Borgarinn - 01.03.1921, Blaðsíða 2

Borgarinn - 01.03.1921, Blaðsíða 2
6 BORGARINN Nokknr orð. að gefnu tilefni. I. Harmakrein baniunanna. Síban bannheimskan tók aö verða sjer til stórskammar um gjör- vallt íslaud, haía harmakvein helztu baunjálkanna — í blöðum og á mannfundum — hafið sig hátt upp úr öllu veldi allra skala, sem enn etu kunnir i ríki tónanna. Bannmenn hafa — eins og nú er komið sögunni — reynt til þrautar allar þœr leiðir, sem hugs- anlegar eru framrás bannvillunnar til eflingar En ekkert dugar. Alltaf versnar. Og þó er þetta í sjálfu fásinninu, hjerna norður við íshaf — yzt úti á hala veraldar. Eins og flesta rekur minni til — var það eitt hið siðasta stórvirki bannmissjónarinnar hjer, að vinna landlæknir til þess að takmarka, svo sem unnt var, ávisana-útgáfu læknanna á lyfjabúðirnar. Þetta var látið eftir bannlýðnum í byrjun júnímánaðar i sumar. Þeir bitu sig fasta í þá fjarstæðu, íorustusauðir bannsins, að þaðan stafaði vínnautn náungans — eða „vín-áusturinn*, er þeir svo nefná. Og jeg man það vel, hvað gleðin í heibúðum bannheimsk- unnar var algjör yfir þessu þrauta- meðali læknisins. Og jeg minnist þess ekki siður, hversu kátlnan var hjartanlega einfeldningsleg, sem gagntók hugs- unarsnauðan bannlýðinn yflr því, að fá—‘með svo róttækum hætti, svalað sjér á læknastjett landsins. En — skamma stund verður hönd höggi fegin. Hláturinn er nú horfinn! Bannmenn eru teknir að veina á nýjan leik. — Óumræðilegar kvalastunur breiða út þann boðskap, að þrátt fyrir síðasta Lokaráð þeirra, og landlæknis, sje nú drykkjuskapur engu minni, og jafnvel miklu meiri en nokkru sinni áður. Þetta er gamla sngan — þessi sem sí og æ endu t kst við hveija nýja morðtilraun bannmanna gegn öllu því, er þeir hyggja, að geti verið bann-andstæðingum til þókn- unar. Og nú er svo komið — rjett einu sinni — að bannmenn standa kengbognir, og vita ekkert í sinn haus — fálmandi uin allar gáttir eftir nýjum liöggslað. Pess vegDa veina þeir ailir — í kór! II. Lýðsmjaður bannbroddanna Og ráðjrrot. Sjeraklega verður manni það fyrst fyrir, að minnast þess með „sjerstökum feginleik", hversu sár þau voru og nístandi, veinin, í ein- hvei jum I. J,, í einu blaðanna hjer, í hneikslanlegri lýðsmjaðursgrein, er hann nefndi „Alvörumál". Þar er „ónytjungsskap stjórn- arinnar og andvaraleysi" kennt um drykkjuskapinn — svo og „sam- ábyrgð(!) lagavarða og lögbrjóta*, og ýmsu fleiru. Samábyrgð(l)? Hváv er hún, og hverjir stjórná henni? Eða er þetta bara stúkulýgi? — En sjálfir banulagaverðir bann- klíkunnar! — Hvað er um þá? Eru þeir i „samábyrgðinni?" Til hvers fjandans hefur klíkan „umdæmisgæzlumann(!) bannlag- anna* — og „umdæmis-útverði*(l), og njósnara-sæg úti uin alltíþeirra þágu.— og hver veit hvað? Því gera þeir ekki neitt að gagni — þessir dátar? Eru þeir hafðir upp á stáss? Og hvað þýðir að skamma yfii - völdin — þegar sjálfir varðhundar bannklikunnar standa ráðþrota? í nefndri grein smjaðrar I. J. fyrir sjómannastjettinni, og segir, að ekki sje drykkjuskapar-ástandið henni að kenna. Hver hefur sagt það? Og hvað kemur sú stjett þessu máli við sjerstaklega? Ekki frekar en prestastjettin. - Þá er og rófunni dinglað óspart framan í verkameDn — og sagt, að ekki komi „spillingin* frá þeirra hlið. Þetta hvorttveggja sýnir, að lýðskrumara-foringjarnir hjer ætla ekki að eiga það á hættu, að koma sjer i ónáð hjá alþýðunni, með því að saka hennar menn um eitt eða annað i áfengismálunum. En það skal I. J. tjáð, að þar stendur alþýðan margskift og — marglit. Þori jeg því að fullyrða, að allt þetta alþýðusmjaður — í þessu máli og öðrum, reynist foringjum hennar ljelegt vopn upp í valda- sætin — banninu til bjargar. Alþýða manna hjer er ekki alveg nógu blindheimsk til þess, að sjá það ekki, að mannvonzku-þrungin æsinga-viðleitni, gegn atorkumönn- um, stingur hausnum alstaðar útúr fláttskapar-gærunni, sem skreytir þennan nýia þjóðmála-spekúlant. Eftir laDgt raus og leiðinlegt, kemst I. J. að þeirri niðurstöðu, að „Bpillingin* stafi frá stórgróða- mönnum og ístrupjökum og — lagskonum þeirra*. Já. Þarna fann hann púðnð! — Þetta eina óbrigðula, til þess að tendra ‘„rjettláta reiði* alþýðunn- ar, svo hún, ef unut væri, íengist til þess að hleypa af „kanónunni* út í „fína fólkið* • -þennan óalandi þyrni allra þeirra alþýðusmjaðrara — sem rangla um „letigarðinn* á kostnað almennings — með bolsivískan glimuskjálfta. — Og loks spyr I. J.: „Er þá mögulegt, að sigrast á þessari spillingu?" Þarna er manninum heldur en ekki örðugt um svarið. — Og til þess að vera viss um að missa ekki af „alþýðuhyJlinni*, sggir hann, að allt sje undir því komið, hvernig sá hluti þjóðarinnar snúizt í málinu — sem máttugastur sje og fjölmennastur. Og síðan f yllist liann lýðsmjaðurs- andagift — og líkir alþýðunni við hvítu blóðkoinin(U). Þó það væri nú! En gallinn er bara þessi, að skriðdýrs skak höfundarins á al- þýðunni veldur algerðu niður^töðu- leysi hjá honum um aðalatriðið. „Það þarf að grafa fyrir rætur meinsins — segir hann. Hann minnist þess ekki, að það ei einmittþetta, sem íslenskir bann- broddar hafa alltaf verið að fúska við síðan bannfarganið hófst. En árangurinn aldrei orðið annar en sá, að „gröfturinn* hefur ekki orðið annað en gröftur — látlaua mokstur út i bláinn — ör- þrota-fálm uppgefinua þjóðmáls- óvita. Og í vaðalslok þykist ritkappi þessi hafa fundið öflugt ráð við ósómanum. Og hvað haldið þið að það sje? Ekki spor annað en þetta sama gamla og góða — sem bannmenn eru búnir að japla á alla hundstíð banntilverunnar hjer: „að í landinu eigi að vera, starfsöm og dugandi stjórn, sem láti embættismönnum landsins ekki haldast uppi að fóturatroða landslögin — án þess að gera tilraun til að hindra lög- brotin“. - Hún er ekki lítið frumleg þessi niðurstaða(I). — Og hvað er hún annað en þrautjöpluð fúabót á glompusmíð bannlýðsins, semnefnd er bannlögin?

x

Borgarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarinn
https://timarit.is/publication/749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.