Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 43
og ekki gátu félagamir stundað þessa eftirlætisiðju sína „knattspymuna", nema í landlegum, eða á milli vertíða. En þá var líka sparkað eins og eftir- farandi dæmi sýnir. Eitt sinn í landlegu komu félagarnir saman til æfingar laust eftir hádegi, skiptu þeir liði og spiluðu fram eftir degi, og er nálgast tók kvöldverðartíma töluðu einhverjir í hópnum um að fara að hætta og fá sér að borða, en þá segir einn af þeim áhugasamari með hálfgerðri ólund, „Alltaf viljið þið hætta strax! “ Á fyrsta starfsári félagsins var keppt þrisvar í knattspymu, 2svar við UMFK og vann Reynir báða leikina, og 1 við Hauka í Hafnarfirði sem endaði með jafntefli. Allmargar stúlkur voru í félaginu og kepptu þær 2 leiki í handknattleik á ár- inu, báða við UMFK, unnu þær annan en töpuðu hinum. í knattspyrnunni var Trausti, formað- ur félagsins, aðalskipuleggjarinn og stjómandinn í allmörg ár, enda var hann sá eini í félaginu sem hafði einhverja teljandi reynslu í þeim málum, og ekki skorti hann áhugann. íþróttavallarmál varð snemma í brennidepli, en reyndist ekki auðleyst. Strax á fyrsta starfsári fékk félagið eignarhald á Gullánni, þar sem völlur- inn er enn í dag, en ekki varð þar nýt- anlegur keppnisvöllur fyrr en um 1950. Fram að þeim tíma varð að notast við það sem fékkst hverju sinni, stundum lánuð tún eða þá fjörusandinn, og varð þá að sæta sjávarföllum. Og enn er völlurinn í brennidepli, því svo mjög þarf hann endurbóta við. Enda er hann oft af gárungunum kallaður: „Wembley okkar Sandgerðinga". Árið 1944 réðst félagið í það stórræði, þá algerlega févana, að byggja þeeta hús, sem við erum nú í. Að vísu fékkst lítilsháttar styrkur frá hreppnum, sem dugði skammt, einnig með fé frá félags- heimilasjóði. Var það ekki átakalaust að koma hús- inu upp, en hafðist þó með hjálp góðra manna og var það tekið í notkun á ár- inu 1946. Mest mæddi þessi húsbygging á herðum tveggja manna, Páls Ó. Páls- sonar heitins, og Magnúsar Jónssonar, En aðrir félagar tóku þó virkan þátt í byggingunni, því allmikið var þar t.d. unnið í sjálfboðavinnu. Félagið starfrækti síðan húsið allt fram til ársins 1961, lengst af undir um- sjón Magnúsar Þórðarsonar. En 1961 gerðust Kvenfélagið Hvöt, Verkalýðs- félagið og hreppurinn meðeigendur Reynis í húsinu, og var þá í hugum margra að stækka húsið, en ekki hefur orðið af því enn. íþróttabandalag Suðurnesja var stofn- að 1947, og breyttist þá og jókst starf- semin, Þá var farið að skipuleggja Suð- urnesjamót og úrvalslið frá bandalaginu tóku þátt í íslandsmótum fyrsta flokks, og hélst svo þar til Keflavíkurfélögin sögðu sig úr Suðumesjabandalaginu og stofnuðu sér bandalag 1956. Síðan hef- ur íþróttabandalag Suðurnesja ekki bor- ið sitt barr, og starfsemi þess verið mjög stopul. Á þeim árum er Keflavíkurfélögin voru með í Suðurnesjabandalaginu, var oft hart barist í knattspyrnunni hér inn- an Suðurnesjafélaganna og hreppapóli- tík var þá í hámarki. En 1952 tókst liði frá Reyni að verða Suðurnesjameistari í 1. flokki. Eftir að deildaskiptingin kom á í ís- landsmótinu, hefur lið frá félaginu tek- ið þátt í því fyrst í annarri deild, en nú í nokkur ár í þriðju deild, og hefur ekki enn tekist að komast upp úr henni, en tvisvar hefur liðið komist í annað sæti 3. deildar, tvisvar tapað úrslita- leikjum, í fyrra skiptið á Akureyri 1970 fyrir Þrótti frá Neskaupsstað, en í hitt skiptið 1973 fyrir ísfirðingum í Reykja- vík, en sá leikur varð allsögulegur, eins og menn kannski muna af blaðaskrifum sem um hann urðu. Og 1974 urðu þeir í þriðja sæti. Yngri flokkar félagsins hafa einnig tekið þátt í íslandsmótum, og hafa þeir staðið sig furðu vel oft á tíðum, og at- hyglisverðum árangri hafa tveir flokkar náð, 4. flokkur komst í undanúrslit 1970, og nú í sumar varð 3. flokkur í þriðja sæti í íslandsmótinu og tapaði aðeins einum leik gegnum allt mótið og úrslit- in, en það var seinni leikurinn við UBK í riðilsúrslitunum. Athylgisverðast er þó að í báðum þessum tilvikum var það sami maður sem þjálfaði þessa flokka hvoru sinni, enda hefur hann verið manna drýgstur við þjálfun yngri flokkanna nú í mörg ár í sjálfboðavinnu, jafnframt því að spila með 1. fl. félagsins. Og oft hlýtur kona hans að hafa þurft að bíða eftir honum með kvöldmatinn. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptavinum og starfs- mönnum gott samstarf á liðna órinu. Vélsmiðjan Óðinn, Keflavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á liðna órinu. Verzlunin Fcmína Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og gæfuríks komandi órs. Rafveita Njarðvíkur Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptavinum og starfs- mönnum gott samstarf á liðna árinu. Útvör, Keflavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Raftækjavinnustofan Geisli Farsælt komandi ár! Þökkum starfsfólki öllu á sjó og landi, Grindvíkingum, svo og öðrum viðskiptavinum liðna árið. Útgerðarfélagið ÞORBJÖRN hf. Grindavík FAXI — 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.