Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 9

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 9
„11. þing S. U. J. skorar á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort banna skuli sölu áfengra drykkja í land- inu“. Þá fóru fram kosningar: Forseti: Marías Þ. Guðmundsson. Varaforseti: Oskar Hall- grímsson. Ritari: Vilhelm Ingimundarson. Meðstjórnendur: Jón Ingimarsson, Jón P. Emils, Helgi Sæmundsson, Pétur Pétursson. Varamenn: Kristján Hannesson, Eggert Þor- steinsson, Rannveig Jónsdóttir. Fyrir Vestfirðingafjórðung: Gunnlaugur Guðmund'sson, ísafirði, Birgir Steinþórsson, Þingeyri. Til vara: Kjartan Ölafsson, þing- eyri. Fyrir. Norðlendingafjórðung: Þorsteinn Svanlaugsson, Akureyri, Magnús Blöndal, Siglufirði. Til vara: Jóhann Möller, Siglu- firði. Fyrir Austfirðingafjórðung: Bragi Niels- son, Seyðisfirði, Brynjólfur Ingólfsson, Seyð- isfirði. Sambandsstjórn var falið að skipa vara- mann fyrir Austfirðingafjórðung. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Jónas St. Lúð- vfksson, Vestmannaeyjum, Kristján Símon- arson, Haífnarfirði. Til vara: Guðm. Á. Guð- jónsson, Akranesi. Endurskoðendur: Ingólfur Jónsson og Jón Hjálmarsson. Ritnefnd: Helgi Sæmundsson, Brynjólfur Ingólfsson, Stefán Júlíusson. Millíþinganefnd í fjáröflunarmálum: Jón Hjálmarsson, Eyjólfur Jónsson, Ragnar Gunn- arsson. Til vara: Eggert Þorsteinsson. Fulltrúar S. U. J. í Miðstjórn Alþýðuflokks- ins: Marías Þ. Guðmundsson, Jón Ingimars- son, Jón P. Emils. Til vara: Vil'helm Ingi- mundarson, Pétur Pétursson. Þá tók hinn nýkjörni forseti til máls og mælti hvatningarorð til þingfúlltrúanna og þakkaði þeim þingstörfin. Síðan fóru fram þingslit. ÓLAFUR VIÐ FAXAFEN: Nokkur landsmál DÝTÍÐIN. Um hana er mikið skrifað og skrafað, og skrambi virðist mörgum ráðin vera góð, er þeir koma með. En þau eru flest að því leyti hvert öðru lík, að það á að gera einhver heljarátök — nýir lagabálkar og reglugerðir — og velta þar með allri dýrtíð (og um leið margskonar öðrum vandræðum) af herð- um þjóðarinnar. En það er ekki hægt að lækka dýrtíðina, nema með því að lækka verðið á varningnum, og það er óhjákvæmi- legt, að ef það er lækkað, hljóta einhverjir að græða minna en áður. Það eru því ekki til neinar leiðir, fyrir þá, sem þessum mál- um stjórna, aðrar en að ganga á móti hags- munum einhverra, er áður hafa grætt. En viðvíkjandi því, að það þurfi að setja ný lög og reglur, þá er óvíst að svo sé. En hvort notast verður við þau, sem nú eru, eða ný lög sett, þá er víst, að hvorttveggja eru gagnslaus, ef að þeir, sem eiga að fram- kvæma þau eru þannig, að þá vantar vit, dugnað eða kjark til framkvæmdanna. En frá því stríðið hófst ( og ef til vill fyr), hefur aldrei sézt, að í viðskiftaráði (eða þeirri nefnd, sem áður fór með þau mál), hafi verið nógu margir, sem höfðu það mikla greind, táp, og þor, að þeir mættu sín þess þar nokkuð, svo það hefur aldrei sézt að þetta væri þar til. ÁRROÐl 9

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.