Alþýðublaðið - 04.10.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.10.1923, Blaðsíða 4
&LÍ>Y5ÐUBLAÐ!íj * Um daginnogYegmn. Húsaleigulögin sagði Jakob Möller á Aiþýðuflokksfundicum að væru orsök þess, hve há húsaleigan væri bænum og sagði, að það mundi vera réttast að afnema þau. Hverpig geta þeir, sem búa í skjóii húsaleigulag- anna, þakkað Jakob þetta við kosningarnar? Úti um alt land, þar sem engin húsaieigulög eru, fer húsáleigan síhækkandi. Sainræmi Broddlaistans sézt á því, að Jabob Möller ségir, að aðal-»princip<-málið við kosn- ingarnar sé þjóðnýtingin, A með henni, B móti henni. Jón Þor- láksson stærði sig aftur af því að hafa unnið að stofnun ým- issa þjóðnýttra íyrirtækja hjá bæ og ríki og sagði, að ein- ungis væri álitamál, hve langt þjóðnýtingin ætti • að ganga. Jakab er því >í principinu< á móti Jóni Þ. Erlendu skuldirnar segir Jón Þorláksson að eigi að greiðast af verkakaupi almennings. Þeim er svo sem ekki nóg lækkunin á sjómannakaupinu einul Sparnað á ríkisfé talaði Jón Þorláksson mikið um á Alþýðu- flokkslundinúm, en á alþingi kom hann og Mölier fram launa- hækkun viðLandsbankastjóranna upp í 24 þús. kr. árlega og; stofnaði óþarft embætti handa > eftirlitsdýr i< með. 16 þús. kr. launum. >Auðyaldssinna< kallaðijakob Möller sjáifan sig hvað eftir annað á Alþýðuflokksfundinum á mánudaginn. Minti hann þá mest á trúskifting, sem segir í sííellu: >Ég er frelsaður!< Lárus I sat fyrir aítan hann og brosti. Jakob var nú kominn >inn í flokkinn<. Þoka. Mignús Jónsson dósent kom á Alþýðuflokksfundinn, meðan Ólafur Friðriksson var að tala, og settist á bak við hann á pallinum. Kallar þá einhver framan úr sal: >Þoka í baksýn!< Ko8nIngaskrifstofu hefir A- listinn — alþýðulistinn — i Al- þýðuhúsinú. Þar geta kjósendur daglega fengið allar nauðsyn- Jegar upplýsingar viðvíkjandi kosningunni. AiþýðallokksfuudarianíHafn- arfirði ( gærkveldi var mjög fjölsóttur og fór hið bezta fram. Hefir fundarmaður heitið At- þýðublaðinu að segja nánara frá ■fundinum í blaðinu á morgun. Belganni hefir í fyrradag. selt ísfisk í Grimsby fyrir 1579 ster- lingspund. Esja fór í morgun vestur um land í hringferð. Yarnarskipin. ilslands Falk< kom í gærmorgun frá Græn- landi, en >FyIla< fór samdægurs áleiðis til Danmerkur. Apríl kom af veiðum f gær. Kjósendur, sem geta ekki sótt kjörfund vegna hrumleika eða lasleiká, eiga rétt á að fá að kjósa heima hjá sér. Þarf þá að skýra yfirkjörstjórn frá því eða leita aðstoðar kosningaskrif- stofu. Skrifstota Alþýðuflokksins er i Atþýðuhúsinu. Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 5 síðdegis. Listasýningin verður að eins opin út þessa viku og næsta sunnudag. Ættu sem flestir að neyta færis að sækja hana þessa daga, sem eftir eru, þvi að margt er þar að sjá, sem gleður aug- að. Þar eru og nýjungar i is- leczkri list, svo sem eirstungur eftir Guðmund EinarssoD. Dálítið hefir selst af myndum á sýning- unni að þessu sinni. Gjafir til þjóðminjasafnsins. Fósturbörn og erfingjar Mortens Hansens, frú Agnes Kjödt og Karl Nikulásson, hafa gefir safn- inu silfurbikar, er nemendur barnaskólans gáfu skólasíjóra á Kvenskðr.' Hálfvirði Næstu daga seljum Við um 30 teg. af kvenskóm með hálfvirði. Utsalan TeltusHnd 3. Gott herbergi til Ieigu handa einhleypurrcUpplýsingar Brekku- stíg 14 B, kl. 6 — 7. Sími 1359. Fundin kventaska. Vítjist á Barónstíg 30. Húsnæði handa einhleypu fólki til leigu. Til mála getur komið fámenn fjölskyida. A. v. á. Útbreiðið Alþýðublaðið hvar aem þið eruð og hvert sem þið fariði 30 ára skólastjórnarafmæli hans, og margar gamlar ljósmyndir af ýmsum merkum mönnúm. Enn fremur hafa dætur Björns Jóns- sonar ráðherra nýlega gefið mannamyndasafninu margár Ijós- myndir, er foreldrar þeirra hafa eitir sig látið. Afmæli Stephans G. Stúdenta- félagið hélt fund í gærkveldi á >Mensa acadamica< af tiiefni afmælis Stephan G. Stephans- sonar, og flutti Baldur Sveinsson blaðamaður, er nákunnugur er Stefáni, þar erindi um hann. Var honum og sent samfagnað- arskeyti. Vinir Stephans vestan hafs hafa safnað saman kvæð- um hans, þeim, er hann hefir kveðið, síðan Andvökur< komu út, og gefið út í tveim bindum, er koma munu á bókamarkáðinn innan skams. Næturiækuir í nótt Jón Hj. Sigurðsson Laugaveg 40. — Sfmi 179. Laugavegsapótek hefir nætur- vörð þessa viku. Ritstjórl og ábyrgðarmaðnr: Halibjörn Halldórsson. Prentsmiðja Hállgrims Benediktssonar, Bergstaðastræti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.