Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 8

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 8
kennsluaðferðum á ýmsum sviðum fræðslu- kerfisins, þannig að þar sem verði við komið verði kennslan jafnt fólgin í verklegu starfi og bóklegu námi. Á þann hátt álítur þingið meiri árangurs að vænta af hinni margvíslegu fræðslu. Til þess að slíkum aðferðum verði beitt, verður að skapa hinum einstöku skól- ura betri og viðunanlegri starfsskilyrði. 4. Þingið fagnar hverri þeirri tilraun, sem gerð er til að auka mennt þjóðarinnar, því það er einn megiriþátturinn í útbreiðslu jafnaðarstefnunnar. Um leið vill þingið lýsa yfir fullum stuðningi sínum við öll þau mál, er horfa til vaxandi fræðslu og þekkingar — aukins þroska íslenzku þjóðarinnar". Svohljóðandi álit landbúnaðarnefndar var að lokum tekið fyrir og samþykkt: „1. 11. þing S. U. J. lýsir yfir ánægju sinni með setningu laga um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, er samþykkt voru á alþingi í apríl 1946 og telur að þau muni efla landbúnaðinn að mun. Þingið lcgg ur sérstaka áherzlu á, að framkvæmdum um landnám og þurkun þeirra landssvæða, sem bezt ræktunarskilyrði hafa, verði hraðað sem mest, þar eð þetta atriði er undirstaða þess, að allur heyskapur geti farið fram á ræktuðu landi og véltæku. I þessu sambandi telur þingiS aS leggja þurfi mikla áherzlu á, aS þurkun og ræktun þessara landssvæSa fari fram meS sem stórvirkustum verkfærum. Þá telur þingiS brýna nauðsyn bera til að stofnuð verði sérstök tilraunastöS á vegum VelasjóSs, sem geri tilraunir með, hvaða vélar henti okkur bezt og skili hverri verkeiningu með sem minnstum tilkostnaði. Þá telur þingið að ákvæði laga þessara um byggingarsjóð horfi mjög til bóta á byggingarmálum sveita. 2. Þingið fagnar því, hversu rammar skorð- ur eru reistar við því, að hægt sé að braska með þær framkvæmdir, sem gerSar eru sam- kvæmt lögum þessum. Hins vegar verður það að teljast galli á lögunum, að ekki er gert ráS fyrir aS land þaS, er numið er samkv. lögum þessum verSi endanleg eign ríkisins, heldur sé seljanlegt einstökum mönnum. Vís- ar þingiS í því sambandi til margyfirlýstrar stefnu Alþýðufl. í jarðeignarmálinu um, að allar jarðir skuli vera ríkiseign, enda lítur þingið svo á, að jarðabraskið verði ekki að fullu útilokað með öðrum aSgerðum. 3. Þingið lítur svo á, að samvinnubúskap- urinn sé mjög æskilegt búskaparform og hafi t. d. það fram yfir einyrkjubúskapinn að verkaskiptingu, sem viðurkennd er vænlegust til aukningu afkasta, verður þar við komið án þess, að um arðrán sé að ræða. Vill þingið því beina því til sambandsstjórnar, að hún beiti sér fyrir því, að fyrirkomulag sam«imin rekstrarins verði kynnt landsmönnur.i svo sem kostur er á. 4. Framleiðslan sé skipulögð. a) þannig ,ið á hverjum staS sé fyrst og fremst framleidd sú vara, sem náttúruskilyrSi eru bezt fyrir. Verði þegar hafin rannsókn á þessum málum og framleiðslan síðan skipulögð á grundvelli þeirra rannsókna. b) þannig, að hún fullnægi sem bezt neyzluþörfum landsmanna og stefnt verði að því að gera framleiðsluna eins fjöl- breytta og náttúruskilyrði framast gefa til- efni til. Þingið telur óviðunandi að úr hráefn- um landbúnaðarframleiðslunnar sé ekki meira unnið en raun ber vitni um, því ýmis hrá- efni, sem full þörf væri fyrir innanlands, ef hægt væri að breyta í unna vöru, eru flutt út. Þingið leggur því til, að ríkið aSstoSi bændasamtökin meS löggjöf til fullkominnar hagnýtingar á þeirri framleiSslu, sem ekki er notuS Óbreytt. 5. Ríkið komi á fót og reki nokkur fyrir- myndarbú og séu þar viðhafðar fullkomn- ustu vinnuaðferðir, sem þekkjast. Einnig hafi bú þessi með höndum dýra- og jurtakynbætur undir stjórn sérfræðinga". 8 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.