Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 7
sem bezt skilyrði til að stunda veiðar á lielztu
fiskimiðum við strendur landsins. I sam-
bandi við það verði komið upp í verstöðvum
viðunandi verbúðum fyrir sjómenn.
6. Hin nýju atvinnutæki, sem til landsins
verða keypt, verði að verulegu leyti staðsett
í kaupstöðum úti á landi og rekstur þeirra
sem mest í höndum bæjarfélaganna sjálfra.
7. Allar byggingarframkvæmdir verði
skipulagðar og það tryggt, að nauðsynlegar
byggingar íbúðarhúsa verði látnar sitja fyrir
um byggingarefni. Ríkið tryggi byggingar-
fél. verkamanna og byggingarsamvinnufélög-
um nægilegt fjármagn til byggingarfram-
kvæmda. Áherzla verði lögð á að afla bygg-
ingariðnaðinum stórvirkra nýtízku véla og
verði rekstur þeirra í höndum hins opinbera.
8. Innlendur iðnaður verði stórum aukinn
og hann látinn njóta fylkta jafnréttis við
aðra atvinnuvegi. Ennfremur fari fram ýtar-
leg rannsókn á möguleikum til nýtingar jarð-
hita til stórfeldari rafvirkjunar. Jafnframt
verði hraðað byggingu raforkuvera við fall-
vötn landsins og með því lagður grundvöll-
ur fyrir nýtingu rafmagns til hverskonar
starfa.
Um málefni iðnnema.
Þingið telur að leggja beri sérstaka áherzlu
á eftirfarandi atriði:
1. Allir iðnskólar í landinu verði starf-
ræktir af því opinbera þ. e. ríkinu.
2. Lögð sé áherzla á að færa kennsluna í
þeim í nútímahorf og aflað verði til þeirra
fullkominna kennslutækja.
3. Öll kennsla í iðnskólum fari fram að
deginum, og stundi nemendur okki verkleg
störf þann tíma, er skólarnir starfa.
4. Komið verði á fót hið fyrsta framhalds-
skóla fyrir unga iðnaðarmenn, þar sem þeim,
að loknu iðnskólanámi, gefist kostur á að
stunda framhaldsnám í iðngrein sinni. Einn-
ig verði í sambandi við þennan skóla starf-
rækt námskeið, verkleg og bókleg, fyrir nem-
endur og sveina í hinum ýmsu iðngreinum.
5. Þingið telur brýna þörf á því, að eftirlit
með verklegu námi iðnnema verði stórlega
aukið til tryggingar því, að þeir fái notið nægi-
legrar fjölbreytni og góðrar tilsagnar við
námið. I þessu sambandi heitir þingið á al-
þingismenn flokksins, að þeir fylgi fast eftir
frumvarpi því um iðnfræðslu, er flutt hefur
verið á þingi því, er nú situr, að tilhlutun iðn-
aðarmálaráðherra, og vottar þingið Emil Jóns-
syni þakkir sínar fyrir forgöngu hans í þessu
mah
Svohljóðandi álit menntamálanefndar var
þar næst tekið fyrir og samþykkt:
„1. 11. þing S. U. J. lítur svo á, að það sé
sjálfsögð skylda þjóðfélagsins að sjá hverjum
þjóðfélagsþegn fyrir þeirri menntun, er hann
sjálfur æskir. I því sambandi lýsir þingið yfir
ánægju sinni með þá endurskoðun skólamál-
anna, sem milliþinganefnd í skólamálum
hefir framkvæmt. Vill þingið leggja áherzlu
á, að hraðað verði öllum framkvæmdum þessa
máls, þar eð það telur, að með hinni nýju
fræðslulöggjöf sé stórt spor stigið í þá átt að
auðga þjóðina að mennt og fræðslu.
2. Þingið fagnar því ennfremur, að hafist
hefur verið handa um byggingu fjölmargra
nýrra skólahúsa um land allt, þó verður það
að telja að fyrr hefði mátt á því byrja og
skírskotar í þeim efnum til fyrri þings, svo
og þess, að enn er langt í land unz því tak-
marki er náð að enginn skóli eigi við hás-
næðisskort að búa. Vill þingið í því sam-
bandi sérstaklega benda á aðbúnað margra
skólanna í höfuðborg landsins, t. d. Mennta-
skólans, Iðnskólans, Verzlunarskólans og
gagnfræðaskólanna beggja, en allir þessir skól-
ar hafa orðið að takmarka nemendafjölda
vegna ónógs húsnæðis.
3. Þingið telur að stefna beri að lífrænni
ARROÐI