Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 57

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 57
FYRSTI HEIÐURSBORGARINN Framhald af bls. 116 ára. En þá tók við önnur barátta, bar- áttan við fátæktina, baráttan við rétt- leysið, baráttan fyrir félagslegum um- bótum. Og öreigaskáld þessara tíma ortu hástemmd baráttuljóð af mikilli til- finningu, sem grófu sig inn í vitund þessarar kynslóðar. Sigurður Einarsson kveður árið 1930: Sjáðu þetta fólk í fjötrum, fátækt, snautt og reyrt í bönd. Köldu húsin, klæði úr tötrum, kreppta lúna vinnuhönd. Heyrirðu ekki hrópað á þig, hjörtum þúsundanna frá, sem í áþján, örbirgð, þreytu æðra líf og betra þrá. Ragnar Guðleifsson var einn af þeim sem svöruðu ákalli skáldsins. Með ein- stakri elju og þrotlausu starfi á ótal- mörgum sviðum hins mannlega lífs, hef- ur hann lagt sig allan fram við að reyna að skapa betra og sannara mann- líf, en var, þegar ofangreint erindi var ort. Ég myndi halda, að Ragnar Guð- leifsson og þeir sem lögðu upp í bar- áttuna fyrir betri kjörum alþýðu manna til handa um sama leyti og hann, hafi ætlað að gera þá hugsjón að veruleika sem lýsir sér í þessum orðum hins danska skálds: Og da har i rigdom vi drevet det vidt, naar faa har for meget og færre for lidt. Ég held, að þegar Ragnar lítur yfir farinn veg, megi hann vera hreykinn yfir þeim árangrj sem náðst hefur til þess að gera þessa hugsjón að veruleika. Þegar ég hugsa um líf og störf Ragn- ars Guðleifssonar koma mér í hug þessi orð, trúmennska, fórnfýsi og dreng- lyndi. Trúmennska hans er fólgin í því í nærmynd, að leysa af hendi öll þau störf sem honum eru falin, af eins mik- illi fullkomnun og frekast má vera. Skiptir þá engu máli hvort um stórmál er að ræða sem varðar fjöldann, eða minniháttar mál er varðar eina einustu sál. Trúmennska hans í víðari merkingu er sú, að halda tryggð við Guð sinn, við hugsjónir sínar og málefni og loforð sín. Fórnfýsi hans og fómarlund birtast meðal annars í því, hversu mikið hann leggur sig fram í störfum, sem ekki gefa annað í aðra hönd en ánægjuna yfir því að hafa getað orðið að liði. Hann hefur, að því er ég bezt veit, aldrei sparað, hvorki tíma né fyrirhöfn til að leysa vanda þeirra sem til hans hafa leitað, sér til trausts og halds. Félags- málastörf hans hafa fyrst og fremst mótast af því, að miðla öðrum af gnægtabrunni sinnar miklu fórnfýsi. Drenglyndi hans er mikið. Það gefur að skilja, að maður eins og Ragnar Guð- leifsson, sem staðið hefur í orrahríð bæði í þeirri aðstöðu á löngum ferli, að láta kné fylgja kviði. Ég veit ekki til þess að hann hafi nokkru sinni notað slíka aðstöðu til að ná sér niðri á mönn- um sem verið hafa á öndverðum meiði við hann. Ég hygg, að bæði pólitískir andstöðumenn og hinir, sem hann hefur þurft að sækja á í störfum fyrir verka- lýðsfélagið séu sammála um það, að drengilegri andstæðing en Ragnar hafi þeir ekki átt við. Drenglyndi hans lýsir sér einnig í hjálpsemi hans og því, hversu nærfær- inn hann er í meðferð viðkvæmra mála. Mér hefur oft fundist, að í vitund Ragn- ars væru greipt þau sannindi, sem fram koma í einu erindi í Einræðum Stark- aðar eftir Einar Benediktsson svohljóð- andi: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi brevtir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Ég held að innihald þessa erindis spegli það andlega hugarfar sem dreng- lyndi hans byggist á. Nú fer að líða að lokum þessarar tölu. Ragnar hefur dregið sig út úr Ragnar með tveim kunningjum, þeim Jóni Sigurðssyni og Guðjóni Guðmundssyni. dægurþrasi hinnar pólitísku baráttu og látið af hinum meiriháttar félagslegu störfum. Hann er þó enn nokkuð góður til heilsu, þótt kvillar hafi á hann sótt hin síðari ár. Það hefur verið gæfa hans og þeirra, sem notið hafa starfskrafta hans, að hann hefur verið tiltölulega heilsuhraustur það sem af ævinni er. Það er ósk mín og von, að svo verði um langan tima enn. Meðan heilsan leyfii veit ég, að hann starfar af lifandi áhuge að þeim verkefnum sem hann enn fæst við og tekur þátt í margskonar félags- legu starfi. Ég veit, að hann hefur líka þörf fyrir að hafa samband við fólk og blanda geði við sem flesta. Ég vona, að hann fái tækifæri til að nota „bæði huga og hönd, hjartað sanna og góða“ sem lengst og til heilla fyrir sem flesta. Kæri Ragnar. Ég hefi átt því láni að fagna, að eiga þig að vini í rúman aldar- fjórðung. Samstarf okkar hefur verið náið á mörgum sviðum. í öllu okkar samstarfi hefur þú verið veitandi og ég þiggjandi. Af engum manni hefi ég lært meira um gildi lífs og starfs. Enginn maður mér óvandabundinn hefur reynst mér slíkur sem þú, þegar erfiðleika hefur að höndum borið. Kærleiksrík vin- átta þín hefur sannað mér það, að það er rétt sem Páll postuli segir í I. Kor- intubréfinu: „En nú varir trú, von og kærleikur þetta þrennt og þeirra er kærleikur mestur". Ég lýk þessum orðum mínum með því, að óska þér og fjölskyldu þinni til hamingju með þennan afmælis og heið- ursdag. Megi kærleiksríkur guð halda sinni almáttugu verndarhendi yfir þér og þínum nú og ævinlega. FAXI — 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.