953 og ein af driffjöðrum kórsins ávallt síðan. Ásamt þremur fé- lögum sínum úr kórum stofnaði hann Keflavíkurkvartettinn 1963, sem víða hefur komið fram á landinu og í fjöl- miðlum við mjög miklar vinsældir. Einn- ig var hann í sextett, sem mikið söng við kirkjulegar athafnir. Einn af frumkvöðl- um Lúðrasveitar Keflavíkur og formar- ur henna um tíma. Ólafur stofnaði fyrstu danshljómsveitina í Keflavík og jafnframt á Suðumesjum ásamt þremur félögum sínum árið 1937. Þetta þótti mikill viðburður á þeim árum, því áður hafði harmónikkan ein verið látin duga. Meginhluti starfa Ólafs að tónlistarmál- um voru lítt eða ekki launuð störf. Á- nægjan og gleðin ein af því að vera þátt- takandi sat í fyrirrúmi. Hann leit á það sem heilaga skyldu sína að hlýða hverju kalli. Er til marks um það, að iðulega er hann var um helgar og í fríum í sumarbústað sínum við Meðalfellsvatn, en þar undi hann hag sínum, fór hann gagngert til Keflavíkur til þess að syngja við jarðarfarir og vera viðstadd- ur aðrar þær athafnir, er skyldan bauð. Þann 1.. nóvember 1939 gekk Ólafur að eiga eftirlifandi konu sína, Dagmar Pálsdóttur frá Keflavík, dóttur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Páls Pálssonar útvegsbónda. Hjónaband þeirra var afar farsælt, enda Dagmar mikil ágætis og dugnaðarkona, sem stóð við hlið manns síns í erfiðri raun þar til yfir lauk. Þau eignuðust 5 börn; 4 syni og eina dóttur. Elztur er Páll, þá Guðmundur og Ró- bert, sem kvæntur eu Báru Sigurðardótt- ur. Elín Guðbjörg, gift Júlíusi Bess og yngstur er Ingólfur. Þau Dagmar og Ól- afur bjuggu öll sín búskaparár í Kefla- vík, fyrst að Kirkjuvegi 17 til 1953 og síðan á sínu vistlega heimili að Faxa- braut 26. Ólafur var vel meðalmaður á vöxt, vel á sig kominn og hærður vel. Svipurinn var hreinn og allur bauð hann af sér góðan þokka. Hann var maður greið- vikinn og vinsæll, enda vinmargur, sem sýndi sig í heimsóknum fjölmargra starfsfélaga og annarra þar til yfir lauk. Ólafs R. Guðmundssonar er gott að minnast, spor hans hérna á meðal okk- ar skilja eftir minningar um góðan dreng og prúðmenni. Blessuð sé minning góðs vinar. Ég og fjölskylda mín vottum Dagmar, börnum hennar og barnabörnum og öðr- um venzlamönnum samúð okkar. Megi minningin um mætan mann verða þeim huggun harmi gegn. Páll Axelsson Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin ó liðna árinu. Hjólbarðaþjónustan, Aðalstöðinni Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á uðna árinu. Landshöfn Keflavík - Njarðvík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Rafveita Grindavíkur 148 — FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.