Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 10

Árroði - 01.02.1947, Blaðsíða 10
Þegar stríðinu lauk, var dýrtíðin í Banda- ríkjunum og í Englandi innan við 130, það er, að varningur hafði ekki stigið um þriðja hluta. En hjá okkur var dýrtíðartalan nær 300. Hver maður hlýtur þó að sjá, að auð- veldara hefði verið að halda verðlagainu niðri hér hjá okkur, en þar, sem viðskiftin eru 1150 sinnum stærri, ef þeir sem fóru með þessi mál hér, hefðu sýnt þó ekki væri nema nokkurn hluta af þeim dugnaði, er þeir sýndu, er með þessi mál fóru í fyrr- nefndu löndunum. En hvað á það annars að ganga lengi, að leggja megi á innflutta varninginn, því meir, sem verri innkaup hafa verið gerð, svo að sá græði mest, sem lélegastur er kaupmaður- inn, og sóar erlenda gjaldeyri þjóðarinnar? GENGISBREYTING. Þtálát ætlar hún að vera krafan um geng- islækkun. Hafa jafnvel heyrst raddir um að heppilegast myndi vera, að gengi íslenzku krónunnar breyttist eftir verðlagi íslenzkra afurða erlendis, þannig að færa mætti til verð hennar, líkt og gerist um rennilás á tóbaks- pung, sem opna má eða skella í aftur eftir vild. Ættu svo þessar breytingar, á verðlagi krónunnar, að fara fram eftir því hvað bezt kæmi sér, fyrir eigendur eða framleiðendur útflutningsvarningsins. En ekki virðist svo, sem þeir sem með tillögur þessar hafa komið, hafi gert sér fyllilega ljóst 'hvert þetta leiðir, og er varla hægt að tala um þetta í fullri al- vöru. Eða hefur þeim þá ekki dottið í hug, að hafa kílógrammið með misjafnlega mörg- um grömmum, eða meterinn misjafnlega langan, eftir því hvernig salan á íslenzku af- urðunum gengur erlendis? Það er rétt að athuga, svona í stórum dráttum, hverjir myndu græða og hverjir myndu tapa á gengislækkun. 1. Island, sem heild, græðir hvorki né tapar fjárhagslega á gengisbreytingu, því hér er ekki um verðlagsbreytingu á varningi okk- ar gagnvart útlöndum að ræða. Breytingin er eingöngu innanland's, 'því bæði sala inn- lendu afurðanna til útlanda, og kaupin á út- lenda varningnum þar fara fram í erlendri mynt. Hitt er annað mál, að þó hún valdi ekki fjárhagslegu tjóni þjóðarheildarinnar, þá er orsök gengislækkana nær oftast ólag á fjár- málunum, og er því jafnan geysilegur álits- hnekkir í augum erlendra þjóða. Ætti það eitt aS vera nóg til þess, að enginn vildi gtngislækkun á íslenzku krónunni, jafnvel þó eitthvað vit væri í henni að öðru leyti, sem þó ekki er. 2. Ef gengið lækkaði, fengju þeir, sem hafa íslenzkan varning að selja út úr land- inu, fleiri krónur en áður fyrir hvert sterl- ingspund eða dollar( en verðið á ísl. afurð- unum stæði eftir sem 'áður óbreytt erlendis, í erlendum gjaldeyri. Vert er að athuga, aS verðið á íslenzku afurðunum innanlands myndi fljótt hækka í verði og þar með laga sig eftir því hvað fengist með því að ílytja samskonar varning úr landi, til tjóns fyrir innlenda neytendur. 3. Allir sem ættu vörur, innlendar eða út- lendar, fasteignir, vélar o. s. frv. myndu græða á gengislækkuninni að sama skapi og þeir ættu þetta skuldlaust, því verð á þessu myndi hækka og þar með laga sig eftir hinu nýja og lægra verði á krónunni. 4. Á gengislækkuninni myndi tapa verka- lýðurinn yfirleitt, og al'lt annað launafólk, því það yrði að borga bæði innlendan og erlendan varning, er það keypti, með fleiri krónur en áður. Þar sem langmestur hluti þjóðarinnar telst í þennan flokk, er því um það að ræða, að almenningur tapar að sama skapi við gengislækkun, sem nokkrir fáir menn græða. En nú er að athuga: Hvað lengi stæði I 0 ÁRROBI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.