Borgarinn - 01.03.1921, Blaðsíða 3

Borgarinn - 01.03.1921, Blaðsíða 3
BORGARINN 7 Hvaö halda œenn að hann gæti gert, þessi bannheimski blekspýill, til uppljóstrunar brotum á bann- lögunum — þótt hann væri lög- reglustjóri hjer, bæjarfógeti, eöa — sýslumaður í afskekktu sjóþorpi? Hann muudi ekkert geta gert — nema þá eitthvað, sem væri verra en hreint ekki neitt. Hann mundi standa eins og flón, ráðþrota og sinnulaus með öllu. Og væri hann sá maður, að finpa upp eitt ráð við „óaóinanum" — mundi andstöðumanni hans vaxa tíu ráð á móti. Í*ví — bannmenn eru ekki einir um ráðsnilld í þessu landi. — Hann mundi hafa nóg að gera við það eitt, að brjóta heilann um það, hvað væru lögbrot í þessu sambandi og hvað ekki. — Heldur I. J., til dæmis, að það sje lögbrot, að rangla inn í verzl- unarbúð, kaupa brennsluspritt á fiösku og drekka það, hvort sem er tómt eða blandað öðrum vökvum? Heldur hann ab það sje lögbrot, að fara í búð og kaupa Kínalífs- elixír og drekka sig glaðan af? Heldur hann að það sjeu lögbrot, að kaupa ’hárelixíra hjá hársker- anum, og ýmsa áfenga vökva á glösum í vierzlunum, er þá hafa á boðstólum, í samræmi við landslög, og — drekka þá? Nei. Pelta eiu engin lögbrot. Þetta er hverjum manni frjálst, — og i veg fyrir það væri ekki hægt að koma, þótt neyzlubann stæði um það einhversstaðar á pappirn- um. — En nú er svo komið, að þeirra tala er „legíó", sem nota þessa góödry k k i. — Og vilja þá ekki bannmenn gera Bjálfum sjer þann greiða, að leggja hendina á hjartað og spyrja sjálfa sig, hverjir sjeu hinir sönnu feður þeirrar „spillingar" ? Jeg er þess fullviss, að föður- gleðin fyllir hjarta þeirra sam- stundis.------- m. Bannineun og lOggæzlan. Banbmenn eru örlátir um það, að saka reykvízka valdsmenn, og aðra, um löggæzlu-dugleysi, þegar bannhúmmbúkkið á í hlut. En allir kunnugir menn vita þaÖ, ab þetta eru ósannindi. Þeir hafa báðir, lögreglustjórinn* og bæjarfógetinn, gengið mörgum skrefum lengra í athöfnum, f hannheimskunnar þarfir, heldur en samboðið er valdsmannlegu vel- sæmi. Og er þetta því merkilegra, þar sem bæði þessi yfirvöld eru of- stæki3lausir skýrleiksmenn. —. Beir hafa sent tylftforstöðulausra lögregluþjóna, um hánót.t, inn á heimili friðsamra borgara hjer í bæ, í húsleitarerindum — inn á heimili, þar sem sárveikt fólk hefur legið — ruðst inn í fjölskyldulíf, sem aldrei hefur verið bendlað við áfengismeðferð í neinni mynd. Veiður slíkt að teijast meira en í meðallagi aðgæzluverð ráð- stöfun — svo ekki sje of mikið sagt. — Og víst er um það, að bann- jaxlarnir í Reykjavík mundu kom- ast á loft, ef þeir fengju slíkar ljeimsóknir — alsaklausir. Beir hafa og látið það eftir bannklíkunni, að húsrannsókn færi fram á helgum dögum í híbýlum manna, sem grunaðir hafa verið um áfengisme^ferð. — Auk þess sem lögreglumenn hafa farið lengra í framkvæmduin, við húsrannsókn, en þeir höfðu heimild til. Mætti þar til nefna, þá er þeir hafa, um- boðslaust og án skynugrár forstöðu, verið að fúska við „yftrheyrzlur" yfir fólki í heimahúsum um nætur, sem og það, að þeir hafa sýnt af sjer þann lubbaskap, sem ólíklegt virðist að lögreglustjóri eða full- trúi háns haft hvatt þá til, að