Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 42

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 42
1 tilefni 40 ára afmælis Reynis, var haldið samsæti í Félagsheimilinu í Sandgerði þann 14. október. Voru þarna samankomnir á annað hundrað félaga og gesta, þar á meðal Trausti Jónsson, fyrsti formaður félagsins og aðalhvatamaður að stofnun þess.Kristinn Magnússon, sem var einn stofnenda og stjórnarmaður fyrstu ár- in. Ellert Schram, formaður KSÍ, sem flutti ávarp og þakkaði Reynismönnum gömul og ný kynni. Magnús Þórðarson, einn ötulasti félagi Reynis allt frá stofnun til þessa dags, var heiðursgestur. Jón Júlíusson hlaut silfur- merki KSl fyrir störf sín í þágu knattspyrn- unnar í Sandgerði og veitti Ellert honum merkið. Ómar Ragnarsson skemmti gestum með gamanmálum. Veislustjóri var Ólafur Gu'nn— laugsson. Guðjón Valgeirsson sá um veit- ingar. Þá var 3. flokkur heiðraður fyrir góða frammistöðu í Islandsmótinu. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Félaginu bárust ýmsar gjafir, m.a. 100 þús. krónur frá Miðneshreppi, innrammaður oddafáni frá Viði, 10 þús. krónur frá Friðrik Bjarnasyni. Einnig barst þeim gjöf Voga Boldfélag í Færeyjum, 1000 krónur fær- eyskar. Á hátíðinni flutti Jón Júlíusson ágrip af sögu félagsins og fer það í heild hér á eftir. Fyrsta stjórn Reynis. Frá vinstri Páll Ó. Pálsson ritari, Trausti Jónsson form. Mapnús Þórðarson gjaidkeri. Mynd þessi er tekin á 20 ára afmæli félags- ins árið 1955. r Sigurður Þ. Jóhannsson, núverandi formaður Heiðruðu gestir — góðir Reynisfélagar! Við erum hér saman komin í kvöld til að halda hátíðlegt 40 ára afmæli Knatt- spyrnufélagsins .Reynis. .Félagið .var formlega stofnað fyrir rúmlega 40 árum, eða hinn 15. sept. 1935. Forsaga félagsstofnunarinnar var sú, að hér hafði verið ungmennafélag um áraraðir, en heldur hafði starfsemi þess verið dauf með köflum, að margra dómi, og hafði hún legið alveg niðri um nokk- urt skeið er hér var komið. Voru því vangaveltur í mönnum, ann- að hvort að endurreisa ungmennafélagið eða stofna nýtt félag og þá íþróttafélag. Niðurstaðan varð svo stofnun nýs fé- lags. Aðal hvatamenn að stofnun þess munu hafa verið 5. Þrír bræður, Trausti og Karl Jónssynir og Stefán Franklín, Magnús Þórðarson og Páll Ó. Pálsson. Á stofnfundinum voru mættir um 20 manns og var fundurinn haldinn í fisk- húsi sem Haraldur Böðvarsson átti, en er nú í eigu h.f. Miðnes og gengur í dag- legu tali undir nafninu Langahús. Ekki var mikið um þægindi í húsi þessu, og sat meirihluti fundarmanna á saltfiskpökkum, sem staflað var á gólf- ið. Þessum fyrsta fundi stýrði Stefán Franklín, þar var félaginu m.a. gefið það nafn sem það ber enn ,og einnig var kosin fyrsta stjórn þess, en hana skip- uðu: Trausti Jónsson formaður, Magnús Þórðarson gjaldkeri og Páll Ó. Pálsson ritari. Framhaldsstofnfundur var síðan haldinn daginn eftir í Barnaskólanum. Fljótlega kom í ljós hvert hugur fé- laganna stefndi í íþróttum, en það var að knattspyrnunni fyrst og fremst, og hefur svo haldist enn. Ekki var neitt um skipulögð mót eða leiki að ræða hér á fyrstu árum félagsins, og var þá helst um að efnt væri til kappleikja á sjó- mannadögum, eða öðrum slíkum tylli- dögum. Þá, eins og nú, var sjórinn einn erfið- asti keppinautur flokkaíþrótta í sjávar- plássum, því flestir voru þetta sjómenn, 150 — FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.