Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 47

Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 47
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 45 Þrjú bréf til mömmu JÓHANNA THORVARDSON 12. júlí 1910. Elsku mamma, þetta er fyrsta bréfið sem ég hefi skrifað þér og systir segir að ég eigi að vanda mig. Það er gaman að vera í Winnipeg, bara að þú værir hérna með mér. Það er margt fólk hér. Húsin eru í röð og nálægt hvert öðru. í gærkveldi fórum við á sýningu sem var í stóru, stóru tjaldi. Þar voru menn í skrítnum búningum. Þeir voru málaðir í framan og höfðu stór nef. Þeir stungust koll- hnís og allir hlóu að þeim. Þar var maður sem gekk á kaðli hátt uppi í tjaldinu. Ég var svo hrædd um að hann mundi detta en fólkið klappaði. Þar voru tamin ljón og stórir fílar. Börnin fengu að sitja á bakinu á stórum fíl og maður leiddi hann í hring um tjaldið. Það voru mörg börn í tjaldinu. Ég þorði ekki að setjast á bakið á þessum skepnum, því þeir voru svo stórir og ljótir. í dag keypti systir hvítann hatt handa mér., það eru blá blóm á honum og blár borði. Það er gaman að eiga svon fallegan hatt. Ég leik mér við stúlku sem á heima í næsta húsi. Hún er níu ára eins og ég. Hún á stóra brúðu og marga hárborða í kassa. Mamma henn- ar er ósköp fín en hún er ekki eins falleg og þú elsku mamma. Ég sef ein uppi á lofti. Ég les bænirnar mínar og er ekkert hrædd að vera ein í myrkrinu. Ég veit að Guð er hjá mér því þú hefur svo oft sagt mér það. Kannske að ég skrifi þér annað bréf áður en ég kem heim. Ég sendi ykkur pabba marga kossa. Anna. 12. september 1920. Elsku mamma, Mér þótti svo vænt um bréfið frá þér. Mér fannst þú vera hérna hjá mér þegar ég var að lesa það. Þér þótti bréfið mitt vera stutt svo nú skal ég bæta úr því. Ég var svo önnum kafinn fyrstu dagana og ókunnug öllu. Nú skal ég segja þér eitthvað um bað sem á dagana hefur drifið síðan ég kom hingað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.