vilja leita á fólki, í heimahúsum þesB, hvort það hefði ófengi í vös- unum(!I) o. s. frv. — að maður ekki tali um, hvað það er ódæma naglalegt, að leita að brennivíni kringum smábörn í vöggu. Er ekki óhugsandi? að þeir sjeu nokkuð margir, sem telja svona vaxin rannsóknar-umsvif Ijelega örfun fyrir almenna siðgæðisgöfgi, •— enda þól.t bannmenn grilli þar ekki annað en tærustu siðabót. Sannleikurinn er sá, að yfir- völdin eru allt of þæg og eftirlát við bannlýðinn. — Þar af stafar vanþakklætis-nudd hans og grimd- ar vein í þeirra garð yflr bannreynsl- unni hjer. Bað er til dæmis blátt áfram furðulegt, að valdsmenn skuli ljá öfgafólki bannvillunnar liðsinni til þess, að fá stilltustu siðprýbismenn sektaða, þótt þeir sjáist með gleð- skapar-sniði undir beru lofti. fetta er þó tilfellið. En fyrir þakklæti þeirra bann- manna fer allt minna. Orðfólská þairra í yflrváldanná gárð er þeim mun ófyrirleitnári, því örár sem þau dánsá eftir bánnpípunni. — Yflrvöldin ættu beinlínis að gera sjer það að reglu, að hundsa og fyrirlíta, svo sem af tekur, alla Efíaltesa bannklíkunnar og kæru-skvaldur þeirra. * Gæti þá hugsast, ab þeir lærðu að skammast sín. — Mergurinn málsins er þessi, ab broddarbannlýðsins liggja allir í kös ráðþrota gegn spillingunni, sem þeir hafa leitt inn í siðferði þjóðarinnar með bannlaga-frumhlaupi sínu. — Bað er marg-sýnt, að þeir geta ekkert gert, og ekkert ráð gefið af viti, bannheimskunni til bjargar. Hún er fyrir löngu dæmd til dauða með þessarri þjóð. — Forlög hennar frá öndverðu eru þau, að lifa við skömm og drep- ast með smán. Og undan þ'eim skapadóra fær hún aldrei flúið. Brunlnn. Eins og við pr að búast hefur bruninn, sem varð hjer 14. J[. m. valdið tilfinnanlegu tjóni, leiðin- legu umtali og sorglegum minn- ingum. — En slíkar eru afieið- ingar allra slysa. — í sambandi við þetta hefur borið á vanþökk og hnútum til þeirra manna, er bjargráðin inntu af höndum. Er slíkt ómaklegt og ekki vel fallið til örfunar. — Bjargliðið gekk rösklega fram og gerði eins vel og það gat, — og slökkviliðsstjórinn vann sitt hlutverk með ró og festu, eins og vera ber. — Að visu bar í byrjun á ólagi við sum áhöldin, en það er tæpast tiltökumál. E>að er næstá erfitt að ætlast til þess að allt sje f lagi, þá er komið er á bruna- stað, þegar ekki má um annað hugsa en að flýta sjer. — Annars er hægra að horfa á aðra vinna erfið og hættuleg verk, og dæma hart á eitir, heldur en að gera þau sjálfur — Einn af blaðstjórun- um, sem skammast helur út af brunanum, hefur beitt þeirri sanngirui gagnvart slökkviliðs- stjóra, að hann yrði settur afl — En mjer fyrir mitt leyti er það álveg óskiljanlegur hlutiy, hvernig hásetaverktalls-foringinn frá 1915 getur fengið það af sjer að leggja það til, að nýtir, opin- berir starfsmenn sjeu settir af -— meðan hann sjálfur er látinn hanga við opinber störf — f allra óþökk — við engan mátt, — Ekki alls fyrir löngu var Templars- ritstjóranum fyrv. litið í •Vísit, þar Bem margir voru viðstaddir, og las hátt

x

Borgarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarinn
https://timarit.is/publication/749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.