Árroði - 01.02.1947, Qupperneq 5

Árroði - 01.02.1947, Qupperneq 5
Er það ekki hámark, þegar grípa verður til verðuppbóta á sjávarafurðir eftir allan þann milljónagróða, sem styrjaldarárin hafa fleytt í digra sjóði útgerðarinnar samfara skatta- fríðindunum, sem hún hefur notið þessi upp- gripa ár. Skyldi ekki fara að þrengjast um margan kotbóndann, þegar aðalatvinnuvegur þjóðar- innar fer að éta sjálfan sig. Það vill oft vera svo, þegar æti rekur í fjör- ur, að þangað sækja snýkjudýr og er einna líkast oftlega, að þau spretti upp úr jörðinni. Svo hefur og farið á velgengnisárunum. Urmull snýkjudýra hefur safnast á þjóðar- líkamann og er nú að ljúka við síðasta varaforðann. Margt hefur sumum þeirra til ráða gefist, m. a., að gera innkaup á þeim dýrasta varningi, sem fáanlegur var á erlend- um markaði, enda hefur það reynzt skjót- virk leið. „Hjálparhulur“ þessar nefnast í daglegu tali heildsalar og hafa þeir hresst all-verulega upp á verðlagsvísitöluna. Enda er nú svo komið, að þeim fækkar óðum, sem vilja hafa slíka milliliði á dýrum fóðrum. Margt væri hægt upp að telja, sem úr- lausnar bíður og miður fer. Oftlega héfur það verið gert á öðrum vettvangi og á rökfastan hátt, þó með misjöfnum árangri, og virðist lítt duga að fjargviðrast yfir óreiðu, þar sem margir eru höfðingjarnir, en enginn stjórn- andinn. En ekki er ósennilegt, að innan skamms muni margir ranka við sér ef versnar úr þessu. Því enn er svo: „að margir eru þeir, sem sjálfum sér eru næstir". Enda er þess að vænta, að ungir Islendingar fari að dæmi æsku annarra landa Evrópu og víðar, láti frá sér þetta hljómfagra hugtak „Frjálst framtak“, „frjáls samkeppni“, sem öllum er orðið ljóst að er gömul og útspiluð hljóm- plata. Þinn draumur er eflaust að duga sem bezt, j'á, dáðir að inna af höndum. Því stanzaðu ei, vinur, það minnkar þig mest og megnar að reyra þig böndum. A æfinnar vegferð og veraldarstraum er vandinn: að samræma, skilja, að sleppa’ aldrei tökum né slaka á taum og sljófga’ ekki sjálfstæðan vilja. Því merkið skal 'hafið á menningarsvið á manndóms — og æskunnar skeiði. Þó fáir af „vinunum" leggi þér lið er léttgeng ’in brattasta heiði. I dag ertu ungur og dugar í stríð; þitt dagsverk er bráðlega hafið. Eg óska þér gengis um ókomna tíð og ánægður fáirðu tafið. Ungir íslendingar; verum ekki eftirbátar annarra landa Evrópu, tökum upp sama merkið, vinnum á nýja árinu að hinum raun- hæfa lýðræðissósialisma — jafnaðarstefnunni —, þá mun árið 1947 enda betur, en það byrjar. Gleðilegt ár! ÁRROÐI 5

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.