Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 6

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 6
Fréttir af 11. þirtgi S.U.J Aiarias Þ. Guðmundsson, jorseti S. U. ]. 11. þing Sambands ungra jafnaðarmanna var se-u í Ileykjavík laugardaginn 9. nóv. 1946 kl. 2 e. h. í Breiðfirðingabúð. Gurínar Vagns- son forseti sambandsins setti þingið. Kjörbréf voru athuguð og samþykkt. Þingið sátu 32 fulltrúar að meðtöldum þremur úr fráfarandi sambandsstjórn. Starfsmenn þingsins voru kosnir: Forseti: Marías Þ. Guðmundsson, Isafirði. Varafor- seti: Oskar Hallgrímsson, Rvík. Ritarar: Jón Ingimarsson, Rvík og Jónas St. Lúðvíksson, Vestmannaeyjum. Helgi Sæmundsson ritari sambandsins flutti skýrslu stjórnarinnar um starfsemi S. U .J. á síðasta kjörtímabili. Þá var gengið til kosn- inga i laganefnd þingsins og fulltrúa á 20. flokksþing Alþýðuflokksins. Fulltrúar á 20. flokksþing Alþýðuflokksins voru kjörnir: Sveinn V. Stefánsson, Hafnarf., Jón Ingimarsson, Rvík, Oskar Hallgrímsson, Rvík, Jón Emils, Rvík og Helgi Sæmundsson, Rvík. Svohljóðandi álit atvinnumálanefndar var tekið fyrir og samþykkt: „11. þing S. U. J. lýsir eindregnu fylgi sínu við þann grundvöll, sem lagður hefur verið að nýsköpun atvinnuveganna og leggur á- herzlu á nauðsyn þess, að því nýsköpunar- starfi verði framfylgt, þar sem það framar öllu öðru skapar möguleika til bættrar lífsafkomu þjóðarinnar. I þessu sambandi vill þingið leggja sérstaklega áherzlu á eftirfarandi: 1. Komið verði á fót fullkomnum fiskiðju- verum, svo sem hraðfrystihúsum, fiskimjöls- verksmiðjum, niðursuðuverksmiðjum og ha'fi ríki og bæjarfélög forgöngu um þetta. 2. Fiski- og verzlunarfloti landsmanna verði enn stórlega au'kinn og þess gætt, að skipin verði svo traust sem kostur er á og þau út- búin nýjustu og fullkomnustu tækjum. 1 sambandi við aukningu fiskiskipaflotans verði komið á fót sölumiðstöð vélbáta til að sam- ræma stærð þeirra við staðhætti ’hinna ýmsu útgerðarstaða. Byggðir verði fullkomnir flóa- bátar fyrst og fremst með það fyrir augum að fullnægt verði kröfum tímans um farþega- rúm. 3. Að samvinnufélögum útgerðarmanna um hagnýtingu afurðanna verði komið á og fram- kvæmdum á sviði innkaupasambands útvegs- ins verði hraðað og á þann hátt bezt tryggður hagur útgerðarinnar. 4. Að unnið verði að því, að þeir sem stunda framleiðslu sjávarafurða eignist at- vinnutækin sjálfir. 5. Hraðað verði byggingum fiskihafna með það fyrir augum að tryggja fiskveiðiflotanu-m 6 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.