Borgarinn - 01.04.1921, Blaðsíða 1

Borgarinn - 01.04.1921, Blaðsíða 1
Kemur út á mánaðar .•. fresti /. BORGARINN Fjögra síðu blað kottar .'.25 aura.\ Útgefandi, ábyrgðarmaður og ritstjóri: Hallgrímur Benediktsson. BERGSTAÐASTRÆTI 19. Rvrk. 3. BLAÐ REYKJAVÍK — APRÍL 1921. 8. BLAÐ Bannmissjónin hjer. Þegar „banntrúai menn" á íslandi eru að ræða „áfengisbannið" svo nefnda, þá gera þeir það ælíð með avo einskærri og víssvitandi fyrir- litningu á öllum dýpri rökum, er að málinu standa, að 6dæn)um sætir. Þeir hafa látið sjer það sæma, að fleygja frá sjer, með ósvikinni ljettúð, allri mannþekkingu í sam- bandi við bann-nauðgun sína og sjálfsblekkingar. — Þeir hafa slelt saur á rökþrungið mál andstæð- inganna, og íhugunarríkustu gagn- lýni frá vitrum mönnum um siálf- sagða mannhelgi, hafa þeir hrækt [ á; og sniðgengið hafa þeir sem vandlegast eðlislög mannlegrahvata og tilhneiginga í umræðum um bannið —, farið um þau með undir- stöðulausum yfirborðs-kjaítætti. — Og loks er nú svo komið, að þeir hafa bitið haus af allri skömm, og ieggja allan sinn áherzlu-þunga á tyftunarhliðina — lítandi ekki spor við uppeldislegum hyggindum — sem eru þó og verða megin- stoðir allrar siðmenningav — og standa öllum tyftunar- og bann- leiðum fjarri... Að þröngva bannspillingar-ófjeti sinu inn á landslýð með valdi — að fangelsi og fjesektum viðlögð- um — það er staðbezta sálaryndi íslenzkra bannmanna nu átímum. Bannfólkið telur þá aðferð sína gædda slíkri þróttkyngi, að það fái með henni kennt mönnum h 6 f í nautnum og komið vínhneigð ná- ungans fyrir kattarnef með „lög- þvinguðu tyftunarofbeldi" einu sam- an — án ræktaðrar íhugunar frá heilbrigðri skynsemi. — Hvað er fjarstæða, ef slíkur „slðbót&r-katekÍBmus" er það ekki? Og aldrei hafa þjóðmála-umskift- ingar með neinni þjóð valið sjer vonlausara viðfangsefni 1 Þeir ætla sjer þá dul, að sið- bæta(!) þjóðfjelagið — kjarna þesa og kraft — með þeim tökum, sem allir siðspékingar veraldar hafa talið bein og víssvitandi fjörráð við eðlilegan siðferðis- og upp- eldisþroska þjóðanna. — Þeirra stefna hefur jafnan verið sú, að henna fólkinu að um- gangast tæki og uppgötvanir sam- tiðarinnar, — vekja alhygli þess á eðlisgildi nautna og neyzlukosts — og láta það svo velja og hafna á frjálsmannlegan og þvingunar- lausan hátt. Peir vissu það, þótt bannmenn nútímans grilli það ekki, að sönn menntun felst í því meðal annars, að velja og hafna á rjettum tíma — með reynslu og þekkingu fyiir augum sjer. — Þeir höfðu ekkert veður af þeirri „hunda-lógik" — sem lýsir sjer í því, að eitra fyrir fólk með þeim hætti, að sópa 'óllu því bezta af nautnaboiöum þjóðar, en shilja eftir allt það versta í sama kerfi. Það eru nútima-spekingarnir(l) — bannskúmarnir — sem leika sjer að slíkri „vizku" — að eitra fyrir fólkið með svo þrælslegti fá- sinnu — í þvingunarformi. — Þeir vita þab ekki, þröngsýnis- menn bannheimskunnar hjer ~ það er að segja, þeir fást ekki til þeBs lengur fyrir ofstækis sakir, að iíta við þeirri stórmerku staðreynd — ab dyggðir þjóðanna hafa ætíð