Alþýðublaðið - 31.10.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1919, Blaðsíða 4
4 alÞýðublaðið Talvélar. Pathéfónar, grammófónar, plötur (stórt úrval fyrir nál og gimstein) nálar og sérstakir grammó- fónhlutar. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Alþýðubrauðgerðin vill fá l>i*aviöaiitsölui í Miðbænum eða í Grjótaþorpinu, Peir sem þessu vilja sinna tali við forstjórann, er hittist á hverju kvöldi kl. 9 á skrifstofu Alþýðubrauðgerdarinnar Laugavegi 61. Allar nauðsynjavörur bestar og ódýrastar í verzlun Jons írá Vaðnesi, Á borðið: En samkvæmnm hjá Vísi er söm við sig, í öðru orðinu: haft mikið fyrir að afla sér stuðnings, í hinu hafa hvatningu margra manna til framboðsins. Skyldi samkvæmni verða jafn- sterk í þingferli hans, hendi eitt- hvert þjóðarbrot vort, einhvern tíma að senda ritstjóra hans á þing? Spyr sá er ekki veit. G. Im daginn og veginn. Of seint, of snemma. Mgbl. flutti í fyrra dag svo hljóðandi bæjarfrétt: „Myrkur er nú mikið á götun- um, og er ilt til þess að vita. En við því kvað ekkert vera að gera, því ákveðið heflr verið að spara götuljós eftir mætti í vetur". í fregninni er ekkert sagt, um hvert leyti þetta mikla myrkur er á götunum, en liklegast er þó átt við kvöldin. Hann hlýtur að koma seint út á kvöldin, bæjarfrétta- ritari Mgbl., úr því hann kemur ekki út fyr en búið er að slökkva á götuljóskerunum. Aftur á móti má segja, að hann sé nógu snemma í tíðinni þar sem segir um ákvörðun, sem tekin sé um að „spara götuljós eftir mætti í vetur“. Slík ákvörð- un heflr engin verið tekin, og verður varla tekin. „Leó“ fór iil Hornafjarðar og Seyðisfjarðar í gær. Suðurland fer til Yestmanna- eyja á laugardaginn snemma. Með íslandi fór í gær í kosn- ingaleiðangur norður á Akureyri Magnús Kristjánsson, landsverzl- unarforstjóri. Álþýðumenn Kaupið fisk að öðru jöfnu hjá fisksölu hásetafjelagsins. Afgreiðslumenn Eggert Brandsson og Jón Guðnason. Sieinolía (sólarljós) í heilum tunn- um og í smærrisölu hvergi ódýrari en í verslun Jóns fráVaðnesi. Islenzlta smjörlíkid fæst altaf í verslun Jóns frá Vaðnesi. Appetit síld. Reykt sild. Sildarfilet. Sardínur, fl. teg. Krabbi. Ansjos o.fl. o.fl. nýkomið í Verzl. Búbót, Laugaveg 4. Fæði. Reglusamur maður óskar eftir fæði í „prívat" húsi. A. v. á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.