Árroði - 01.02.1947, Qupperneq 4

Árroði - 01.02.1947, Qupperneq 4
Vílhelm Ingimundarson: NÝJ A ÁRIÐ Flestir geta verið á einu máli um það, að stórvægilegar breytingar hafa átt sér stað fyrir atbeina hinnar þrjátíu ára hörðu verkalýðs- og stjórnmálabaráttu Alþýðuflokksins í þjóð- félagsmálum á Islandi. Jafnrétti þegnanna hefur aukizt að mun, þótt ýmsar stéttir þjóðfélagsins hangi enn í nýjum og gömlum sérréttindum. Kaupgjald alþýðunnar er nok'k- uð misjafnt og hafa verkamenn dregizt þar nokkuð aftur úr undir stjórn kommúnista. Víðtæk félagsmálalöggjöf er komin á lagg- irnar og hvers konar umbætur gefur nú að líta bæði stórar og smáar, sem fyrst og fremst verður að teljast ávinningur fyrir al- þýðu þessa lands. Allar þær umbætur, sem Alþýðuflokkur- inn hefur komið fram, á því úrelta þjóð- skipulagi er hér ræður ríkjum, eru nú löngu viðurkenndar og af flestum taldar ómiss- andi, þótt sumir hafi hér áður fyrr kallað þær „kák“ og öðrum ósanngjörnum nöfn- um. En langt er frá, að hér megi staðar nema,- því fram undan eru þeir tímar ,sem örlaga- ríkir geta orðið, ef ekkert verður að gert, en þar munu lítt duga umbætur og góður vilji, heldur aðeins róttækni og ákveðin fram- kvæmd í hinum ýmsu þjóðmálum, sem sliga munu þjóðarafkomuna ef afskiptalaus verða látin. Það, sem sárast er að vita, er að meiri hluti þjóðarinnar skuli bera ábyrgð á því ástandi, sem nú er ríkjandi í viðskipta- og verzlunar- málum okkar Islendinga. Stór hluti alþýð- unnar hefur skapað íhaldinu það brautar- gengi á styrjaldarárunum, sem kornið hefur þessu öngþveiti á með stjórn þess á þeim málum. Varla verður því trúað, að nokkur maður hafi ekki séð, að hverju stefndi hraðhyri á styrjaldarárunum í viðskiptamálum okkar. Því á hverjum degi varð eigi komizt hjá því, að sj'á og finna óþægindi þess á hinn margvíslegasta hátt. Það væri ekki svo mjög að undra, þótt eldra fólk og vanabundið, rogaðist við að viðhalda þessu sérréttinda þjóðskipulagi, því mörgum er nýjung hin mesta þyrnir í aug- um og ógæfuleg ásýndum, þótt hið eldra hafi svo sem ekki reynzt þeitri blessunarleg búbót. En er það ekki lítt skiljanlegt, að ungt fólk, sem reynt hefur velgengni á styrjaldarárun- um og kynnzt hefur hamingjudís atvinnu og nægtar, skuli fáta blindast af þægileg- heitum dagsins í dag og kannske á morgun, — sem utanaðkomandi verða að teljast — en sjá ekki hinar fúnu stoðir, sem það þó dag- lega verður fyrir óþægindum a'f. Ekki getur ungu fólki dulizt, að allt at- vinnu- og viðskiptalíf er á fallandi fæti. Verð- lagsvísitalan heldur áfram að stíga, þrátt fyrir hin mörgu dólgsbrögð, sem notuð eru til að halda henni falsaðri fyrir launastéttun um. Helztu atvinnuvegir þjóðarinnar eru hættir að bera sig, — að sögn — þó fullyrða megi, að það sé ekki vegna of hás grunn kaups launastéttanna. Orsökina má rekja til úreltra framleiðslutækja og framleiðsluhátta, samfara óheilbrigðu viðskipta- og fjármálaltfi. Er það ekki sýnishorn af úrræðaleysi og viljaleysi auðvalds-þjóðskipulagsins, að ann- ar aðalatrvinnuvegur þjóðarinnar hefur verið verðuppbættur með sköttum af launþegunum undanfarandi velmegunarár. 4 ÁRROÐI

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.