steinrotast undir harðstjórnarhnef- anum —, og að það er eðli allra manndyggða, að stíga stór þioska- skref upp í æðra veldi vits og menningar, þegar þær íá að þró- ast í skjóli mannkostaríkrar stjórn- aemi. — Haiðstjórn og andlegt siðleysi, sem „lögþvingun" er jafnan sam- fara, stígur sjaldan reigingslegar í háaætið heldur en þá, er meiri hluti þjóðar, fyrir handvömm á löggjafarsviðinu, hefur knúð af stað siðspillingaröldur í þjóðfjelaginu — vegna viðsýnis-vöntunar, Kkilninge- leysis og virðingarskorts á almennu mannfrelsi. En þetta skilja bannmenn ekki. Þeim er málið of skylt til þess. Bálvondir eru bannbroddarnir nú út af því að stjórnarráðið hefur ekki getað fallist á það, að IÞing- valla-pólitíið ljeki yfirvald í fullri stærð þar eystra. Finnst annars bannlýðnum það ekki eitthvað skrítið, að það er fyrst nú á bannóldinni að fylliríis- pólití þarf þar að vera? — Heimilisbragar. Glaðværðinni heima fyrir er of lítill BÓmi sýndur á flestum heimil- um hjer i borg. — Aðstreymið aö skemmtiakálunum ber þesa vott. Að vera á sifelldum flækingi afbœ til að láta aðra hafa af fyrir sjer — það ber vott um andlega upp- þornan og misskilinn heimilisbrag. — Allir hússbændur ættu því að leggja ríka alúð vib þab, ab örfa ýmsa glabværb héima fyrir heima- fólks-samheldni til öryggis. — Á hverri helgi ætti hdsfreyjan ab stefna öllu heimilislibi sínu undir einn hatt, dreyfa dægurþrasi og stritverkjum hversdagslegra um- svifa — og lyfta því upp í veldi lífa- gleðinnar, þar sem foreldrar, börn og þjónustuiib fengi laugað sig stundarkorn í andrúmsloíti sam- eiginlegrar glaðværbar, svo sem hyggnir og vináttubundnir jafn- ingjar. Þetta mundi spara fje og frjófga heimilisræktina meir en nokkuÖ annað. — Heimilisbragur- inn er ófyrirgefanlega þyrkingsleg- ur víða hvar, andJaus og jafnrel gustillur, — hlýleiksviðleitni af allt of skornum skammti og ýms djvíp . staðfeat milli heimilismanna alveg ab óþöríu. — Hvaða gagn er ab því, að heimilisfólkið sje að þjerast — alveg eins og alókunnar mann- eakiur. Húafreyjunni gengur varla betur að hafa stjórn á þjónuatulið- inu yfir dvalartímann, þótt hdn geri það. — Viðkynningin á aÖ vera sem uanust og drengilegust. — Hjerna er eitt fordæmi: Jeg þekkti einu sinni stúlku, sem var þjónustukona á læknisheimili hjer í bæ. Hún var heitbundin manni, er drukknaðj meban hiín var í vistinni. Stúlkan tók sjer missinn nærri — svo ab henni fjellust hendur við verk sín og að henni aetti grát fyrst i stab eftir slysib. Hvab gerði húsfreyjan þessu til lagfæringar? Hún setti stúlk- una á hnje sjer og ljet hana gráta við barm sinn í rólegheitum og talaði til hennar hlýleg orð á meban. — Þetta var skynsöm húsfreyja, þótt ung væri, og skildi hlutina, enda sat sama þjónustufólkið á vist með henni árum samán. — Um helgar höfðu hjónin þab fyrir reglu, að stofna til sameiginlegrar beima- glaðværðar, cr allir heimamenq

x

Borgarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarinn
https://timarit.is/publication/749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.